ArticlePDF Available

Janus endurhaefing, hlutverk sjúkraþjálfara í einstaklingsmiðaðri starfsendurhaefingu

Authors:

Abstract

Janus endurhæfing er læknisfræðileg starfs- og atvinnuendurhæfingþar sem þverfaglegt teymi sérfræðinga aðstoða þátttakendur afturút á vinnumarkaðinn. Flestir þátttakendur glíma við flókin ogfjölþætt vandamál bæði andleg og/eða líkamleg. Þeir þarfnaststarfsendurhæfingar sem er aðlöguð að mismunandi þörfumþeirra. Starfsemin tekur tillit til þessara þarfa meðal annars meðþví að bjóða upp á mismundandi brautir. Þróun hefur átt sér staðinnan starfseminnar meðal annars er fyrirtækið brautryðjandi ínotkun gervigreindar innan starfsendurhæfingar. Hlutverksjúkraþjálfara í endurhæfingunni hefur þróast í takt við breyttatíma, en snýr í dag að mestum hluta að fræðslu og þjálfun í hóp,auk einstaklingsmeðferða.
32 Sjúkraþjálfarinn
Fagmál
Ágrip
Janus endurhæfing er læknisfræðileg starfs- og atvinnuendurhæfing
þar sem þverfaglegt teymi sérfræðinga aðstoða þátttakendur aftur
út á vinnumarkaðinn. Flestir þátttakendur glíma við flókin og
fjölþætt vandamál bæði andleg og/eða líkamleg. Þeir þarfnast
starfsendurhæfingar sem er aðlöguð að mismunandi þörfum
þeirra. Starfsemin tekur tillit til þessara þarfa meðal annars með
því að bjóða upp á mismundandi brautir. Þróun hefur átt sér stað
innan starfseminnar meðal annars er fyrirtækið brautryðjandi í
notkun gervigreindar innan starfsendurhæfingar. Hlutverk
sjúkraþjálfara í endurhæfingunni hefur þróast í takt við breytta
tíma, en snýr í dag að mestum hluta að fræðslu og þjálfun í hóp,
auk einstaklingsmeðferða.
Abstract
Janus rehabilitation is a medical vocational rehabilitation centre
where an interdisciplinary team of specialists assist participants
back to the labour market. Most participants are dealing with a
multitude of complex psychological and physical difficulties.
Therefore, it is necessary that each participant receive a bespoke
treatment. Different paths are available in the rehabilitation with
the aim to fit each participant’s needs. Janus rehabilitation has
been rapidly developing and is for ans example a pioneer in the
use of Artificial Intelligence in vocational rehabilitation. The part
of physical therapist has developed with changing times, but the
primarily focus is on group lessons and training, as well as
individualised treatments.
Key words: Physical Therapist, Vocational Rehabilitation,
Innovation, Quality of Life
Janus endurhæfing,
hlutverk sjúkraþjálfara í
einstaklingsmiðaðri starfs-
endurhæfingu
ragnheiðUr d. brynjólFsdóttir1*, hreFna Þórðardóttir1*,
sæmUndUr ó. haraldsson1,3, kristín siggeirsdóttir1,2
1. janUs endUrhæFing, (janUs rehabilitation) skúlagötU 19, 105 reykjavík
2. hjartavernd, (icelandic heart association) holtasmára 1, 201 kóPavogUr
3. University oF stirling, skotland, Uk
*jaFngilt Framlag. hreFna Þórðardóttir, sjúkraÞjálFari janUsar endUrhæFingar,
svarar FyrirsPUrnUm, sími: 514-9175, hreFna@janUs.is
ragnheiðUr d. brynjólFsdóttir, UPPeldis- og menntUnarFræðingUr
hreFna Þórðardóttir, sjúkraÞjálFari
sæmUndUr ó. haraldsson, tölvUnar- og naðarverkFræðingUr
kristín siggeirsdóttir, jUÞjálFi
ragnheiðUr d. brynjólFsdóttir hreFna Þórðardóttir kristín siggeirsdóttirsæmUndUr ó. haraldsson
33
Sjúkraþjálfarinn
Fagmál
Sjúkraþjálfarar hérlendis fá til sín fjölbreyttan hóp skjólstæðinga.
