ArticlePDF Available

Vágestir í vistkerfum – Seinni hluti Framandi og ágengar tegundir á Íslandi [Ecosystems in peril, part two: Alien and invasive species in Iceland - English summary]

Authors:
  • West Iceland Nature Research Center (Náttúrustofa Vesturlands)

Abstract and Figures

Iceland is an isolated island in the North-Atlantic Ocean. Most of the indigenous species originate in Europe but species diversity is generally considered low. However, biological diversity is probably higher than the number of species indicates, due to high variation within species, and several populations and ecosystems have a high conservation value. Since their colonization 11 centuries ago, humans have had a great influence on the island’s biota. Current threats to nature include habitat destruction, unsustainable utilization, global change, pollution and invasive species. Several thousand species have been imported to Iceland, but currently at least 135 alien species can be found in natural habitats, of which seven are invasive: American mink (Neovison vison), Nootka lupin (Lupinus nootkatensis), cow parsley (Anthriscus sylvestris), Spanish slug (Arion lusitanicus), heath star-moss (Campylopus introflexus), white-tailed bumblebee (Bombus lucorum) and European physa (Physella acuta). In addition, several species pose a possible threat, such as giant hogweed (Heracleum mantegazzianum), rugosa rose (Rosa rugosa), lodgepole pine (Pinus contorta), dark-leaved willow (Salix myrsinifolia) and European rabbit (Oryctolagus cuniculus). In order to limit damage, control measures have been taken against American mink, Nootka lupin and cow parsley although to a different extent. The negative impact of invasive alien species is expected to increase. Therefore, preventive measures, sufficient surveillance systems, reaction plans, and reinforced regulations are important. With increased public awareness and joint forces, the negative impact of alien species can certainly be reduced.
No caption available
… 
No caption available
… 
No caption available
… 
No caption available
… 
No caption available
… 
Content may be subject to copyright.
Náttúrufræðingurinn
84
Alaskalúpína í lyngmóa í Stykkishólmi. Á myndinni sést hvernig ungplöntur spretta upp úr þéttri gróðurhulu. Nootka lupin
(Lupinus nootkatensis) at Stykkisholmur (W-Iceland), showing young plants establishing in the continuous vegetation cover of
the existing dwarf-shrub heath. Ljósm./Photo: Róbert A. Stefánsson.
85
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Vágestir í vistkerfum
Seinni hluti
Framandi og ágengar tegundir á Íslandi
Menja von Schmalensee
Ritrýnd grein
Ísland er afskekkt úthafseyja í Norður-Atlantshafi og virðast flestar inn-
lendar tegundir eiga rætur sínar að rekja til Evrópu. Tegundafjölbreytni
telst ekki mikil hér á landi. Þrátt fyrir það gæti líffræðileg fjölbreytni verið
meiri en tegundaauðgin ein (þ.e. fjöldi tegunda) gefur til kynna, vegna
mikils breytileika innan tegunda. Hér er einnig að finna stofna og vistkerfi
sem hafa hátt verndargildi. Umsvif mannsins hafa haft mikil áhrif á nátt-
úru landsins og getur íslenskum tegundum stafað ógn af búsvæðaeyðingu,
ósjálfbærri nýtingu, mengun, loftslagsbreytingum og ágengum tegundum,
ýmist svæðisbundið eða á landsvísu. Ljóst er að mörg þúsund tegundir
hafa borist til Íslands af mannavöldum, en er að finna a.m.k. 135 fram-
andi tegundir í náttúru landsins. Sjö þeirra eru flokkaðar sem ágengar, þ.e.
minkur, alaskalúpína, skógarkerfill, spánarsnigill, hæruburst, húshumla
og búrabobbi. Margar aðrar tegundir gætu orðið ágengar, t.d. bjarnarkló,
ígulrós, stafafura, viðja og kanína. Ráðist hefur verið í aðgerðir gegn mink,
alaskalúpínu og skógarkerfli til takmarka tjón á lífríki. Mikilvægt er að
auka eftirlit með tegundum sem eru eða gætu orðið ágengar og koma á
fót viðbragðskerfi gegn ágengum tegundum. Styrkja þarf lagaumhverfi og
efla fyrirbyggjandi aðgerðir, svo sem með því að takmarka innflutning og
auka eftirlit með afdrifum nýrra tegunda. Væntanlega mun tjón af völdum
ágengra tegunda aukast til muna hérlendis með aukinni útbreiðslu þeirra,
en með vitundarvakningu, fræðslu, öflugu regluverki og samstilltu átaki er
mögulegt að ná góðum árangri gegn þeim.
Inngangur
Ísland er afskekkt úthafseyja í Norð-
ur-Atlantshafi. Við upphaf nýlífs-
aldar, fyrir um 30–60 milljónum ára,
var hún þó tengd bæði Ameríku- og
Evrópuflekunum. Sú landbrú hvarf
fullu fyrir um 20 milljónum ára og
Ísland hafði þannig verið einangruð
eyja um milljónir ára er síðasta ísöld
gekk í garð.1,2,3 Fyrir milljónum ára
var því líklega mjög fjölbreytt lífríki
finna hér4 en ýmislegt bendir til
þess að fáar tegundir hafi lifað af
síðasta kuldaskeið ísaldar og núver-
andi lífríki sé því að mestu yngra en
10 þúsund ára.5,6
Flestar upprunalegar tegundir
plantna, hryggleysingja og fugla á
Íslandi virðast eiga rætur sínar
rekja til Evrópu5,7,8,9 og finnast t.d.
um 97% íslenskra háplantna í Vestur-
Noregi. Yfir helmingur íslenskra
háplantna vex hringinn í kringum
Norðurheimskautið en víðáttumikið
útbreiðslusvæði er almennt ein-
kennandi fyrir arktísku flóruna.6
Landfræðileg einangrun, stuttur
landnáms- og þróunartími og norð-
læg hnattstaða hefur gert það
verkum að tegundafjölbreytni telst
ekki mikil hér á landi (1. tafla).6,10
Líffræðileg fjölbreytni gæti þó verið
meiri en einföld talning á tegundum
gefur til kynna, vegna mikils breyti-
leika innan tegunda.11,12,13 Eins og
oft vill verða á úthafseyjum eru hér
engin frosk- eða skriðdýr og ein-
ungis eitt landspendýr, tófan (Vulpes
lagopus), er upprunalegt.14
Á úthafseyjum víða um heim
hafa þróast einlendar tegundir, þ.e.
tegundir sem finnast hvergi annars
staðar. Til dæmis eru 89% af upp-
runalegri blómplöntuflóru Hawaii
einlendar tegundir.15 Engin háplöntu-
tegund er hins vegar almennt talin
einlend á Íslandi6 og eru einlendar
tegundir sjaldgæfar hér. Til þeirra
teljast tvær ferskvatnsmarflær,16,17
tvær mýflugutegundir og nokkrar
hverabakteríur.18r má þó finna
talsvert af séríslenskum deiliteg-
undum, t.d. íslensku hagamúsina
(Apodemus sylvaticus grandiculus)19
og íslenska stofna allnokkurra
Náttúrufræðingurinn 80 (3–4), bls. 84–102, 2010
Náttúrufræðingurinn
86
fuglategunda.20 Sennileg skýring á
því hve hér eru fáar einlendar teg-
undir er að þróunarfræðilega séð er
lífsaga Íslands mjög stutt, þ.e. aðeins
um 10 þúsund ár, en myndun nýrra
tegunda getur tekið þúsundir eða
milljónir ára,21 enda er almennt
litið svo á hátt hlutfall einlendra
tegunda endurspegli langa einangr-
un lífríkis.22 Rannsóknir á hornsíli
(Gasterosteus aculeatus) og bleikju
(Salvelinus alpinus) hér á landi gefa
þó til kynna að hafin sé tegunda-
myndun hjá þessum tegundum,
sem m.a. er knúin áfram af afar
breytilegum búsvæðum.12,13,23 Þrátt
fyrir fáar tegundir er íslenskt lífríki
því að mörgu leyti sérstakt og hafa
ákveðnir stofnar og vistkerfi hátt
verndargildi.
Landnám mannsins á Íslandi fyrir
rúmlega 11 öldum og afleiðingar af
gjörðum hans hafa sett mikið mark
á náttúru landsins. Frjókornagrein-
ingar sýna að láglendi var að miklu
leyti kjarri eða skógi vaxið við land-
nám.24,25 Eyðing skóga, búfjárbeit og
framræsla votlendis hefur haft áhrif
á útbreiðslu margra lífvera en tún,
valllendi og mólendi nútímans eru
í raun manngerð vistkerfi.26 Áætlað
hefur verið að 55–75% votlendis
á láglendi Íslands hafi verið ræst
fram27 og rúmlega helmingur gróð-
urþekjunnar og 95% af birkiskógum
hafi eyðst frá landnámi, aðallega
vegna beinna og óbeinna áhrifa
manna.18,28 Á válistum Náttúru-
fræðistofnunar Íslands, þ.e. skrám
yfir íslenskar lífverur sem eiga
undir högg að sækja, eru í útrým-
ingarhættu eða hefur verið útrýmt,
nú finna 32 tegundir varpfugla
(42% af heildarfjölda tegunda)20, 45
tegundir háplantna (9% af heildar-
fjölda tegunda, skv. endurskoðun
2008), 67 fléttutegundir (25% af
metnum tegundum), 74 mosateg-
undir (16% af heildarfjölda tegunda)
og 42 tegundir botnþörunga (18%
af heildarfjölda tegunda).29 Þá má
geta þess að á Íslandi er að finna
talsvert af arktískum tegundum sem
líklega munu eiga erfitt uppdráttar í
hlýnandi loftslagi. Á meginlöndum
er viðbúið að margar tegundir sem
1. tafla. Heildarfjöldi tegunda í völdum lífveruhópum á landi og í sjó innan 200 mílna
efnahagslögsögu Íslands. – The number of species within selected groups of organisms
found in and around Iceland.18
2. tafla. Ágengar eða mögulega ágengar framandi tegundir á Íslandi. – Invasive or potentially invasive alien species in Iceland
(NOBANIS, sept. 2010)
Framandi, ágengar tegundir – Alien invasive species
Hæruburst (Campylopus introexus)Spánarsnigill (Arion lusitanicus)
Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) Húshumla (Bombus lucorum)
Skógarkerll (Anthriscus sylvestris) Minkur (Neovison vison)
Búrasnigill (Physella acuta)
Framandi, mögulega ágengar tegundir – Alien potentially invasive species
Kílaveikibaktería (Aeromonas salmonicida)Hrókönd (Oxyura jamaicensis)
Hafkyrja (Codium fragile )Kanadagæs (Branta canadensis)
Bjarnarkló (Heracleum mantegazzianum)Taumgæs (Anser indicus)
Dúnmelur (Leymus mollis)Hnúðsvanur (Cygnus olor)
Ígulrós (Rosa rugosa) Svartsvanur (Cygnus atratus)
Sandfax (Bromus inermis)Brúnrotta (Rattus norvegicus)
Stafafura (Pinus contorta)Svartrotta (Rattus rattus)
Viðja (Salix myrsinifolia)Kanína (Oryctolagus cuniculus)
Skelormur (Terebrasabella heterouncinata)
LífveruhóparGroups of organisms Fjöldi tegunda
No. of species
Spendýr á landi og í sjó – Terrestrial and aquatic
mammals 26
Varpfuglar – Breeding birds 76
Fiskar í ferskvatni og í sjó – Freshwater and marine sh 340
Skordýr – Insects u.þ.b. 1.290
Áttfætlur (án mítla) – Arachnids (except mites) 96
Skeldýr – Shellsh u.þ.b. 500
Aðrir hryggleysingjar – Other invertebrates u.þ.b. 1.700
Háplöntur – Vascular plants 485
Mosar – Moss; bryophyte 606
Fléttur – Lichens 830
Þörungar – Algae 500
Sveppir – Fungi 1.880
87
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
aðlagaðar eru köldu loftslagi tapi í
samkeppni og hörfi fyrir suðlægari
tegundum. Full ástæða er því til að
standa vörð um arktískar tegundir
og gæti Ísland skipt miklu máli í því
sambandi vegna landfræðilegrar
einangrunar.30 Eins og í öðrum lönd-
um stafar íslenskum tegundum því
ógn af búsvæðaeyðingu, ósjálfbærri
nýtingu, mengun, loftslagsbreyting-
um og ágengum tegundum.31
3. tafla. Framandi tegundir á Íslandi, sem ekki teljast ágengar. – Alien species in Iceland that are not considered invasive
(NOBANIS, sept. 2010).
Ísland er þátttakandi í fjölmörg-
um alþjóðlegum samningum og
verkefnum um verndun líffræði-
legrar fjölbreytni. þar nefna
Samninginn um líffræðilega fjöl-
breytni (CBD), Bernarsamninginn
um verndun villtra dýra, plantna og
búsvæða í Evrópu, CAFF-verkefnið
(Conservation of Arctic Flora and
Fauna) um lífríkisvernd á norður-
slóðum og NOBANIS-verkefnið um
ágengar tegundir í Norður- og Mið-
Evrópu, sem miðar því að miðla
upplýsingum um og draga þannig
úr áhrifum framandi ágengra teg-
unda. Með aðild sinni að þessum
samningum og verkefnum hefur
Ísland skuldbundið sig til að varð-
veita þær tegundir og stofna sem
hér er finna og grípa til aðgerða
ef ógnir steðja að þeim.
HRYGGDÝR – VERTEBRATES Tryppauga (Tipula paludosa)Purpuraþistill (Cirsium helenioides)
Hnúðlax, bleiklax (Oncorhynchus gorbuscha)Túnsmiður (Trifolium hybridum)Randagin (Linaria repens)
Hreindýr (Rangifer tarandus)Varmasmiður (Carabus nemoralis)Randagras (Phalaris arundinacea)
Húsdúfa (Columba livia)Vorsveifa (Melangyna lasiophthalma)Rauðóki (Bonnemaisonia hamifera)
Mandarínönd (Aix galericulata) Rauðsmári (Trifolium pratense)
Regnbogasilungur (Oncorhynchus mykiss)PLÖNTUR OG ÞÖRUNGAR Rauðvingull (Festuca rubra ssp. rubra)
Roðaæmingi (Phoenicopterus chilensis)PLANTS AND ALGAE Regnfang (Tanacetum vulgare)
Akurar (Stellaria graminea)Rifsberjarunni (Ribes x pallidum)
HRYGGLEYSINGJAR – INVERTEBRATES Akurtvítönn (Lamium purpureum)Roðafíll (Pilosella aurantiaca)
Ánauga (Pollenia rudis)Axhnoðapuntur (Dactylis glomerata)Selja (Salix caprea)
Bakkasmiður (Anisodactylus binotatus)Beringspuntur (Deschampsia beringensis)Silfurhnappur (Achillea ptarmica)
Barrvefari (Zeiraphera griseana)Blóðmura (Potentilla erecta)Sitkagreni (Picea sitchensis)
Blaðuga (Lyciella rorida) Dagstjarna (Silene dioica)Síberíulerki (Larix sibirica)
Dvergsmiður (Trechus secalis)Dúnhafri (Avenula pubescens)Skógarsmári (Trifolium medium)
Froðutifa (Philaenus spumarius)Engjamunablóm (Myosotis scorpioides)Skógarsóley (Anemone nemorosa)
Garðhumla (Bombus hortorum)Flóajurt (Persicaria maculosa)Skógdalafíll (Geum macrophyllum)
Gljárani (Barypeithes pellucidus)Freyjubrá (Leucanthemum vulgare)Vallarfoxgras (Phleum pratense)
Haustfeti (Operophtera brumata)Garðablágresi (Geranium pratense)Varmadepla (Veronica persica)
Holugeitungur (Vespula vulgaris)Garðasól (Papaver croceum)Varpatvítönn (Lamium amplexicaule)
Húsageitungur (Vespula germanica)Garðhjálmgras (Galeopsis tetrahit)Völudepla (Veronica chamaedrys)
Húsamaur (Hypoponera punctatissima)Geitakál (Aegopodium podagraria)Þefjurt (Descurainia sophia)
Loðsveifa (Eristalis intricaria)Gráelri (Alnus incana)
Myglumölur (Nemapogon variatella)Haustlyng (Erica tetralix)SVEPPIR – FUNGI
Rauðhumla (Bombus hypnorum)Háliðagras (Alopecurus pratensis)Furusúlungur (Suillus luteus)
Roðageitungur (Vespula rufa)Hindber (Rubus idaeus)Lerkiskjalda (Tricholoma psammopus)
Sitkalús (Elatobium abietinum)Hlaðkolla (Matricaria matricarioides)Lerkisúlungur (Suillus grevillei)
Skartsmiður (Bembidion tetracolum)Hlíðableikja (Barbarea stricta)Matglætill (Lactarius deterrimus)
Skógfeti (Erannis defoliaria)Höfuðklukka (Campanula glomerata)Mýrasúlungur (Suillus avidus)
Skreiðaruga (Calliphora vomitoria)Höskollur (Sanguisorba alpina)Nautasúlungur (Suillus bovinus)
Skuggasmiður (Leistus terminatus)Kornasteinbrjótur (Saxifraga granulata)Rauðsúlungur (Suillus clintonianus)
Stráygla (Apamea remissa)Laugaburst (Campylopus pyriformis)Sandsúlungur (Suillus variegatus)
Trjágeitungur (Dolichovespula norwegica)Ljósatvítönn (Lamium album)Slímgumpur (Gomphidius glutinosus)
Trjákeppur (Otiorhynchus singularis)Mjúkmaðra (Galium mollugo)
Náttúrufræðingurinn
88
Í síðasta hefti Náttúrufræðingsins
voru ágengar tegundir og helstu
hugtök er þær varðar skilgreind.32
Fjallað var almennt um líffræði þeirra,
m.a. einkenni, stofnvaxtarferla og
afleiðingar fyrir aðrar tegundir, auk
aðgerða gegn þeim á heimsvísu.
Ísland hefur ekki farið varhluta af
áhrifum framandi og ágengra teg-
unda og verður hér leitast við
varpa ljósi á þær tegundir sem um
ræðir, ásamt einkennum þeirra og
stöðu í íslenskri náttúru.
Framandi tegundir á
Íslandi
Ljóst er að mörg þúsund tegundir
hafa flust til Íslands með mönnum
frá landnámi. Áætlað er að meira en
10 þúsund tegundir blómplantna og
byrkninga (að frátöldum stofublóm-
um) hafi verið fluttar hingað,33 21
landspendýrategund (að frátöldum
gæludýrum),34 a.m.k. 13 tegundir
og margir stofnar fugla og fiska (að
frátöldum gæludýrum) (Landbún-
aðarráðuneytið, munnl. uppl.) og
meira en 200 tegundir landhrygg-
leysingja (Erling Ólafsson, munnl.
uppl., 23.10.2008). Lítið er vitað
um fjölda innfluttra hryggleysingja
í ferskvatni og fjörum, eða fjölda
fléttna, þörunga, mosa, sveppa,
frumdýra, baktería og veira. Fjöldi
innfluttra tegunda segir þó ekki allt,
því einungis hluti þeirra tegunda
sem fluttar eru inn á nýtt svæði
sleppur út í náttúrulegt umhverfi og
nær fótfestu.t.d. 35
Á Íslandi hefur undanfarin ár
verið unnið að uppbyggingu gagna-
grunns um framandi og ágengar
tegundir í náttúru landsins, meðal
annars með þátttöku í áðurnefndu
NOBANIS-verkefni (www.nobanis.
org). Þeirri vinnu hefur verið stýrt
af Náttúrufræðistofnun Íslands, með
aðkomu sérfræðinga af mismunandi
sviðum og stofnunum. NOBANIS-
gagnagrunnurinn er samstarfs-
verkefni margra landa og nær yfir
Austurríki, Belgíu, Danmörku, Eist-
land, Finnland, Færeyjar, Grænland,
Holland, Írland, Ísland, Jan Mayen,
Lettland, Litháen, Noreg, Pólland,
evrópska hluta Rússlands, Slóvakíu,
3. mynd. Skipting framandi og ágengra tegunda á Norðurlöndum í helstu lífveruhópa. – The
division of alien and invasive species in major groups of organisms (NOBANIS, ágúst 2010).
2. mynd. Heildarfjöldi framandi tegunda á Norðurlöndum og flokkun þeirra eftir ágengni.
– Alien species in the Nordic countries and their invasiveness (NOBANIS, ágúst 2010).
1. mynd. Fjöldi framandi tegunda í íslenskri náttúru og skipting þeirra í flokka eftir ágengni
skv. gagnagrunni NOBANIS-verkefnisins. – The number of alien species found in Iceland,
classified according to invasiveness (NOBANIS, nóv. 2010).
89
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Svalbarða, Svíþjóð, Tékkland og
Þýskaland. Honum er ætlað að vera
lifandi, síbreytilegur gagnagrunnur,
þar sem stöðugt er unnið að endur-
skoðun og viðbót nýrra upplýsinga.
Enn vantar ákveðnar upplýsingar
fyrir sum lönd, svæði eða tegundir
en þrátt fyrir það er gagnagrunn-
urinn orðinn mikilvægt tól til
greina og yfirlit um stöðu framandi
tegunda á Íslandi og næsta nágrenni.
Samkvæmt skilgreiningu NOBANIS
er framandi lífvera tegund, undir-
tegund eða lægri flokkunareining
(svo sem afbrigði, kyn eða stofn),
þar með talið lífhlutar, kynfrumur,
fræ, egg eða dreifingarform sem
geta lifað af og fjölgað sér, sem menn
hafa flutt (viljandi eða óviljandi)
út fyrir sitt náttúrulega forna eða
núverandi útbreiðslusvæði.36
Samkvæmt gagnagrunninum er
finna að lágmarki 135 framandi
tegundir í náttúru Íslands (miðað
við uppgefnar tölur í nóvember
2010) (1. mynd) (2.–4. tafla). Þetta
eru álíka margar framandi tegundir
og finna má á Grænlandi og í Fær-
eyjum en mun færri en í Noregi,
Svíþjóð og Danmörku (2. mynd).
Þegar litið er til hópa lífvera eru
63% framandi tegunda á Íslandi
plöntur, þörungar og sveppir, 26%
hryggleysingjar og 11% hryggdýr.36
Miðað við nágrannalönd okkar virð-
ist hlutdeild dýra af heildarfjölda
4. mynd. Skipting þeirra framandi tegunda sem nú hafa náð fótfestu á Norðurlöndum
eftir því hvort þær bárust fyrir aldamótin 1900, á fyrri hluta 20. aldar eða eftir 1950. Upp-
lýsingar voru ekki tiltækar fyrir Noreg. The division of alien species in the Nordic coun-
tries according to the timing of their introduction. Information was not available for Norway
(NOBANIS, ágúst 2010).
framandi tegunda á Íslandi vera
heldur meiri en gengur og gerist (3.
mynd). Þetta endurspeglar ef til vill
landfræðilega einangrun Íslands og
erfiðleika dýra við berast hingað
af sjálfsdáðum, en einhverjar dýra-
tegundir sem hér teljast framandi
eru innlendar í nágrannalöndum
okkar, enda liggja náttúrulegir ferlar
að baki tilvist þeirra þar.
Sennilegasta skýringin á ólíkum
fjölda framandi tegunda á Norður-
löndum er mismunandi innflutn-
ingsþrýstingur, sem helst hefur ráð-
ist af mismiklum fólksfjölda og ólíku
aðgengi að löndunum í aldanna rás.
Þegar skoðaðar eru upplýsingar um
hvenær framandi tegundir bárust
til viðkomandi lands sést Ísland
sker sig talsvert úr. Hingað hafa 52%
framandi tegunda borist eftir 1950,
en í Danmörku, Svíþjóð og Finn-
landi er þetta hlutfall 14–22% og ef
litið er til allra NOBANIS-svæða
hafa 15% framandi tegunda borist
eftir 1950 (4. mynd). Á Íslandi hefur
4. tafla. Framandi tegundir á Íslandi sem ekki hafa verið flokkaðar með tilliti til mögulegrar ágengni. Alien species in Iceland that
have not been evaluated with regard to invasiveness (NOBANIS, sept. 2010).