Hluti af þeim eru einstaklingar í starfsendurhæfingu á vegum
VIRK starfsendurhæfingarsjóðs. Einstaklingar í
starfsendurhæfingu sem þurfa sjúkraþjálfun glíma oft, bæði við
andleg og líkamleg vandamál sem hamla þeirra daglegu lífi.
Eftirspurn eftir starfsendurhæfingu hefur aukist á Íslandi síðustu
árin og höfðu til að mynda aldrei verið jafn margir nýjir
einstaklingar á vegum VIRK starfsendurhæfingarsjóðs og árið
2017.1,2 Áætla má að þörf eftir sjúkraþjálfun hafi í kjölfarið
aukist í samræmi við það en sú er raunin innan Janusar
endurhæfingar.
Janus endurhæfing
Janus endurhæfing er læknisfræðileg starfs- og atvinnuendurhæfing
og er í dag sú stærsta sem þjónustar einstaklinga á vegum VIRK
starfsendurhæfingarsjóðs. Þátttakendur í Janusi endurhæfingu
glíma yfirleitt við þung geðræn og líkamleg vandamál 3-5 og
sækir hluti þeirra sjúkraþjálfun sem einn þátt í starfsendurhæfingu
sinni.
Janus endurhæfing hóf starfsemi sína í janúar árið 2000 með
aðstöðu í Iðnskólanum í Reykjavík, nú Tækniskólanum – skóla
atvinnulífsins. 6 Markmið Janusar endurhæfingar er að aðstoða
þátttakendur út á vinnumarkaðinn. Sumir eru að fara aftur út á
vinnumarkaðinn á meðan aðrir eru að stíga sín fyrstu skref þar.3-
5 Margir þátttakendur fara fyrst í nám á meðan aðrir fara á
vinnumarkaðinn án viðkomu í námi. Þeir sem fara í nám eru ýmist
að ljúka námi sem þeir hófu áður en þeir komu til Janusar
endurhæfingar eða þurfa að mennta sig til nýrra starfa þar sem
heilsubrestur þeirra hindrar að þeir snúi aftur til fyrri starfa.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum tæpu 20 árum og
hefur starfsemin stækkað töluvert. Þátttakendum og starfsmönnum
hefur fjölgað, auk þess sem framboð úrræða innan Janusar
endurhæfingar hefur aukist mikið. Stærstur hluti starfseminnar fer
fram á Skúlagötu 19 og hefur gert það síðan árið 2011.
Þverfagleg vinna og brautir
Þverfagleg (e. interdisciplinary) uppsetning á starfsemi Janusar
endurhæfingar 4 hefur stuðlað að því að hægt er að leggja mikla
áherslu á að hlusta á þarfir þátttakenda og sníða einstaklingsmiðaða
endurhæfingu fyrir hvern og einn, allt frá upphafi.
Einstaklingsmiðuð nálgun er nauðsynlegur liður í starfseminni þar
sem að þátttakendur eru staddir á ólíkum stöðum í bataferli sínu.
Flestir þátttakendur glíma við flókin geðræn vandamál. Árið 2017
voru 97% af þátttakendum Janusar endurhæfingar með að minnsta
kosti eina geðræna ICD-10 sjúkdómsgreiningu.7 Áhersla er því
lögð á að nálgunin sé heildræn og taki mið af andlegum,
félagslegum og líkamlegum þörfum hvers einstaklings.
Staðreyndin er sú, að þátttakendur sem glíma við geðræn vandamál
fá oft seint eða ekkert inngrip varðandi þau líkamlegu vandamál
sem hrjá þá. Til að reyna að hindra að svo verði í starfsemi Janusar
endurhæfingar er starfandi bæklunarlæknir sem hefur því miður
greint alvarleg líkamleg veikindi eins t.d. illkynja æxli og aðra
skurðtæka sjúkdóma sem ekki höfðu uppgötvast áður.
Til þess að Janus endurhæfing geti veitt hverjum og einum
þátttakanda skilvirka þjónustu þarf að byrja á því að skilgreina
grundvallarvandann. Allir sem hefja þjónustu í Janusi
endurhæfingu fara því í gegnum matsferli sem felur í sér viðtal við
sjúkraþjálfara, geðlækni og iðjuþjálfa. Ef líkamleg vandamál eru
áberandi og hamlandi er brugðist strax við. Sjúkraþjálfari fer yfir
svör þátttakenda úr sérsniðnum spurningarlista Janusar
endurhæfingar, sem skoðar núverandi líkamlegt heilsufar og
heilsufarssögu. Ef sjúkraþjálfari metur að líkamleg heilsa sé
hugsanlegt vandamál sendir hann þátttakanda í framhaldinu í
viðtal til bæklunarlæknis Janusar endurhæfingar. Eftir skoðun og
viðtal er tekin ákvörðun um hvort grípa þurfi til aðgerða og þá
hvort vísa þurfi viðkomandi í meðferð til sjúkraþjálfara, sem hluta
af endurhæfingunni.
Sjúkraþjálfari og iðjuþjálfi meta hvaða braut hentar hverjum og
einum þátttakanda í upphafi með tilliti til núverandi heilsufarsstöðu
og markmiða hans. Mynd 1 sýnir brautir og línur í Janusi
endurhæfingu með tilliti til stöðu þátttakanda í endurhæfingunni.
Hjá Janusi endurhæfingu eru þrjár brautir, Iðjubraut, Heilsubraut
og Matsbraut.
Á Iðjubraut er unnið með ýmsa grunnþætti sem þurfa að vera
til staðar til þess að endurhæfingin geti gengið sem best og
þátttakandinn geti verið virkur í daglegu lífi. Meðal annars er
unnið með mætingar, svefn, mataræði, hreyfingu og eigin
umhirðu. Einnig er áhersla lögð á samskipta- og félagsfærni, trú á
eigin getu, úthald og ábyrgð svo nokkuð sé nefnt.
Heilsubrautin skiptist í tvær línur, Vinnulínu og Skólalínu eftir
því hvert markmið þátttakendanna er, hvort þeir eru að stefna í
nám eða beint á vinnumarkaðinn. Þeir sem sækja endurhæfingu
sína á Heilsubraut hafa í flestum tilfellum tök á þeim grunnþáttum
sem unnið er með á Iðjubraut og eru í flestum tilfellum búnir að
taka stefnu, annað hvort í nám eða á vinnumarkaðinn. Þeir koma
ýmist beint inn á Heilsubraut eða af Iðjubrautinni. Unnið er að því
að festa grunnþættina í sessi og auka úthald og getu til þess að
takast á við verkefni skólaumhverfisins og vinnumarkaðarins.
Þvert á megin brautir Janusar endurhæfingar er Matsbrautin.
Þátttakandi fer á þessa braut í allt að tvo mánuði, þegar óvissu
gætir er varðar getu þátttakandans til að takast á við
starfsendurhæfingu. Matsbrautin fer oftast fram á Iðjubrautinni,
þó hún geti líka farið fram á Heilsubraut. Á þessum matstíma er
horft til mætinga og getu til að takast á við þau verkefni sem
þátttakandinn þarf að vinna. Að tímabilinu loknu er tekin ákvörðun
um það hvort viðkomandi haldi áfram í endurhæfingunni.
Hver og einn þátttakandi hefur eigin tengilið sem heldur utan
um endurhæfinguna með honum og er til halds og trausts í
endurhæfingarferlinu. Þátttakandinn hittir tengilið sinn reglulega
og fær hjá honum stuðning við að setja sér markmið í
Mynd 1. Brautir og línur Janusar endurhæfingar aðlagast að getu
og heilsufari þátttakenda.
34 Sjúkraþjálfarinn
Fagmál
endurhæfingunni og fylgja þeim eftir. Einnig fær hann stuðning til
að takast á við ýmsa þætti daglegs lífs. Flestir tengiliðirnir eru
iðjuþjálfar eða félagsráðgjafar, en einnig eru í þeim hópi
hjúkrunarfræðingur og félagsfræðingur.