Framandi, óflokkaðar tegundir – Alien uncategorized species
Alaskavíðir (Salix alaxensis)Sitkaelri (Alnus sinuata)
Alaskaösp (Populus trichocarpa)Síberíugrýta (Claytonia sibirica)
Apablóm (Mimulus guttatus)Spánarkerll (Myrrhis odorata)
Fjallakornblóm (Centaurea montana)Stormþulur (Senecio pseudo-arnica)
Garðalúpína (Lupinus polyphyllus)Tjarnasverðlilja (Iris pseudacorus)
Garðamaríustakkur (Alchemilla mollis)Vætudúnurt (Epilobium adenocaulon)
Hóffíll (Tussilago farfara)Þistill (Cirsium arvense)
Húnakló (Heracleum sphondylium) Hjartaskel (Cerastderma edule)
Kransar (Egeria densa)Sandskel (Mya arenaria)
Melahálmgresi (Calamagrostis epigeios)Birkikemba (Heringocrania unimaculella)
Sauðvingull (Festuca ovina)
Náttúrufræðingurinn
90
Minkur
Minkur (5. mynd) er lítið til meðal-
stórt rándýr af marðarætt, upp-
runnið í Norður-Ameríku. Hann var
fyrst fluttur til Íslands árið 1931 til
ræktunar vegna skinna en slapp
fljótlega úr haldi og breiddist hratt
út. Um 1975 hafði hann numið lág-
lendissvæði um land allt.39 Minkur
var fluttur til margra Evrópulanda
af sömu ástæðu og lifir nú villtur í
flestum löndum Norður-Evrópu auk
Frakklands, Spánar og hluta gömlu
Sovétríkjanna. Hann finnst einnig
villtur í Chile í Suður-Ameríku.40
Minkur er talinn hafa valdið tjóni á
lífríki mjög víða utan náttúrulegra
heimkynna og er meðal 100 verstu
ágengu tegunda í Evrópu37 og fjög-
urra verstu ágengu spendýrateg-
unda álfunnar.41
Minkur heldur sig að miklu leyti
við vatn, þangað sem hann sækir
stóran hluta fæðu sinnar. Steggir
(1,2 kg) eru u.þ.b. tvöfalt þyngri en
læður (0,6–0,7 kg). Minkurinn er
einfari sem ver óðal og sækist alla-
jafna ekki eftir samneyti við aðra
minka nema á fengitíma, þegar hver
steggur reynir að makast við sem
flestar læður. Dýrin ná kynþroska á
fyrsta vetri, og eru nær undantekn-
5. tafla. Fjöldi framandi tegunda á Norðurlöndum settur í samhengi við fólksfjölda og flatarmál viðkomandi lands. – Alien species in
the Nordic countries with regard to human population size and area of each country (NOBANIS, sept. 2010).
margar tegundir um ræðir og hvers
konar áhrif þær hafa eða gætu haft.
Samkvæmt gagnagrunni NOBANIS
voru í nóvember 2010 skráðar sjö
framandi ágengar tegundir á Íslandi
og 17 mögulega ágengar (1. mynd og
1. tafla). Þá hefur evrópskur sérfræð-
ingahópur hjá DAISIE (Delivering
Alien Invasive Species Inventories
for Europe) tekið saman lista yfir 100
verstu ágengu tegundirnar í Evrópu
(af 10.961 tegund) en á Íslandi finn-
ast 11 framandi tegundir sem ratað
hafa inn á þann lista, þ.e. bjarnarkló,
brúnrotta, hafkyrja, hrókönd, hæru-
burst, ígulrós, kanadagæs, kransarfi,
minkur, rauðflóki og spánarsnigill.37
Einnig hefur sérfræðingahópur GISD
(Global Invasive Species Database)
tekið saman lista yfir 100 verstu,
ágengu tegundirnar á heimsvísu,
en á meðal þeirra eru fjórar tegund-
ir sem teljast framandi á Íslandi:
holugeitungur, kanína, regnboga-
silungur og svartrotta.38 Þekktustu
ágengu tegundirnar hér á landi
eru án efa minkur, alaskalúpína og
skógarkerfill. Hér verður stiklað
á stóru um helstu einkenni þeirra
og hinna fjögurra tegundanna sem
flokkaðar eru sem ágengar hér á
landi: spánarsnigils, hæruburstar,
húshumlu og búrabobba.
verulegur innflutningur og dreifing
framandi tegunda því byrjað síðar
en í nágrannalöndum okkar. Vænt-
anlega endurspeglar þetta annars
vegar bættar samgöngur til lands-
ins og innanlands og hins vegar
breytingar á landnotkun Íslendinga
síðustu hálfa öldina með t.d. aukinni
skógrækt og fjölgun frístundahúsa.
Þegar fjöldi framandi tegunda er
settur í samhengi við íbúafjölda
kemur í ljós að á Íslandi eru næst-
um jafnmargar framandi tegundir
á hvern íbúa og í Danmörku og hér
eru fleiri ágengar tegundir á íbúa
en annars staðar á Norðurlöndum,
þótt Svíþjóð fylgi reyndar fast á eftir
(5. tafla). Þrátt fyrir að Íslendingar
virðist hafa verið seinni til flytja
inn mikið af framandi tegundum
hefur mikill innflutningur síðari ára
gert það að verkum að miðað við
íbúafjölda er Ísland á svipuðu róli og
þau af hinum norrænu löndunum
sem standa verst hvað þetta varðar.
Ágengar tegundir á
Íslandi
Úr því hér er finna fram-
andi tegundir vaknar sú spurning
hvort einhverjar þeirra séu ágengar
í íslenskri náttúru og þá hversu
Fjöldi framandi tegunda/10.000 íbúa
No. of alien species per 10.000 inhabitants
Fjöldi framandi tegunda/10.000 km²
No. of alien species per 10.000 km²
Danmörk 4,8 622,1
Ísland 4,2 13,1
Svíþjóð 2,2 46,4
Noregur 1,8 22,2
Finnland 0,4 7,1
Fjöldi ágengra tegunda/100.000 íbúa
No. of invasive species per 100.000 inhabitants
Fjöldi ágengra tegunda/10.000 km²
No. of invasive species per 10.000 km²
Ísland 2,2 0,7
Svíþjóð 2,2 4,6
Finnland 1,8 2,9
Danmörk 1,3 16,7
Noregur 0,6 0,7
91
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
ingarlaust allar læður ársgamlar og
eldri með fang vori. Meðalfjöldi
hvolpa við got er 6–7. Minkurinn er
fremur skammlífur, þar sem aðeins
um tíundi hluti dýra nær tveggja ára
aldri og hæsti skráði aldur er 7 ár.40
Neikvæð áhrif minks á lífríki
eru vegna afráns og samkeppni en
minkur er ósérhæfður í fæðuvali og
étur jafnan það sem er aðgengilegast
og algengast á hverjum stað og tíma.
Á Íslandi er fiskur uppistaðan í fæð-
unni stóran hluta ársins en að vori
og sumri eru fuglar mikilvægir, sér í
lagi ungar og egg.42,43,44 Það sem helst
einkennir þau dýr sem verða fyrir
neikvæðum áhrifum af afráni minks
er mikil skörun búsvæða við mink-
inn. Einkum verða fuglategundir
sem verpa í holum, á flothreiðrum
eða í þéttum vörpum í eyjum, þar
sem önnur landrándýr ná ekki til,
illa fyrir barðinu á minknum.
Erlendis hafa rannsóknir sýnt
að afrán minks hefur haft neikvæð
áhrif á máfa og þernur á skoskum
eyjum45 og á suma votlendisfugla,
t.d. sefhænur (Gallinula chloropus)
og bleshænur (Fulica atra).46
Í skerjagarði í Eystrasalti hafði
fækkun minka þær afleiðingar að
fuglalíf jókst og stofnar nagdýra
og froska (Rana temporaria) stækk-
uðu. Álka (Alca torda) og teista
(Cepphus grylle) höfðu horfið úr
eyjunum en námu land að nýju eftir
minkurinn hvarf.47 Afrán minks
hefur einnig valdið mikilli fækk-
un vatnsnörtu (Arvicola terrestris)
í Englandi.48 Minna er vitað um
áhrif minks á fiska en sýnt hefur
verið fram á talsverð neikvæð áhrif
minks á nýliðun laxfiska í norskum
lækjum, sérstaklega þar sem felu-
staðir voru fáir.49
Talið er mögulegt að minkurinn
hafi átt þátt í útdauða keldusvíns
(Rallus aquaticus) sem varpfugls hér-
lendis50 og fækkun flórgoða (Podi-
ceps auritus).51 Gríðarleg framræsla
votlendis hefur þó vafalaust auk-
ið mjög á vanda þessara tegunda.
Þá er talið að minkurinn hafi haft
áhrif á varpútbreiðslu og mögulega
einnig stofnstærð teistu, a.m.k. á
vestanverðu landinu.52 Einnig varð
breyting á varpútbreiðslu lunda
(Fratercula arctica)53 og sumra anda-
tegunda, t.d. við Mývatn, við komu
minksins.54 Minkur hefur líklega
frekar haft áhrif á útbreiðslu en
stofnstærð æðarfugls (Somateria
mollissima), en engu síður hafa
æðarræktendur iðulega orðið fyrir
fjárhagslegu tjóni vegna afráns
minks í æðarvarpi.55
Minkurinn á ekki í teljandi sam-
keppni við önnur dýr hér á landi, en
í Evrópu er aukin útbreiðsla hans
talin eiga stóran þátt í að evrópski
minkurinn (vatnavíslan, Mustela
lutreola) er í bráðri útrýmingarhættu,
þótt aðrir þættir spili þar inn í.56
Fljótt eftir að minkar sluppu út í
náttúruna hófust veiðar. Frá árinu
1949 hafa ríki og sveitarfélög borið
nær allan kostnað af þeim, sem að
núvirði nemur á annan milljarð
króna. Undanfarin ár hafa veiðst 5–7
þúsund minkar á ári og hefur árleg-
ur kostnaður ríkis og sveitarfélaga
verið um 40 milljónir. Stærð íslenska
minkastofnsins er óþekkt en fjöldi
dýra hleypur á mörgum þúsundum
haustlagi.57 Ef veiðitölur gefa
vísbendingu um þróun í stærð
minkastofnsins, þá virðist stofninn
hafa farið stækkandi allt til árs-
ins 2003 en minnkað nokkuð eftir
það vegna minnkaðrar frjósemi og
aukinna náttúrulegra vanhalda.58
Veiðar undanfarinna áratuga virðast
ekki hafa haft mikil áhrif á heildar-
stofnstærð en hafa að líkindum haft
verndandi áhrif, t.d. á fugla, a.m.k.
staðbundið.
Á árunum 2007–2009 stóð yfir til-
raunaverkefni umhverfisráðuneytis-
ins um svæðisbundna útrýmingu
minks á Snæfellsnesi og við Eyjafjörð,
þar sem könnuð voru áhrif þess
stórauka veiðisókn. Mink fækkaði
verulega á báðum svæðunum, sér-
staklega við Eyjafjörð, en útrýming
tókst ekki.58 Útrýming á landsvísu
væri æskileg en virðist vera nokkuð
fjarlægur möguleiki vegna kostn-
aðar við núverandi aðferðir. Ein af
forsendum útrýmingar væri bann
við minkaeldi.
5. mynd. Minkur. – A feral American mink (Neovison vison). Ljósm./Photo: Skarphéðinn
G. Þórisson.
Náttúrufræðingurinn
92
Alaskalúpína
Alaskalúpína (6. mynd) er hávaxin
(50–120 cm) fjölær jurt af belgjurta-
ætt, upprunnin í Norður-Ameríku.59
Hún var fyrst flutt til landsins
árið 1895 og hefur verið notuð til
landgræðslu hérlendis frá því um
miðbik 20. aldar.60,61 Alaskalúpína
hefur einnig verið flutt til Finnlands,
Grænlands, Noregs og Svíþjóðar
og flokkast sem mögulega ágeng í
Finnlandi og Noregi.36 Hér á landi
er hún mjög útbreidd og finnst víða
á láglendi þar sem land er friðað eða
sauðfjárbeit lítil.62
Belgjurtir hafa þann sérstaka
eiginleika að mynda í rótarhnýðum
sambýli við bakteríur af ættkvíslinni
Rhizobium, sem vinna köfnunarefni
úr andrúmsloftinu. Köfnunarefni í
jarðvegi getur þannig byggst upp
er plöntuleifar brotna niður.61 Þessi
eiginleiki gerir lúpínunni kleift
vaxa í hrjóstrugu landi án áburð-
argjafar og hefur henni þess vegna
verið ötullega dreift um landið frá
því um 1960.63 Hún fjölgar sér
aðallega með fræjum sem þroskast
eftir mitt sumar en fjölgun með rótar-
skotum er sjaldgæf. Fundist hefur
um 10 ára gömul lúpínuplanta með
meira en 100 stöngla en talið er
plantan geti orðið meira en 20 ára
við hagstæð skilyrði.64 Hver planta
með 25 stöngla getur myndað meira
en 2.000 fræ árlega.65 Þannig mynd-
ast fræbanki í jarðveginum sem
enst getur í mörg ár.66 Fræ dreifast
yfirleitt stutt, eða um 1–3 m frá
móðurplöntunni, nema þar sem
landi hallar eða rennandi vatn er
nálægt. Vísbendingar eru um að fræ
geti borist langar vegalengdir með
vatni, sterkum vindum og fuglum
en aðaldreifingarleiðin hefur samt
sem áður verið sáning manna.60
Alaskalúpínan myndar gjarnan
stórar, þéttar breiður og getur auð-
veldlega vaxið í næringarsnauðum
jarðvegi, svo sem á sendnum svæð-
um þar sem annar gróður á erfitt
uppdráttar. Hún er mun hávaxn-
ari en flestar innlendar plöntur og
hefur því forskot á þær bæði vegna
rótarsambýlisins og aðgangs
sólarljósi. Alaskalúpínan getur því
víða orðið ágeng á Íslandi.67 Með
niturbindingu breytir alaskalúpínan
efnasamsetningu jarðvegs og fellur
því í flokk ágengra plantna sem
valda hvað mestum vandamálum
á heimsvísu, vegna þess að þegar
þannig plöntur fara yfir gróið land
er ólíklegt hægt endur-
heimta fyrra gróðurfar.67,68,69
Þegar alaskalúpína tekur yfir
gróðurlendi koma nær undantekn-
ingarlaust fram neikvæð áhrif á teg-
undafjölbreytni.67 Í sumum gömlum
lúpínubreiðum hefur orðið gróður-
framvinda í áttina að graslendi eftir
15–25 ár, en einnig eru dæmi um
að breiður hafi óbreyttan þéttleika
lúpínu eftir 30 ára viðveru. Þar sem
lúpína hefur hörfað fyrir öðrum
tegundum koma helst elftingar og
hávaxnar blómjurtir í staðinn, t.d.