Hjá Janusi endurhæfingu er unnið í þverfaglegum teymum. Í
hverju teymi eru auk tengiliðanna sálfræðingur, læknir og
sjúkraþjálfari. Þar að auki er einn hlutlaus teymismeðlimur sem
nefnist Völvan og er gervigreindar hugbúnaður sem dregur upp
hlutlausa mynd af stöðu þátttakandans og hvar viðkomandi gæti
hugsanlega þurft aðstoð. 4,5 Vikulegir teymisfundir eru haldnir í
Janusi endurhæfingu á hverri braut og línu fyrir sig, þar sem farið
er yfir stöðu einstakra þátttakenda og Völvuspá dregin upp,
skoðuð og rædd þegar þörf krefur. Skoðað er hvernig sé mögulega
hægt að styðja betur við þátttakandann, til þess að auka líkurnar á
að viðkomandi nái árangri í sinni endurhæfingu. Teymið ákveður
hvort, hvernig og hvenær þurfi að bregðast við núverandi stöðu
með viðeigandi inngripum.
Nýsköpun og árangur
Í Janusi endurhæfingu er lögð áhersla á nýsköpun og vísindi.
Áhugi er á að innleiða og þróa nýjar nálganir og verkfæri til þess
að auðvelda sérfræðingum yfirsýn yfir starfsemina. Janus
endurhæfing er stöðugt að leita nýrra leiða til að bæta faglegan og
fræðilegan vettvang starfsendurhæfingar almennt og veita
skilvirkari þjónustu. Í mars 2016 var þróað og tekið í notkun
utanumhaldskerfið Janus Manager þar sem skortur var á
tölvukerfum sem voru sérsniðin að starfsendurhæfingu á Íslandi.
Þegar þessi grein er skrifuð er Janus endurhæfing eina fyrirtækið
í heiminum svo höfundar viti sem nýtir lifandi tölvukerfi með
innbyggðri sjálfvirkri forritun. Kerfið nemur villur sem uppgötvast
yfir daginn og skráir þær niður. Á nóttunni fer kerfið yfir villurnar,
finnur hugsanlegar lausnir á þeim og afhendir forritara. Þessi
viðbót aðstoðaði og hraðaði þróun utanumhaldskerfisins
umtalsvert þar sem villuleit og viðhald er venjulega umfangsmesti
kostnaðarliður tölvukerfa.8 Þessi viðbót og nýsköpun gerði það
að verkum að hægt var að innleiða Völvuna sem er í dag mikilvægt
verkfæri í starfsemi Janusar endurhæfingar.
Í júní 2016 var Völvan sett í gagnið og nýtist í dag sem hlutlaus
teymismeðlimur innan Janusar endurhæfingar. Nákvæmni og
árangur Völvunnar hafa verið staðfest með tveimur rannsóknum
4,5 og voru niðurstöður þeirra framar björtustu vonum. Rannsókn
sem birt var sumarið 2017 leiddi í ljós að Völvan spáir með
97-100% nákvæmni hvort þátttakandi nái árangursríkri
endurhæfingu eða hvort hann sé líklegur til að hverfa úr
endurhæfingunni. Völvan spáir þar að auki fyrir um tímalengd
endurhæfingarinnar með ásættanlegum skekkjumörkum.4 Í maí
2018 birti Janus endurhæfing aðra rannsókn sem skoðaði hvort að
hægt væri að spá fyrir um hvernig næstu mælingar í íslenska
mælitækinu heilsutengd lífsgæði yrðu. Í ljós kom að Völvan getur
spáð fyrir um hvort heilsutengdu lífsgæðin batni, versni eða standi
í stað í öllum undirflokkum mælitækisins 3-6 mánuðum áður en
þátttakandi svarar spurningarlistanum.5 Þessi niðurstaða er merk
og hvetur til enn frekari rannsókna, sérstaklega í ljósi góðs
árangurs innan Janusar endurhæfingar.