skógarkerfill, vallarsveifgras (Poa
pratensis), blásveifgras (Poa annua),
túnvingull (Festuca richardsonii),
brennisóley (Ranunculus acris),
túnfífill (Taraxacum spp.), túnsúra
(Rumex acetosa), blágresi (Geranium
sylvaticum), vallelfting (Equisetum
pratense), ætihvönn (Angelica arch-
angelica) og geithvönn (Angelica syl-
vestris).67 Þá er mögulegt að koma
upp birki (Betula pubescens) í slegn-
um lúpínubreiðum.70 Á auðnum
og víðáttumiklum melum, þar sem
engan eða sáralítinn gróður er að
finna, getur hún þó aukið til muna
lífmassa og tegundafjölbreytni.71,72
Ávallt skal hafa í huga að lúpína
breytir ásýnd lands til frambúðar.
Það er því ábyrgðarhluti að dreifa
henni og ættu menn einungis að
gera það vel athuguðu máli
og með langtímasjónarmið í huga,
bæði m.t.t. varðveislu líffræðilegrar
fjölbreytni og landgræðslu. Nauð-
synlegt er samþykki landeig-
anda og meta bæði jákvæðar og
6. mynd. Alaskalúpína. – Nootka lupin (Lupinus nootkatensis). Ljósm./Photo: Róbert A.
Stefánsson.
93
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
neikvæðar afleiðingar lúpínunnar.
Þá skal athuga hvaða gróðursam-
félög er að finna á svæðinu, á hvaða
stigi landeyðing er og hafa í huga
hvert sé lokatakmarkið með notkun
hennar, þ.e. hvaða landnýting er
fyrirhuguð á svæðinu.
Vegna neikvæðra áhrifa alaska-
lúpínu á gróðurfar og líffræðilega
fjölbreytni hafa Náttúrufræðistofn-
un Íslands og Landgræðsla ríkisins
lagt til í nýlegri skýrslu til umhverf-
isráðherra62 að henni verði eytt á
hálendi ofan við 400 metra yfir sjó
og í þjóðgörðum, auk þess sem
spornað verði við útbreiðslu hennar
á friðlýstum svæðum, á svæðum
sem enn eru að mestu laus við plönt-
una sem og nokkrum öðrum völd-
um svæðum; enn fremur að frekari
dreifing hennar verði takmörkuð
við skilgreind landgræðslusvæði.
Þá hafa ýmis sveitarfélög hafið eða
eru um það bil að hefja aðgerðir
gegn alaskalúpínu, t.d. Stykkis-
hólmsbær,73 Akureyrarkaupstaður,
Ísafjarðarbær og Seltjarnarneskaup-
staður. Aðgerðir gegn alaskalúpínu
geta verið sláttur, eitrun eða beit.62,73
Þar sem stórtækar aðgerðir gegn
alaskalúpínu eru sennilega rétt að
hefjast, er ómögulegt að segja til
um kostnaðinn af að halda henni
í skefjum. Helstu rök fyrir því að
nota plöntuna hafa jafnan verið
um sé að ræða ódýran og auðveldan
kost til landbóta, en ljóst er að þegar
ágengri plöntu er dreift af ásetningi
verður að gera ráð fyrir kostnaði við
að halda henni í skefjum eða upp-
ræta þar sem við á. Slíkan kostnað
þarf að taka með í hagkvæmniút-
reikninga á mismunandi kostum í
t.d. landgræðslu og skógrækt.
Skógarkerfill
Skógarkerfill (7. mynd) er stórvaxin
(0,3–1,5 m) planta af sveipjurtaætt
(líkt og hvannir), sem myndar allt
að tveggja metra djúpa stólparót.74
Hann er upprunninn í Evrópu og
tempraða belti Asíu en barst fyrst
til Íslands sem garðplanta árið 1927.
Skógarkerfill finnst víða á landinu
en virðist ekki hafa orðið ágengur
hér fyrr en tiltölulega nýlega.75,76
7. mynd. Skógarkerfill ná yfirhöndinni í alaskalúpínubreiðu í Esjuhlíðum. – Cow
Parsley (Anthriscus sylvestris), also known as wild chervil, invading a Nootka lupin
patch near Reykjavík. Ljósm./Photo: Róbert A. Stefánsson.
á líffræðilegri fjölbreytni.76,80 Líklegt
er að skógarkerfli fjölgi í nánustu
framtíð, sérstaklega á svæðum þar
sem jarðvegur hefur verið köfnunar-
efnisauðgaður, svo sem á aflögðum
túnum og í lúpínubreiðum.67,75
Erlendis hefur stundum reynst
erfitt hemja útbreiðslu skógar-
kerfils, en lítil reynsla er af eyðingu
hans hér á landi. Sláttur hefur lengi
verið notaður í Evrópu en reynst
misvel.74,79,80,81 Tilraunir til að eitra
fyrir skógarkerfil hafa verið gerð-
ar í Evrópu, Norður-Ameríku og
á Íslandi. Árangur hefur verið
misgóður því hann virðist þola vel
ýmiskonar plöntueitur.74,75 Reynt
hefur verið að hemja skógarkerfil við
Eyjafjörð, í Stykkishólmi og í eyjum
á Mývatni. Eins og með alaska-
lúpínu eru aðgerðir á landsvísu á
byrjunarstigi, en talið er æskilegt
takmarka útbreiðslu plöntunnar sem
mest og miða við sömu forgangs-
röðun svæða og þegar alaskalúpína
á í hlut.62
Tegundin er ágeng víða annars
staðar, m.a. í Norður-Ameríku.74
Kerfillinn getur verið fjölær75
en er oftast ein- eða tvíær. Hann
dreifir sér bæði með fræjum og
rótarskotum. Fræ þroskast frá
lokum júní til loka júlí en móð-
urplantan drepst venjulega lok-
inni blómgun.76 Ein planta getur
myndað 800–10.000 fræ en þau
dreifast yfirleitt ekki langt frá móð-
urplöntunni.74 Aðaldreifingarleið
plöntunnar hérlendis er því með
mönnum.75 Fræin lifa flest aðeins
einn vetur og er því ekki hætta
á langlífur fræforði myndist í
jarðvegi.77,78
Skógarkerfill hefur ekkert land-
græðslugildi og sækir sérstaklega í
nærringarríkan jarðveg. Þar sem
hann er hávaxinn og myndar
þéttar breiður, sem skyggja á og
hindra vöxt annarra plantna, getur
hann orsakað lélega gróðurbind-
ingu jarðvegs og þarafleiðandi
jarðvegseyðingu,79 auk rýrnunar
Náttúrufræðingurinn
94
Spánarsnigill
Spánarsnigill (8. mynd) er kuð-
ungslaus, brún- eða rauðleitur, 7–15
cm langur landsnigill af ættinni
Arionidae. Hann er upprunninn í
sunnanverðri Evrópu, aðallega á
Pýreneaskaga og í suðurhluta Frakk-
lands. Hann fannst fyrst á Íslandi í
ágúst 2003 og hefur sennilega borist
hingað með innflutningi plantna
eða jarðvegs.82 Eins og minkurinn er
hann á lista DAISIE yfir 100 verstu
ágengu tegundir Evrópu37 enda
hefur hann valdið miklum usla í
nágrannalöndum okkar.83
Spánarsnigill er tvíkynja, getur
frjóvgað sjálfan sig og lifir yfirleitt
í eitt ár. Á einu sumri getur hver
einstaklingur verpt um 400 eggjum,
yfirleitt í klösum með 20–30 eggjum,
sem komið er fyrir í jarðvegi eða
lífrænum leifum. Eggin klekjast á
3,5–5 vikum. Hann þolir illa þurrk
en þrífst aftur á móti mjög vel í raka
og finnst því aðallega á svæðum
með miklum gróðri, t.d. í skógum,
görðum og túnum.82,83 Helsta dreif-
ingarleið hans er með nnum,
þar hann ferðast ekki langar
vegalengdir af sjálfsdáðum. Spán-
arsnigillinn á fáa náttúrulega óvini,
en erlendis eru það helst greifingjar,
villisvín og broddgeltir sem væru
líklegir til að leggja sér hann til
munns.84 Slíkar tegundir er ekki að
finna hér á landi.
Spánarsnigill er mikið átvagl og
étur nánast allt lífrænt. Hann sækir
þó sérstaklega í jurtafæðu og getur
valdið miklu tjóni í skrautgörðum
og grænmetisrækt. Þannig hafa t.d.
jarðarberjaræktendur í Noregi misst
meira en helming uppskerunnar
vegna beitar spánarsnigils og dæmi
eru um neikvæð áhrif hans á
garða hafi lækkað fasteignaverð á
svæðum þar sem hann er algengur.83
Við hagstæð skilyrði getur hann náð
mjög miklum þéttleika. Til að mynda
vita menn dæmi þess að danskur
garðeigandi hafi safnað 10 þús-
und sniglum úr garði sínum á einu
sumri og ekki er óalgengt að fólk
tíni 100 snigla á nóttu.82 Vísbending-
ar eru um að stofnar upprunalegra
snigla eins og svartsnigils (Arion
ater) minnki á svæðum þar sem
spánarsnigillinn er í miklum þétt-
leika, sennilega vegna samkeppni
um fæðu en einnig mögulega vegna
þess að spánarsnigillinn getur étið
aðra snigla.83
Enn sem komið er virðist spán-
arsnigillinn hafa litla útbreiðslu hér
á landi en hann hefur þó fundist í
öllum landshornum.82,85 Mikilvægt
er að almenningur hafi þessa teg-
und í huga og komi dýrum sem vart
verður við til Náttúrufræðistofn-
unar Íslands eða næstu náttúrustofu,
bæði til hindra fjölgun hans hér
á landi og til að hægt sé að staðfesta
greiningu og fylgjast með útbreiðslu
hans.
Hæruburst
Hæruburst (9. mynd) er fjölær mosi
sem gjarnan myndar stórar, mjög
þéttar, 2–10 cm þykkar breiður, en
hver planta er yfirleitt á bilinu 0,5–5
cm að hæð.86n er upprunnin á
suðurhveli jarðar, nánar tiltekið í
S-Afríku, S-Ameríku, Ástralíu og
Nýja-Sjálandi. Hún finnst nú mjög
víða í Evrópu en sennilega barst hún
fyrst til Bretlands um 1940 og dreifð-
ist svo þaðan.87 Tegundarinnar varð
fyrst vart á Íslandi árið 1983 en hún
hefur breiðst hratt út og finnst núna
bæði á Norður- og Suðurlandi.86,88
Eins og minkur og spánarsnigill
telst hún til 100 verstu ágengu teg-
unda í Evrópu.37
Hæruburst fjölgar sér bæði með
myndun lítilla (10–14 μm)86 gróa,
sem hún framleiðir í stórum stíl,
og með dreifingu blaðbrota,88 en
sennilegast er hún hafi borist til
Norðurlanda sem gró. Bæði gró og
plöntubútar dreifast auðveldlega
með mönnum og öðrum dýrum.86
Hæruburst getur lagt undir sig
fjölbreytt vistkerfi í Evrópu en þau
eiga það flest sameiginlegt að þar
er tiltölulega lágvaxinn gróður og
næringarsnauður jarðvegur.86 Hún
getur orðið yfirgnæfandi í plöntu-
samfélögum sem áður voru rík að
fléttum og mosum en slík vistkerfi
hafa oft hátt verndargildi.89 Þá getur
hún í einhverjum tilfellum hindrað
fræspírun háplantna90 og valdið
breytingum á smádýralífi en hvort
um sig getur haft áhrif á fugla- og
spendýrategundir með því rýra
fæðuframboð og skjól.86,89 Á Ís-
landi virðist hún enn sem komið
er aðallega hafa haft áhrif á aðrar
mosategundir, sérstaklega á -
hitasvæðum, sem sumar hverjar eru
mjög sjaldgæfar.88,89
8. mynd. Spánarsnigill í Garðabæ. – Spanish slug (Arion lusitanicus) in Garðabær,
SW-Iceland. Ljósm./Photo: Erling Ólafsson.