Mynd 2 sýnir árangur Janusar endurhæfingar sem var 51% á
tímabilinu 1. janúar 2013 – 31. ágúst 2018. Þykir þetta afar góður
árangur miðað við að þátttakendahópurinn á tímabilinu glímdi við
þung og fjölþætt vandamál. Til að mynda voru 46,3% þátttakenda
sem höfðu notað vímuefni áður en þeir byrjuðu í endurhæfingunni.
Hópurinn á tímabilinu einkenndist af ungu fólki þar sem konur
voru í meirihluta eða 60,2% og meðalaldur var 30,8 ár (miðgildi
29; staðalfrávik 8,89; dreifing 18-61).
Sjúkraþjálfun
Hlutverk sjúkraþjálfara í starfsendurhæfingu er mikilvægt til að
unnt sé að veita þátttakendum skilvirka og árangursríka þjónustu.
Í Janusi endurhæfingu glíma flestir þátttakendur við flókin geðræn
vandamál og því eru þau veikindi mest áberandi í starfseminni.
Þverfaglegt teymi Janusar endurhæfingar leggur sig fram um að
vinna þétt saman. Teymið er meðvitað um að líkamlegir verkir eru
oft dulin vandamál hjá þátttakendum og hafa sýnt sig að geti haft
slæm undirliggjandi áhrif á geðræna heilsu. Kunnátta og
leiðbeining sjúkraþjálfara getur því skipt sköpum til að unnt sé að
bregðast rétt við. Reynt er eftir fremsta megni að stuðla að bættri
líkamlegri heilsu svo þátttakandi nái varanlegum árangri enda er
vitað að andleg og líkamleg heilsa eru nátengd og því skipta
hreyfing og líkamleg þjálfun miklu máli í báðum tilvikum.
Í upphafi Janusar endurhæfingar fólst starf sjúkraþjálfara í því
að vera með líkamsræktarhóp fyrir þátttakendur. Verkefnunum
fjölgaði og við bættist fræðsla fyrir þátttakendur, aðallega tengt
hreyfingu og líkamsbeitingu og voru þá á tímabili tveir
sjúkraþjálfarar í þessu starfi auk þess sem þeir sinntu starfi
tengiliða. Í dag kemur sjúkraþjálfari Janusar endurhæfingar að
fræðslu um gildi hreyfingar fyrir líkamlega og andlega heilsu auk
þess að vera með tíma í líkamsvitund. Janus endurhæfing er í
samvinnu við ýmsa sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara um
einstaklingsmeðferðir fyrir þátttakendur og heldur sjúkraþjálfari
Janusar endurhæfingar utan um það samstarf. Janus endurhæfing
er með samning við World Class og er þátttakendum boðið upp á
líkamsrækt þar undir handleiðslu sjúkraþjálfara. Tveir
sjúkraþjálfarar starfa í World Class sem verktakar á vegum Janusar
endurhæfingar og sinna þátttakendunum ýmist í hóp- eða
einstaklingsþjálfun. Sjúkraþjálfari Janusar endurhæfingar er
einnig á teymisfundum á brautunum til þess að leiðbeina og
ráðleggja. Mikilvægi þess að hafa sterka og öfluga teymisvinnu
þar sem sjúkraþjálfari er hluti af teyminu kemur meðal annars
glögglega fram þegar þátttakendur þurfa stuðning við að stunda
hreyfingu. Það reynist mörgum þeirra erfitt að hefja þann hluta
endurhæfingar sinnar enda glíma flestir við þunglyndi, kvíða og/
eða félagsfælni. Á sama tíma gera þeir sér grein fyrir því að
hreyfing bætir bæði líkamlega og andlega líðan þeirra. Tengiliður
Mynd 1. Brautir og línur Janusar endurhæfingar aðlagast að getu
og heilsufari þátttakenda.
35
Sjúkraþjálfarinn
Fagmál
þátttakandans styður hann við að setja sér markmið varðandi
hreyfinguna, sjúkraþjálfararnir í World Class leiðbeina, styðja og
hvetja, auk þess sem sálfræðingur getur komið að málinu til að
vinna með þá andlegu þætti sem hindra þátttakandann í því að
stunda hreyfingu.