95
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Hægt er að stemma stigu við -
ruburst staðbundið með því að þekja
hana sandi í nokkur ár, brenna hana
eða dreifa yfir hana salti. Tilraunir til
að fjarlægja hana eða eitra fyrir hana
hafa lítinn árangur borið.86
Húshumla
Hunangsflugan húshumla (10.
mynd) er mjög útbreidd um Evrópu
og Asíu, allt austur til Japans, og
vestanverða N-Ameríku,91 en er
algengust á norðlægum slóðum.92
Fyrsti fundarstaður hennar á Íslandi
var á höfuðborgarsvæðinu sumarið
1979. Hún dreifðist hratt um landið
og finnst nú á öllu láglendi og allt
upp í 600 m hæð, en sækir sér-
staklega í húsagarða, sumarbústaða-
lönd, blómlendi, kjarrlendi og skóg-
lendi.91,93 Hún flokkast ekki sem
framandi í nágrannalöndum okkar36
og hefur verið á undanhaldi víða
erlendis, eins og margir aðrir hun-
angsflugustofnar.94 Á Íslandi veitir
hún hins vegar móhumlu (Bombus
jonellus) og garðhumlu (B. hortorum)
harða samkeppni og telst því ágeng,
en garðhumla er nú því sem næst
horfin.91,95
Drottning húshumlunnar (19–22
mm) er áberandi stærri en þernur
(12–18 mm) og karldýr (16–18 mm).92
Hún vaknar af vetrardvala í kring-
um 20. apríl og gerir sér bú, oftast
í jörðu en einnig í vegghleðslum,
undir gólffjölum garðhúsa eða á
háaloftum.91 Þar hefur hún fram-
leiðslu þerna, sem sjá um fæðuöflun
og viðhald búsins.92 Á Íslandi er
húshumlan háð frjókornum og
safa úr víðireklum snemma vors,
sérstaklega viðju (Salix borealis) og
alaskavíði (S. alaxensis) sem blómg-
ast fyrst víðitegunda, en færir sig
síðan yfir á margar tegundir blóm-
plantna eftir því sem þær blómg-
ast.91 Í ágúst hefst framleiðsla nýrra
drottninga og karldýra, en þegar
haustar drepst gamla drottningin og
þernurnar. Eftir að hafa verið frjóvg-
aðar af karldýrunum leggjast nýju
drottningarnar í dvala í október.91,92
Væntanlega er fátt hægt gera
til stemma stigu við áhrifum
húshumlu á aðrar hunangsflugur
á Íslandi. Þekktasta dæmið um
ágenga hunangsflugu erlendis eru
neikvæð áhrif innfluttrar jarðhumlu
(Bombus terrestris) á aðrar hunangs-
flugur og gróðurfar í Ástralíu, Jap-
an og fleiri löndum en ekki hefur
verið reynt fara í aðgerðir gegn
henni.96 Þess skal getið að aukin út-
breiðsla og þéttleiki hunangsflugna
getur haft áhrif á frjóvgun plantna,
sérstaklega framandi plantna sem
vantað hefur frjóbera til
fótfestu og breiðast út.
9. mynd. Hæruburst myndar mosabreiðu við Gunnuhver á Reykjanesi. – Heath star-moss
(Campylopus introflexus) forming a moss carpet at Reykjanes, a high-temperature geo-
thermal area in south-western Iceland. Ljósm./Photo: Ásrún Elmarsdóttir, 07.2001.
10. mynd. Þerna húshumlu á Þingvöllum. – The drone of a white-tailed bumblebee
(Bombus lucorum). Ljósm./Photo: Erling Ólafsson.
Náttúrufræðingurinn
96
Búrabobbi
Búrabobbi, einnig nefndur búrasni-
gill (11. mynd), er allt að 13 mm
langur ferskvatnssnigill af ættinni
Physidae.97 Hann er upprunninn í
N-Ameríku98,99 en finnst nú á fersk-
vatnsbúsvæðum nánast um allan
heim. Búrabobbi er algengur í Evr-
ópu, Asíu, Ástralíu og Afríku, en þar
hefur hann margoft borist úr fiska-
búrum vegna gæludýrahalds.99,100
Hann er víða talinn ágengur, m.a.
vegna tjóns á efnahagslega mikil-
vægum plöntum í gróðurhúsum og
hefur valdið verulegum vandræðum
við hreinsun skólps, þar sem hann
getur gert lífrænar síur óvirkar.101 Þá
getur búrabobbi veitt öðrum tegund-
um vatnabobba samkeppni.100 Hann
virðist hafa borist út í íslenska nátt-
úru undir lok áttunda áratugarins
og fannst fyrst í Fossvogslæk, á þeim
tíma þegar vatni frá heimilum var
veitt út í lækinn. Síðar barst snigillinn
í tjarnir í Vatnsmýri og í Reykjavíkur-
tjörn, þar sem hann er algengur.
Hann hefur einnig fundist margoft
í Opnum í Ölfusi (Karl Skírnisson,
munnl. uppl., 24.09.2010).
Búrabobbi virðist geta lifað í mjög
fjölbreytilegu umhverfi og þolir vel
erfiðar aðstæður, svo sem mengun
og bæði hátt og lágt hitastig í til-
tölulegan stuttan tíma.99 Hann er
frjósamur, hefur mikla dreifigetu,
þar sem hann berst auðveldlega
með athöfnum manna, og virðist
eiga auðvelt með að aðlagast nýjum
umhverfisaðstæðum. Allir þessir
þættir eiga þátt í mikilli útbreiðslu
hans.100 Af löndum í Norður-Evr-
ópu hefur hann, auk Íslands, náð
fótfestu í Austurríki, Þýskalandi,
Póllandi og Svíþjóð. Ísland er þó
hið eina af þessum löndum þar sem
búrabobbi flokkast sem ágengur.36
Enn sem komið er virðist hann ekki
hafa haft teljandi neikvæð áhrif hér
á landi en ekki er útilokað að til-
koma tegundarinnar í íslenskt lífríki
geti valdið breytingum þegar fram
líða stundir (Karl Skírnisson, munnl.
uppl., 24.09.2010).
Ekki er ráðlegt að nota eitrun
gegn sniglinum vegna neikvæðra
hliðaráhrifa á annað lífríki. Hins
vegar hafa verið gerðar tilraunir til
að fækka honum með vatnaskortít-
unni Sphaerodema rusticum, sem er
afræningi á búrabobba.101 Þótt
aðferð gæti skilað árangri í skólp-
hreinsistöðvum erlendis kæmi hún
ekki til greina hér á landi.
Mögulega ágengar
tegundir á Íslandi
Fyrir utan þær tegundir sem fjallað
hefur verið um, og eru flokkaðar
sem ágengar á Íslandi, finnast hér
fjölmargar tegundir sem hæglega
gætu orðið ágengar þótt þær flokk-
ist ekki þannig þegar þetta er ritað.
Hafa þær verið settar í sérstakan
flokk og skilgreindar sem mögulega
ágengar tegundir (2. tafla).
Hegðun framandi tegundar í -
grannalöndum eða -svæðum getur
haft hvað best forspárgildi um það
hvort hún verði ágeng er hún nær
fótfestu á nýju svæði.(t.d. 102) Með
greiningum á gagnagrunni NOB-
ANIS (í ágúst 2010) sést að af 135
framandi tegundum á Íslandi hafa
35 orðið ágengar í a.m.k. einu öðru
NOBANIS-landanna (12. mynd).
Athyglisvert er að í þessum hópi
eru einhverjar framandi tegundir
sem á Íslandi eru hvorki flokkaðar
sem ágengar mögulega ágengar,
t.d. garðalúpína, geitakál, vætu-
dúnurt og rifsberjarunni, en hafa
allar orðið ágengar í a.m.k. helmingi
þeirra NOBANIS-landa þar sem
þær teljast framandi. Mikilvægt er
að fylgjast vel með öllum tegund-
unum í 2. töflu og á 12. mynd. Auk
tegunda sem nú þegar eru taldar
ágengar virðist þó mest hætta stafa
af bjarnarkló, ígulrós, kílaveiki-
bakteríu, stafafuru, brúnrottu, svar-
trottu, sandfaxi og kanínu, því þær
eru allar flokkaðar sem mögulega
ágengar hérlendis ásamt því
hafa orðið ágengar á háu hlutfalli
nágrannasvæða. Ástæða er til
vekja sérstaka athygli á bjarnarkló
og kanínu.
Bjarnarkló, stundum nefnd
tröllahvönn (13. mynd), kemur upp-
runalega frá vesturhluta Kákasus og
er mjög stórvaxin planta, oft 2–3 m á
hæð, en getur orðið allt að 4–5 m.103
Hún hefur víða orðið mjög ágeng
erlendis og telst meðal 100 verstu
ágengu tegunda í Evrópu.37 Bjarn-
arkló er enn sem komið er tiltölulega
sjaldgæf utan garða hérlendis en hef-
ur sýnt tilburði til að verða ágeng.104
Hún hefur verið flutt til landsins
sem garðplanta enda þykir stór
11. mynd. Ferskvatnssnigillinn búrabobbi í fiskabúri. – A European physa (Physella acuta)
in a fish tank. Ljósm./Photo: Jean Pierre Pointier.
97
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
og glæsilegur blómsveipur hennar
tilkomumikill. Fjölgunargeta teg-
undarinnar er gríðarleg, en jafn-
aði framleiðir hver planta um 20
þúsund fræ og fundist hafa plöntur
sem framleiða meira en 100 þúsund
fræ. Fræin geta auðveldlega borist á
ný svæði, t.d. með garðaúrgangi og
flutningi jarðvegs.103,105 Bjarnarkló
dregur úr líffræðilegri fjölbreytni
því mjög fáar plöntur geta vaxið
í skugga hennar.106,107 Hún getur
einnig haft alvarleg neikvæð áhrif á
heilsu manna þar sem í plöntusaf-
anum er að finna fjölda efna (t.d.
af flokki furocoumarina) sem gera
húðina ofurviðkvæma fyrir ljósi.
Berist safinn á húð manna í sólar-
ljósi geta á næstu dögum myndast
alvarleg og oft sársaukafull „bruna-
sár“ (roði og blöðrur), svokallað
ljósertiexem.105,108,109 Víða erlendis
hefur miklum fjárhæðum verið var-
ið í aðgerðir gegn þessari tegund. Til
að mynda er áætlað að kostnaður
opinberra aðila í Þýskalandi vegna
aðgerða gegn bjarnarkló meðfram
vegum og í þjóðgörðum, sem og
vegna slysa af völdum hennar, hafi
til ársins 2003 numið 10 milljónum
evra,110 sem er hærri fjárhæð en
sem íslenska ríkið og sveitarfélög
hafa sett í minkaveiðar frá upp-
hafi. Að svo stöddu er það aðeins
Stykkishólmsbær sem hafið hefur
skipulegar aðgerðir gegn bjarnarkló
í öllu sveitarfélaginu.73
Kanína (14. mynd) hefur orðið
mjög ágeng í mörgum löndum og
er m.a. á lista yfir 100 verstu ágengu
tegundir heims.38,111 Af nágranna-
löndum okkar er hún ágeng í Finn-
landi, Noregi og Svíþjóð, auk þess
sem hún er mögulega ágeng í Pól-
landi.36n getur valdið miklu tjóni
á lífríki og í landbúnaði, bæði vegna
beitaráhrifa, samkeppni, beinnar og
óbeinnar jarðvegseyðingar og fjölg-
unar í stofnum ágengra rándýra,
t.d. katta, sem éta kanínur en hafa
jafnframt neikvæð áhrif á aðrar teg-
undir bráðar.112,113 Í mörgum lönd-
um hefur verið reynt að útrýma eða
stjórna stofnstærð kanína, t.d. m
fyrirbyggjandi aðgerðum, veiðum,
notkun eiturefna og veirusmits, en
með misjöfnum árangri. Yfirleitt
hafa veiðar og eitrun skilað betri
árangri til langs tíma en notkun
líffræðilegra varna, t.d. sjúkdóma,
samkeppnistegunda eða rándýra.114
Á Íslandi lifa kanínur villtar eða
hálfvilltar á a.m.k. 15 stöðum og í
öllum landshlutum. Í einhverjum
tilfellum hafa þær valdið tjóni og
verið fjarlægðar,115 t.d. í Vestmanna-
eyjum.
Bæði bjarnarkló og kanína geta
mögulega valdið stórfelldu tjóni
á íslenskufríki,i þær dreifa
sér. Enn sem komið er hafa þær
takmarkaða útbreiðslu og ætti
12. mynd. Framandi tegundir á Íslandi sem orðið hafa ágengar í nágrannalöndunum. Reynsla nágrannaþjóða getur gefið vísbendingar
um það hvort tegund verður ágeng hér á landi. Þannig er unnt að meta hættu sem stafað getur af tegundinni á Íslandi út frá greiningu
á hlutfalli þeirra landa þar sem tegundin hefur orðið ágeng af heildarfjölda NOBANIS-landa sem hún er framandi (sjá tölur fyrir ofan
hverja súlu). Litirnir á súlunum sýna hvernig viðkomandi tegund er flokkuð á Íslandi. – Alien species in Iceland that have become inva-
sive in neighbouring countries. The likelihood of a given species becoming invasive in Iceland can be evaluated by the proportion of neigh-
bouring countries in which the species has become invasive (numbers above each pillar). The colours show how the species are currently
categorized with regard to invasiveness in Iceland. Latin names of species can be found in tables 2–4 (NOBANIS, ágúst 2010).
13. mynd. Bjarnarkló í Stykkishólmi.Giant
hogweed (Heracleum mantegazzianum)
at Stykkishólmur (W-Iceland). Ljósm./
Photo: Róbert A. Stefánsson
Náttúrufræðingurinn
98
því með skjótum og markvissum
aðgerðum vera hægt útrýma
þeim báðum með tiltölulega litlum
tilkostnaði. Mjög æskilegt er að það
verði gert tafarlaust.
Framtíðarhorfur og
viðbrögð
Erfitt er að spá fyrir um tjón af völd-
um ágengra eða mögulega ágengra
tegunda hérlendis eða gera sér grein
fyrir á hvaða stigi stofnvaxtar þær
séu.(sjá 32) Þó má gera ráð fyrir að
margar þeirra auki mjög útbreiðslu
sína frá því sem nú er, a.m.k. ef ekki
verður ráðist í aðgerðir til hefta
hana, sérstaklega ef veðurfar fer
hér hlýnandi (15. mynd). Einhverjar
framandi tegundir eru örugglega
enn í tregðufasa,(sjá 32) þar sem til-
tölulega stuttur tími er liðinn frá því
þær náðu fótfestu og tregðufasinn
er yfirleitt lengri á norðlægum en
suðlægum slóðum.116 Nauðsynlegt
er að koma á fót vöktunar- og við-
bragðskerfi um framandi tegundir,
með áherslu á þær tegundir sem
talið er hugsanlegt að séu eða gætu
orðið ágengar hér á landi. Þann-
ig væri hægt grípa til skjótra
aðgerða sýni tegund tilburði til
verða ágeng.
Spyrja má hvort meiri ógn geti
stafað af einum hópi lífvera en
öðrum. Ef litið er til nágrannalanda
okkar og skoðuð hlutföll helstu
lífveruhópa hjá framandi tegundum
annars vegar og ágengum tegundum
hins vegar sést athyglisverð almenn
tilhneiging í þá átt að hærra hlutfall
framandi hryggdýra verður ágengt
en framandi plantna, þörunga og
sveppa (3. mynd).36 Þótt þetta gæti
verið raunverulegur munur verður
þó hafa hugfast tregðufasinn
getur verið mun lengri hjá plöntum
en dýrum.116,117 Hugsanlega endur-
speglar þessi hlutfallslegi munur
því frekar lífsferla tegunda í viðkom-
andi hópi en tilhneigingu þeirra til
að verða ágengar. Þar að auki koma
neikvæð áhrif á lífríki yfirleitt fyrr
fram þegar hryggdýr, sérstaklega
rándýr, eiga í hlut. Þannig virð-
ast ágengar plöntur almennt hafa
útrýmt færri tegundum en ágeng
dýr, en aftur á móti er sennilega
talsverð „útrýmingarskuld“ á bak
við margar plöntur, þ.e. óorðinn
útdauði tegunda vegna áhrifa frá
plöntutegundum sem nú þegar eru
ágengar.117
Eins og önnur lönd í heiminum
stendur Ísland frammi fyrir því
nauðsynlegt geti orðið fara í
víðtækar aðgerðir gegn ágengum
tegundum. Þegar ákveða skal við-
brögð og forgangsraða mögulegum
aðgerðum er gagnlegt að hafa í huga
einkenni tegundarinnar sjálfrar og
eiginleika svæðisins sem hún er
að breiðast um. Skipta má slíkum
einkennum í ytri og innri þætti:
Ytri þættir. Hvers konar vistkerfi
er að finna á því svæði sem ágenga
tegundin er að breiðast um, m.t.t.
a) líffræðilegrar fjölbreytni, b) teg-
unda eða vistkerfa sem eru friðlýst,
á náttúruminjaskrá eða válistum,
eru sjaldgæf á svæðis-, lands- eða
heimsmælikvarða eða ábyrgðarteg-
undir, c) nytja, þ.e. hvort vistkerfið
eða tegundir sem þar er að finna feli
í sér tækifæri til tekjumyndunar eða
yndisauka, t.d. vegna ferðaþjónustu,
landbúnaðar, veiða eða útivistar, d)
ásýndar lands og landslagsheildar,
e) viðkvæmni jarðvegs og lífríkis
fyrir breytingum. Svæðum sem hafa
mikla líffræðilega fjölbreytni, eru
búsvæði ábyrgðartegunda eða sjald-
gæfra tegunda, fela í sér efnisleg eða
andleg verðmæti, mynda sérstakt
eða fagurt landslag eða landslags-
heild og eru viðkvæm fyrir breyt-
ingum, ætti að skipa framarlega í
forgangsröð aðgerðaáætlunar.
Innri þættir. Eðli þeirra mismun-
andi ágengu tegunda sem fengist
er við, þ.e. hvaða tegundum liggur
mest á eyða eða stjórna og hvar
skal byrja? a) Hversu mikil og hvers
konar áhrif hefur viðkomandi teg-
und á umhverfi sitt, annars vegar
m.t.t. þeirra ytri þátta sem nefndir
eru hér að framan og hins vegar
m.t.t. áhrifa á heilsufar manna? b)
Þéttleiki og útbreiðsla tegundarinn-
ar, þ.e. á hvaða skeiði stofnvaxtar
er tegundin, hversu víða hefur hún
dreift sér, er hægt að takmarka út-
breiðslu hennar v ákveðin svæði,
hversu líklegt er að tegundin dreifi
sér frekar í framtíðinni og hversu
líklegar til árangurs eru aðgerðir?
Tegund sem hefur eða gæti haft
talsverð neikvæð áhrif á umhverfi
sitt eða heilsufar manna, og er enn
fáliðuð eða með takmarkaða út-
breiðslu, ætti að skipa framarlega í
forgangsröð aðgerðaáætlunar.
Mikilvægt er að allir ofangreindir
þættir séu hafðir til hliðsjónar í
umræðu um fýsileika, ávinning og
möguleg vandkvæði aðgerða.
Eftir sem áður eru fyrirbyggjandi
aðgerðir gegn ágengum tegundum
ávallt ákjósanlegastar, bæði með til-
liti til umhverfisáhrifa og kostnaðar.
Því liggur beinast við að koma í veg
14. mynd. Kanína. – European rabbit (Oryctolagus cuniculus). Ljósm./Photo: Nigel Blake.
99
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
fyrir að slíkar tegundir séu fluttar
inn eða þeim dreift í náttúrunni. Þótt
framandi tegundir geti borist hing-
með almennum vöruflutningum
og ferðum manna eru helstu inn-
flutningsleiðir í dag sennilega með
kjölfestuvatni skipa og innflutningi
plantna til ýmissa nota. M nýrri
reglugerð um kjölfestuvatn118 hefur
vonandi verið dregið verulega úr
hættu á innflutningi nýrra sjávarlíf-
vera, en árangur af reglugerðinni er
hins vegar háður auknu eftirliti og
fræðslu. Innflutningur plantna eða
plöntuhluta, einkum vegna ýmiss
konar ræktunar, fer fram í allmikl-
um mæli. Viðbúið er að með slíkum
innflutningi komi ekki bara nýjar
plöntur heldur berist einnig ýmsar
aðrar lífverur með fyrir slysni.119
Landgræðsla og uppbygging
skóga á Íslandi geta verið mjög mik-
ilvæg verkefni, bæði til að koma í veg
fyrir gróður- og jarðvegseyðingu og
til að binda kolefni. Forsenda þess
að nota framandi tegundir í þessum
tilgangi ætti að vera að þær ógni ekki
innlendum tegundum og stofnum.
Notkun innlendra tegunda til land-
græðslu og skógræktar er því ávallt
öruggari kostur til lengri tíma litið
og þegar náttúruverndarsjónarmið
eru höfð að leiðarljósi.120,121 Einnig
skal hafa í huga beitarfriðun og
endurheimt votlendis getur skilað
góðum árangri til landbóta.122,123
Innflutningur og dreifing framandi
tegunda ætti því einungis að fara
fram vel ígrunduðu máli og
undangengnu ítarlegu áhættumati,
sama hver tilgangurinn er með inn-
flutningi þeirra.32 Lagaleg umgjörð
varðandi ágengar tegundir er mun
veikari hér á landi en í flestum öðr-
um þróuðum ríkjum (sjá t.d. yfirlit á
www.nobanis.org). Nú stendur hins
vegar yfir endurskoðun á ýmsum
lögum er snerta lífríki Íslands, m.a.
náttúruverndarlögum, og viðbúið
er að málefni framandi og ágengra
tegunda verði tekin til gagngerrar
endurskoðunar.
Lokaorð
Hér hefur verið stiklað á stóru um
framandi og ágengar tegundir á
Íslandi. Stuðst var við gagnagrunn
NOBANIS-verkefnisins en þar um
að ræða síbreytilegan gagnagrunn
sem enn er í vinnslu og stöðugri
mótun. Viðbúið er að tegundir fær-
ist milli flokka eftir því sem hegðun
þeirra í íslensku lífríki kemur betur
í ljós, og jafnframt munu tegundir
detta út úr gagnagrunninum ef þær
deyja út í íslenskri náttúru. Einnig
leiða því líkur fjöldi fram-
andi tegunda vanskráður, ann-
ars vegar vegna þess að þær hafi
verið hér svo lengi að við lítum á
þær sem íslenskar og hins vegar að
þær séu svo nýtilkomnar þær
hafi ekki enn ratað inn í grunn-
inn. Nokkur dæmi um tegundir
sem ekki eru í grunninum, en ættu
væntanlega heima þar samkvæmt
skilgreiningunni, eru: hagamús
(Apodemus sylvaticus) og húsamús
(Mus musculus),34 flundra (Platich-
thys flesus), sandrækja (Crangon cran-
gon),124 grjótkrabbi (einnig kallaður
klettakrabbi) (Cancer irroratus)125,126
og glærmöttull (Ciona intestinalis)125
(og Jörundur Svavarsson, munnl.
uppl., 24.11.2010), asparglytta (Phra-
tora vitellinae)127 og ryðhumla (Bom-
bus pascuorum),128 sagþang (Fucus
serratus),129,130 baldursbrá (Matri-
caria maritimum), njóli (Rumex longi-
folius), húsapuntur (Elytrigia repens)
og skriðsóley (Ranunculus repens)
(Þóra Ellen Þórhallsdóttir, munnl.
uppl., 24.11.2010). Þá geta kettir (Felis
catus) haft veruleg neikvæð áhrif á
náttúrulegt lífríki131 en þeir lifa hér
villtir og hálfvilltir í einhverjum mæli
(eigin athugun). Hér er ekki gerð
tilraun til að leggja mat á það hvort
framangreindar tegundir gætu orðið
ágengar, en þess má geta að kettir
og húsamýs eru á lista 100 verstu
ágengu tegunda heims.38
Af fenginni reynslu annarra
þjóða32 er ljóst að aukið eftirlit og
aðhald er forsenda þess að takmarka
megi sem mest tjón af völdum fram-
andi tegunda, hvort sem það er
líffræðilegt eða fjárhagslegt. Fram-
tíðin leiðir í ljós hvort okkur tekst að
stemma stigu við neikvæðum áhrif-
um ágengra tegunda hér á landi,
en með vitundarvakningu, fræðslu,
öflugu regluverki og samstilltu átaki
er mögulegt ná góðum árangri
til hagsbóta fyrir náttúru Íslands og
komandi kynslóðir.