Þær miklu framfarir sem hafa orðið, tengt Janus Manager og
Völvunni bjóða upp á margt spennandi í starfi sjúkraþjálfara
Janusar endurhæfingar í framtíðinni. Óhætt að segja að framtíðin
sé spennandi hjá Janusi endurhæfingu. Stefnt er að því að halda
áfram að þróast í takt við nýjar áskoranir með það að leiðarljósi
að þjónusta þátttakendur sem allra best og styðja þá til þess að ná
markmiðum sínum. Þar skiptir góð teymisvinna miklu máli og er
aðkoma sjúkraþjálfara einn hlekkurinn í þeirri keðju.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi Janusar
endurhæfingar enn frekar, þá er að finna nánari upplýsingar á
heimasíðu fyrirtækisins, www.janus.is. Þar má meðal annars finna
þá dagskrá sem er í boði hverju sinni, auk upplýsinga um það
vísindastarf sem unnið hefur verið og árangurstölur.
Heimildir
1. virk.is/is/virk/frettir/aldrei-fleiri-nyir-hja-virk - febrúar 2018
2. Virk starfsendurhæfingarsjóður. Ársrit um starfsendurhæfingu 2018. Virk
starfsendurhæfingarsjóður, Reykjavík 2018.
3. Siggeirsdottir K, Brynjolfsdottir RD, Haraldsson SO, Vidar S, Gudmundsson EG,
Brynjolfsson JH, et al. Determinants of outcome of vocational rehabilitation. Work
2016;55(3):577–83.
4. Haraldsson SO, Brynjolfsdottir RD, Woodward JR, Siggeirsdottir K, Gudnason V. The
Use of Predictive Models in Dynamic Treatment Planning. Proc - IEEE Symp Comput
Commun 2017.
5. Haraldsson SO, Brynjolfsdottir RD, Gudnason V, Tomasson K, Siggeirsdottir K.
Predicting Changes in Quality of Life for Patients in Vocational Rehabilitation. Proc –
IEEE Conf Evol Adapt Intell Syst (EAIS 2018) 2018.
6. Siggeirsdóttir K, Alfredsdóttir U, Einarsdóttir G, Jónsson BY. A new approach in
vocational rehabilitation in Iceland: preliminary report. Work 2004 Jan;22(1):3–8.
7. janus.is/index.php/um-janus-1/arangur - september 2018
8. Haraldsson SO, Woodward JR, Brownlee AEI, Siggeirsdottir K. Fixing Bugs in Your
Sleep: How Genetic Improvement Became an Overnight Success. Proc 2017 Conf
Companion Genet Evol Comput Companion 2017.
Botn: 80 g smjörvi
2 dl haframjöl
1,5 dl hveiti
0,5 dl púðursykur
25 g hakkaðar möndlur eða heslihnetur
1 tsk kanill
Allt hnoðað saman og þjappað niður í kringlótt
form (24cm), gjarnan vel upp með hliðunum.
Bakað á efstu rim ca 12 mín. / 180c°
Fylling: 400 g rjómaostur
1 dl flórsykur
1 msk vanillusykur
1 – 2 msk sítrónusafi
3 egg
Allt hrært vel saman, eggin fara síðust út í, eitt
í einu og þeyta vel á milli. Hellt yfir botninn og
bakað í miðjum ofni ca 40 mín. / 180c°
Skraut: Góð hnefafylli af rifsberjum
0,5 dl sykur
1 msk sítrónusafi, ef vill
Allt soðið saman örstutta stund.
Þá eru 2 matarlímsblöð leyst upp með smá slatta
af sjóðandi vatni og síðan hrærð úti blönduna
og hún látin kólna aðeins.
Síðan er henni hellt yfir kökuna og látin
þykkna í ca 2-4 klst.
RITNEFNDARKAKA
ResearchGate has not been able to resolve any citations for this publication.