15. mynd. Stofnar margra framandi tegunda á Íslandi eiga öllum líkindum eftir að
vaxa talsvert, en fjallað var um stofnvaxtarferla ágengra tegunda í síðasta hefti Náttúru-
fræðingsins.32 Hér sjá hvar nokkrar tegundir gætu mögulega verið staddar í stofn-
vaxtarferli sínu, en þekkingu þar á er verulega ábótavant hér á landi. – The distribution
and population size of many alien species will probably expand in the future. Knowledge
on the current range of many species in Iceland is very limited, but here is an approxima-
tion on where a few species might be situated in their expansion process.(see also 32) Latin
names of species can be found in table 2.
Náttúrufræðingurinn
100
Þak k ir
Fjöldi sérfræðinga hefur lagt sitt af mörkum til að byggja upp þekkingu um
ágengar tegundir og gagnagrunna eins og NOBANIS, DAISIE og GISD, sem
notaðir voru við ritun þessarar greinar. Er þeim öllum þakkað fyrir þeirra
framlag. Róbert A. Stefánsson, Páll Hersteinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir
og ónefndur ritrýnir lásu handrit og komu með gagnlegar ábendingar. Fyrir
það færi ég þeim bestu þakkir. Stykkishólmsbæ, Sigurði H. Magnússyni,
Kristínu Svavarsdóttur og fleirum er þakkað fyrir hvatningu til að sinna
málefnum ágengra tegunda. Ljósmyndurum þakka ég kærlega fyrir afnot af
ljósmyndum.
Hei m il d i r
Friedrich, W.L. & Leifur A. Símonarson 2002. The tertiary flora of Iceland 1. – a witness of a migration route between Europe and North America. Bls.
82 í: Proceedings of 6th European Paleobotany-Palynology Conference.
Grundt, H.H., Kjølner, S., Borgen, L., Rieseberg, L.H. & Brochmann, C. 2. 2006. High biological species diversity in the arctic flora. Proceedings
of the National Academy of Sciences of the United States of America
103. 972–975.
Þorleifur Einarsson 1991. Myndun og mótun lands. Mál og menning, 3. Reykjavík. 301 bls.
Páll Hersteinsson 2004. Spendýr á Íslandi og íslensku hafsvæði. Bls. 70–73 4. í: Íslensk spendýr (ritstj. Páll Hersteinsson). Vaka-Helgafell, Reykjavík.
Hafdís Hanna Ægisdóttir & Þóra Ellen Þórhallsdóttir 2005. Theories 5. on migration and history of the North-Atlantic flora: a review. Jökull
54. 1–16.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir 2010. Um tegundaauðgi og einkenni íslensku 6. flórunnar. Náttúrufræðingurinn 79. 102–110.
Árni Einarsson 1989. Áttfætlur. Rit Landverndar 9. 81–100.7. Erlendur Jónsson & Gísli Már Gíslason 1989. Vatnaskordýr. Bls. 113–137 8. í: Pöddur: Skordýr og áttfætlur (ritstj. Hrefna Sigurjónsdóttir & Árni
Einarsson). Rit Landverndar 9. Reykjavík.
Ævar Petersen 1998. Íslenskir fuglar. Vaka-Helgafell, Reykjavík. 312 bls.9. Anon. 2001. Biological diversity in Iceland. National report to the 10. Convention on Biological Diversity. Ministry for the Environment & The
Icelandic Institute of Natural History.
CAVM Team 2003. Circumpolar Arctic Vegetation Map. Scale 1:7.500.000. 11. Conservation of Arctic Flora and Fauna (CAFF) Map No.1. U.S. Fish and
Wildlife Service, Anchorage, Alaska.
Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, Sigurður S. Snorrason & Ritchie, M.G. 2007. 12. Morphological and genetic divergence of intralacustrine stickleback
morphs in Iceland: a case for selective differentiation? Journal of Evolu-
tionary Biology 20. 603–616.
Rakel Júlía Sigursteinsdóttir & Bjarni K. Kristjánsson 2005. Parallel evo-13. lution, not always so parallel: Comparison of small benthic charr, Salveli-
nus alpinus, from Grímsnes and Thingvallavatn, Iceland. Environmental
Biology of Fishes 74. 239–244.
Páll Hersteinsson, Nyström, V., Jón Hallur Jóhannsson, Björk Guðjóns-14. dóttir & Margrét Hallsdóttir 2007. Elstu þekktu leifar melrakka á
Íslandi. Náttúrufræðingurinn 76. 13–21.
Davis, S.S., Heywood, V.H., Herrera-MacBryde, O., Lobos, J.V. & 15. Hamilton, A.C. (ritstj.) 1994–1997. Centres of Plant Diversity. A Guide
and Strategy for their Conservation, I.–III. bindi. WWF & IUCN.
Jörundur Svavarsson & Bjarni K. Kristjánsson 2006. 16. Crangonyx islandicus
sp. nov., a subterranean freshwater amphipod (Crustacea, Amphipoda,
Crangonyctidae) from springs in lava fields in Iceland. Zootaxa 1365.
1–17.
Bjarni K. Kristjánsson & Jörundur Svavarsson 2004. Crymostygidae, a 17. new family of subterranean freshwater gammaridean amphipods
(Crustacea) recorded from subarctic Europe. Journal of Natural History
38. 1881–1894.
Umhverfisráðuneytið 2009. Umhverfi og auðlindir. Stefnum við í átt til 18. sjálfbærrar þróunar? Umhverfisráðuneytið. 61 bls.
Flowerdew, J.R. 1984. Woodmice and yellow-necked mice. The Mammal 19. Society, London. 24 bls.
Náttúrufræðistofnun Íslands 2000. Válisti 2. Fuglar. Náttúrufræðistofnun 20. Íslands.
Coyne, J.A. & Orr, H.A. 2004. Speciation. Sinauer Associates. 545 bls.21. Begon, M., Townsend, C.R. & Harper, J.L. 2006. Ecology: from individuals 22. to ecosystems. 4. útg. Blackwell Publishing. 738 bls.
Skúli Skúlason & Smith, T.B. 1995. Resource polymorphisms in verte-23. brates. TREE 10. 366–370.
Margrét Hallsdóttir 1987. Pollen analytical studies of human influence 24. on vegetation in relation to the Landnám tephra layer in Southwest Ice-
land. Lundqua thesis 18, Lund University, Department of Quaternary
Geology. 45 bls.
Margrét Hallsdóttir 1992. Gróðurfar fyrir landnám. Bls. 13–16 25. í: Ásýnd
Íslands, fortíð – nútíð – framtíð (ritstj. Hreggviður Norðdahl). Landvernd,
Reykjavík.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir 2001. Ásýnd landsins. Bls. 77–85 26. í: Ráðunauta-
fundur. Reykjavík.
Hlynur Óskarsson 1998. Framræsla votlendis á Vesturlandi. Bls. 121–130 27. í: Íslensk votlendi verndun og nýting (ritstj. Jón S. Ólafsson). Háskóla-
útgáfan, Reykjavík.
Umhverfisráðuneytið 2007. Vernd og endurheimt íslenskra birkiskóga. 28. Skýrsla og tillögur nefndar (Danfríður Skarphéðinsdóttir, Ása L. Aradóttir,
Bjarni Diðrik Sigurðsson, Þröstur Eysteinsson, Skúli Björnsson, Jón Geir
Pétursson, Borgþór Magnússon & Trausti Baldursson). Umhverfisráðu-
neytið, Reykjavík, 18 bls.
Náttúrufræðistofnun Íslands 1996. Válisti 1. Plöntur. Náttúrufræðistofnun 29. Íslands.
ACIA 2004. Impacts of a Warming Arctic: Arctic Climate Impact Assess-30. ment. Cambridge University Press. 144 bls.
Umhverfisráðuneytið 2008. Líffræðileg fjölbreytni. Stefnumörkun 31. Íslands um framkvæmd Samningsins um líffræðilega fjölbreytni.
Umhverfisráðuneytið, Reykjavík. 27 bls.
Menja von Schmalensee 2010. Vágestir í vistkerfum – fyrri hluti. Stikl32. á stóru um framandi ágengar tegundir. Náttúrufræðingurinn 80. 15–26.
Eyþór Einarsson 1997. Aðfluttar plöntutegundir á Íslandi. Bls. 11–15 33. í:
Nýgræðingar í flórunni: innfluttar plöntur, saga, áhrif, framtíð. Ráð-
stefna Félags garðyrkjumanna 21. og 22. febrúar.
Páll Hersteinsson (ritstj.) 2004. Íslensk spendýr. Vaka-Helgafell, Reykjavík. 34. 344 bls.
Williamson, M. 1996. Biological Invasions. Chapman & Hall, London. 35. 244 bls.
NOBANIS 2010. European network on invasive alien species. www.36. nobanis.org.
DAISIE 2010. Delivering Alien Invasive Species Inventories for Europe. 37. www.europe-aliens.org. 100 of the worst.
Summary
Ecosystems in peril, part two:
Alien and invasive species in
Iceland
Iceland is an isolated island in the North-
Atlantic Ocean. Most of the indigenous
species originate in Europe but species
diversity is generally considered low.
However, biological diversity is probably
higher than the number of species indi-
cates, due to high variation within spe-
cies, and several populations and ecosys-
tems have a high conservation value.
Since their colonization 11 centuries ago,
humans have had a great influence on
the island’s biota. Current threats to na-
ture include habitat destruction, unsus-
tainable utilization, global change, pollu-
tion and invasive species. Several
thousand species have been imported to
Iceland, but currently at least 135 alien
species can be found in natural habitats,
of which seven are invasive: American
mink (Neovison vison), Nootka lupin
(Lupinus nootkatensis), cow parsley
(Anthriscus sylvestris), Spanish slug (Arion
lusitanicus), heath star-moss (Campylopus
introflexus), white-tailed bumblebee
(Bombus lucorum) and European physa
(Physella acuta). In addition, several spe-
cies pose a possible threat, such as giant
hogweed (Heracleum mantegazzianum),
rugosa rose (Rosa rugosa), lodgepole pine
(Pinus contorta), dark-leaved willow
(Salix myrsinifolia) and European rabbit
(Oryctolagus cuniculus). In order to limit
damage, control measures have been
taken against American mink, Nootka
lupin and cow parsley although to a dif-
ferent extent. The negative impact of in-
vasive alien species is expected to in-
crease. Therefore, preventive measures,
sufficient surveillance systems, reaction
plans, and reinforced regulations are im-
portant. With increased public aware-
ness and joint forces, the negative impact
of alien species can certainly be reduced.
101
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
GISD 2010. Global Invasive Species Database. www.invasivespecies.net. 38. 100 of the World’s Worst Invasive Alien Species.
Karl Skírnisson & Ævar Petersen 1980. Minkur. Bls. 80–94 39. í: Villt spendýr.
Rit Landverndar 7, Reykjavík.
Karl Skírnisson, Róbert A. Stefánsson & Menja von Schmalensee 2004. 40. Minkur. Bls. 88–97 í: Íslensk spendýr (ritstj. Páll Hersteinsson). Vaka-
Helgafell, Reykjavík.
Nentwig, W., Kuhnel, E. & Bacher, S. 2009. A generic impact-scoring 41. system applied to alien mammals in Europe. Conservation Biology 24.
302–311.
Karl Skírnisson 1979. Fæðuval minks í Grindavík. Náttúrufræðingurinn 42. 49. 194–203.
Karl Skírnisson 1980. Fæðuval minks við Sogið. Náttúrufræðingurinn 50. 43. 46–56.
Róbert Arnar Stefánsson 2000. Ferðir og fæða íslenska minksins (44. Mustela
vison). Ritgerð til meistaranáms í líffræði. Háskóli Íslands, Reykjavík. 301
bls.
Clode, D. & Macdonald, D.W. 2002. Invasive predators and the conser-45. vation of island birds: the case of American mink Mustela vison and terns
Sterna spp. in the Western Isles, Scotland. Bird Study 49. 118–123.