Conference Paper
Full-text available
Adaptive systems will become increasingly important for health care in coming years as costs and workload grow. The need for efficient rehabilitation will expand which will be fulfilled by information technologies. This paper presents a novel implementation and application of a dynamic prediction software in vocational rehabilitation. The software is made adaptable with a Genetic Improvement of software methodology and utilised to predict fluctuations in patient's perceived quality of life. Results of accuracy, recall and precision were better than 90% for the classification of the shifts and the mean absolute error in predictions of the quantity of the shifts was low. The findings of the present study support that it is possible to predict fluctuations in quality of life on average based on the status six months prior. Professionals could therefore intervene accordingly and increase the possibility of successful rehabilitation. The significant long term effect on health care from applying the prediction tool might be reduced cost and overall improved quality of life.
Conference Paper
Full-text available
We present a bespoke live system in commercial use with self-improving capability. During daytime business hours it provides an overview and control for many specialists to simultaneously schedule and observe the rehabilitation process for multiple clients. However in the evening, after the last user logs out, it starts a self-analysis based on the day's recorded interactions. It generates test data from the recorded interactions for Genetic Improvement to x any recorded bugs that have raised exceptions. The system has already been under test for over 6 months and has in that time identiied, located, and xed 22 bugs. No other bugs have been identiied by other methods during that time. It demonstrates the eeectiveness of simple test data generation and the ability of GI for improving live code. CCS CONCEPTS • Software and its engineering → Error handling and recovery ; Automatic programming; Maintaining software; Search-based software engineering; Empirical software validation;
Conference Paper
Full-text available
With the expanding load on healthcare and consequent strain on budget, the demand for tools to increase efficiency in treatments is rising. The use of prediction models throughout the treatment to identify risk factors might be a solution. In this paper we present a novel implementation of a prediction tool and the first use of a dynamic predictor in vocational rehabilitation practice. The tool is periodically updated and improved with Genetic Improvement of software. The predictor has been in use for 10 months and is evaluated on predictions made during that time by comparing them with actual treatment outcome. The results show that the predictions have been consistently accurate throughout the patients' treatment. After approximately 3 week learning phase, the predictor classified patients with 100% accuracy and precision on previously unseen data. The predictor is currently being successfully used in a complex live system where specialists have used it to make informed decisions.
Article
Full-text available
Background: Information regarding the determinants of successful vocational rehabilitation (VR) is scarce. Objective: Investigate whether sex, duration, quality of life and financial circumstances influence the success of VR. Methods: The study group consisted of 519 participants, (293 women, 56%) who finished VR in the period 2000-2014. The group was divided into the following subgroups: dropouts, unsuccessful and successful VR. Data were collected by questionnaire. Results: Income had the most impact on whether the outcome was successful. Having supplemental income when entering the VR program increased the likelihood of a successful conclusion, odds ratio (OR) 5.60 (95% CI; 2.43-13.59) (p < 0.001), being on sick leave OR 5.02 (95% CI 1.93-13.79) (p < 0.001) or rehabilitation pension OR 1.93 (95% CI 1.07-3.52) (p < 0.03). The participants in the successful sub-group were older (p < 0.06) and stayed in rehabilitation longer (p < 0.001), compared to those who were unsuccessful. However, the effect on OR was limited: 1.03 (95% CI 1.01-1.06) and 1.04 (95% CI 1.02-1.07), respectively. Conclusions: For this sample, supplemental income appears to be the most important factor for a successful rehabilitation outcome. Checking financial status at the beginning of the rehabilitation process could minimize financial strain and increase the likelihood of success.
Article
The lack of vocational rehabilitation in Iceland inspired the Janus Rehabilitation initiative in the year 2000. The team currently consists of two occupational therapists, a social worker, a physiotherapist, a psychologist, and a physician. Janus uses resources from local education establishments and is located at the Reykjavík Technical School. A client-centred approach is used, enabling a flexible rehabilitation timeframe. The aim is to help the client back to employment/education. Advantage is taken of the facilities of the school where integration between education and rehabilitation takes place. Forty individuals have been admitted, with a mean time from work of 2.9 years, (range: 0-11 years). Seventeen (43%) have returned to employment/education. Twenty-three of those entering the programme are still on invalidity pension. The Canadian Occupational Performance Measurement (COPM) shows improvement in occupational performance and satisfaction. The Icelandic Quality of Life measurement also shows improvement. The results have been promising. However, a larger group is needed in order to draw clear unequivocal conclusions.