Ferreras, P. & Macdonald, D.W. 1999. The impact of American mink 46. Mustela vison on water birds in the upper Thames. Journal of Applied
Ecology 36. 701–708.
Banks, P.B., Nordström, M., Ahola, M., Salo, P., Fey, K. & Korpimäki, E. 2008. 47. Impacts of alien mink predation on island vertebrate communities of the
Baltic Sea Archipelago: review of a long-term experimental study. Boreal
Environment Research 13. 3–16.
Macdonald, D. & Strachan, R. 1999. The Mink and the Water Vole: 48. Analyses for Conservation. Wildlife Conservation Research Unit. 161 bls.
Heggenes, J. & Borgstrøm, R. 1988. Effect of mink, 49. Mustela vison Schre-
ber, predation on cohorts of juvenile Atlantic salmon, Salmo salar L., and
brown trout, S. trutta L., in three small streams. Journal of Fish Biology
33. 885–894.
Kristinn H. Skarphéðinsson 1998. Keldusvínið – fórnarlamb framræslu 50. og minks. Bls. 193–196 í: Íslensk votlendi; verndun og nýting (ritstj. Jón
S. Ólafsson). Háskólaútgáfan, Reykjavík.
Ólafur K. Nielsen 1998. Hrun flórgoðastofnsins á Íslandi. Bls. 197–20551. í:
Íslensk votlendi; verndun og nýting (ritstj. Jón S. Ólafsson). Háskólaút-
gáfan, Reykjavík.
Jón Hallur Jóhannsson & Björk Guðjónsdóttir 2007. Áhrif minks á 52. teistuvarp á Ströndum. Náttúrufræðingurinn 76. 29–36.
Kristinn B. Gíslason 1995. Þegar minkurinn nam land í Breiðafjarðareyj-53. um og afleiðingar þess. Breiðfirðingur 53. 53–58.
Arnþór Garðarsson 1991. Fuglalíf við Mývatn og Laxá. Bls. 279–31954. í:
Náttúra Mývatns (ritstj. Arnþór Garðarsson & Árni Einarsson). Hið
íslenska náttúrufræðifélag, Reykjavík.
Jónas Jónsson 2001. Hættur og vanhöld. Bls. 149–16555. í: Æðarfugl og
æðarrækt á Íslandi (ritstj. Jónas Jónsson). Mál og mynd, Reykjavík.
Amstislavsky, S., Lindeberg, H., Aalto, J. & Kennedy, M.W. 2008. Conser-56. vation of the European mink (Mustela lutreola): Focus on reproduction
and reproductive technologies. Reproduction in Domestic Animals 43.
502–513.
Róbert A. Stefánsson, Menja von Schmalensee, Kristinn Haukur Skarp-57. héðinsson, Björn Hallbeck & Páll Hersteinsson 2008. Stofnstærð og van-
höld minks á Snæfellsnesi 2006–2007. Niðurstöður fyrri rannsóknar
vegna tilraunaverkefnis umhverfisráðuneytisins um svæðisbundna
útrýmingu minks. Fjölrit Náttúrustofu Vesturlands 14. 24 bls.
Páll Hersteinsson & Róbert A. Stefánsson 2010. Minkaveiðiátak í Eyja-58. firði og á Snæfellsnesi 2007–2009. Óbirt frumskýrsla um árangur verk-
efnisins. Skýrsla unnin fyrir umsjónarnefnd tilraunaverkefnis um svæð-
isbundna útrýmingu minks. 55 bls.
Fremstad, E. & Elven, R. 2004. Perennial lupins in Fennoscandia. Bls. 59. 178–183 í: Wild and cultivated lupins from the tropics to the poles. Pro-
ceedings of the 10th International Lupin Conference, Laugarvatn, Iceland,
19–24 June 2002 (ritstj. Santen, E.v. & Hills, G.D.). International Lupin
Association, Canterbury, New Zealand.
Borgþór Magnússon 2006. NOBANIS – Invasive Alien Species Fact 60. Sheet – Lupinus nootkatensis. From: Online Database of the North Euro-
pean and Baltic Network on Invasive Alien Species – NOBANIS www.
nobanis.org (skoðað 10.05.2010).
Sigurður Arnarson 2009. Belgjurtir í skógrækt á Íslandi: I. hluti. Skóg-61. ræktarritið 2009 (1). 14–23.
Náttúrufræðistofnun Íslands & Landgræðsla ríkisins 2010. Alaskalúpína 62. og skógarkerfill á Íslandi: Útbreiðsla, varnir og nýting. Skýrsla til umhverfis-
ráðherra. Náttúrufræðistofnun Íslands og Landgræðsla ríkisins. 31 bls.
Borgþór Magnússon 2003. Hvenær var lúpínan flutt til Íslands og hver var 63. tilgangurinn? Vísindavefur Háskóla Íslands (spyrjandi Helgi Jósepsson).
Borgþór Magnússon, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Sigurður H. Magnússon 64. & Snorri Baldursson 1995. Vöxtur og uppskera alaskalúpínu. Bls. 9–27 í:
Líffræði alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) (ritstj. Borgþór Magnússon).
Fjölrit RALA 178.
Snorri Baldursson 1995. Frjóvgun og fræsetning alaskalúpínu. Bls. 38–4365.
í: Líffræði alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) (ritstj. Borgþór Magnússon).
Fjölrit RALA 178.
Bjarni Diðrik Sigurðsson & Borgþór Magnússon 2004. Seed ecology of 66. the Nootka lupin (Lupinus nootkatensis) in Iceland. Bls. 195–198 í: Wild
and cultivated lupins from the tropics to the poles. Proceedings of the
10th International Lupin Conference, Laugarvatn, Iceland, 19–24 June
2002 (ritstj. Santen, E.v. & Hills, G.D.). International Lupin Association,
Canterbury, New Zealand.
Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon & Bjarni D. Sigurðsson 2003. 67. Áhrif alaskalúpínu á gróðurfar. Náttúrufræðingurinn 71. 98–111.
Raizada, P., Raghubanshi, A.S. & Singh, J.S. 2008. Impact of invasive alien 68. plant species on soil processes: a review. Proceedings of the National
Academy of Sciences India Section B-Biological Sciences 78. 288–298.
Scherer-Lorenzen, M., Venterink, H.O. & Buschmann, H. 2008. Nitrogen 69. enrichment and plant invasions: the importance of nitrogen-fixing
plants and anthropogenic eutrophication. Bls. 163–180 í: Biological Inva-
sions (ritstj. Nentwig, W.). Springer, Berlin.
Ása L. Aradóttir 2000. Birki og lúpína – samkeppni eða samvinna. Skóg-70. ræktarritið 2000 (1). 49–57.
Hólmfríður Sigurðardóttir 2004. Ánamaðkar og niðurbrot sinu í lúpínu-71. breiðum. Náttúrufræðingurinn 72. 13–19.
Tómas G. Gunnarsson & Guðný H. Indriðadóttir 2009. Effects of sand-72. plain revegetation on avian abundance and diversity at Skogarsandur and
Myrdalssandur, South-Iceland. Conservation Evidence 6. 98–104.
Menja von Schmalensee & Róbert A. Stefánsson 2009. Ágengar plöntur í 73. Stykkishólmi: Útbreiðsla alaskalúpínu, skógarkerfils, spánarkerfils og
bjarnarklóar og tillögur um mótvægisaðgerðir. Fjölrit Náttúrustofu
Vesturlands 15. 31 bls.
Darbyshire, S.J., Hoeg, R. & Haverkort, J. 1999. The biology of Canadian 74. weeds. 111. Anthriscus sylvestris (L.) Hoffm. Canadian Journal of Plant
Science 79. 671–682.
Sigurður H. Magnússon 2006. NOBANIS – Invasive Alien Species Fact 75. Sheet Anthriscus sylvestris. From: Online Database of the North Euro-
pean and Baltic Network on Invasive Alien Species – NOBANIS www.
nobanis.org. 10 bls. (skoðað 12.06.2010).
Sigurður H. Magnússon, Ingvar Björnsson & Bjarni E. Guðleifsson 2006. 76. Skógarkerfill – ágeng jurtategund í íslenskri náttúru. Bls. 410–415 í:
Fræðaþing landbúnaðarins. Bændasamtök Íslands, Reykjavík.
Berge, G. & Hestmark, G. 1997. Composition of seed banks of roadsides, 77. stream verges and agricultural fields in southern Norway. Annales
Botanici Fennici 34. 77–90.
Thompson, K., Bakker, J.P. & Bekker, R.M. 1997. The Soil Seed Bank of 78. Northwest Europe: Methodology, Density and Longevity. Cambridge
University Press, Cambridge. 276 bls.
Vanmierlo, J.E.M. & Vangroenendael, J.M. 1991. A population-dynamic 79. approach to the control of Anthriscus sylvestris (L.) Hoffm. Journal of
Applied Ecology 28. 128–139.
Hansson, M.L. & Persson, T.S. 1994. 80. Anthriscus sylvestris – a growing
conservation problem. Annales Botanici Fennici 31. 205–213.
Parr, T.W. & Way, J.M. 1988. Management of roadside vegetation: the 81. long-term effects of cutting. Journal of Applied Ecology 25. 1073–1087.
María Ingimarsdóttir & Erling Ólafsson 2005. Spánarsnigill finnst á 82. Íslandi, því miður … Náttúrufræðingurinn 73. 75–78.
Weidema, I. 2006. NOBANIS – Invasive Alien Species Fact Sheet – 83. Arion
lusitanicus. Online Database of the North European and Baltic Network
on Invasive Species – NOBANIS www.nobanis.org. 10 bls. (skoðað
10.05.2010).
Proschwitz, T.v. & Winge, K. 1994. Iberiaskogsnegl – en art på spredning 84. i Norge. Fauna 47. 195–203.
Anon. 2008. Spánarsniglar á faraldsfæti 2008. Frétt á vef Náttúrufræði-85. stofnunar Íslands. www.ni.is, 4. sept. 2008.
Klinck, J. 2010. NOBANIS – Invasive Species Fact Sheet – 86. Campylopus
introflexus. From: Online Database of the North European and Baltic
Network on Invasive Species – NOBANIS www.nobanis.org (skoðað
12.06.2010).
Hassel, K. & Soderstrom, L. 2005. The expansion of the alien mosses 87. Orthodontium lineare and Campylopus introflexus in Britain and continental
Europe. Journal of the Hattori Botanical Laboratory. Bls. 183–193.
Bergþór Jóhannsson 2003. Íslenskir mosar. Skrár og viðbætur. Fjölrit 88. Náttúrufræðistofnunar Íslands. 135 bls.
Weidema, I. 2006. NOBANIS – Invasive Species Fact Sheet – 89. Campylopus
introflexus. Online Database of the North European and Baltic Network on
Invasive Species – NOBANIS www.nobanis.org. 9 bls. (skoðað 12.06.2010).
Equihua, M. & Usher, M.B. 1993. Impact of carpets of the invasive 90. moss Campylopus introflexus on Calluna vulgaris regeneration. Journal
of Ecology 81. 359–365.
Erling Ólafsson 2009. Húshumla – 91. Bombus lucorum (Linnaeus, 1761).
Vefur Náttúrufræðistofnunar Íslands. http://www.ni.is/poddur/natt-
ura/poddur/nr/1058 (skoðað 23.09.2010).
Anon. 2010. White-tailed bumblebee (92. Bombus lucorum). ARKive. Images
of life on earth. www.arkive.org (skoðað 23.09.2010).
Prys-Jones, O.E., Erling Ólafsson & Kristján Kristjánsson 1981. The Ice-93. landic bumble bee fauna (Bombus Latr. Apidae) and its distributional
ecology. Journal of Apicultural Research 20. 189–197.
Fitzpatrick, Ú., Murray, T.E., Paxton, R.J., Breen, J., Cotton, D., Santorum, 94. V. & Brown, M.J.F. 2007. Rarity and decline in bumblebees – A test of
Náttúrufræðingurinn
102
causes and correlates in the Irish fauna. Biological Conservation 136.
185–194.
Anon. 2010. Hunangsflugur hringja inn vorið. Vefur Náttúrufræðistofn-95. unar Íslands. www.ni.is (skoðað 23.09.2010).
Dafni, A., Kevan, P., Gross, C.L. & Goka, K. 2010. 96. Bombus terrestris, pol-
linator, invasive and pest: An assessment of problems associated with its
widespread introductions for commercial purposes. Applied Entomology
and Zoology 45. 101–113.
Taylor, D.W. 2003. Introduction to physidae (Gastropoda: Hygrophila); 97. biogeography, classification, morphology. Revista De Biologia Tropical
51 (suppl. 1). 1–287.
Dillon, R.T., Wethington, A.R., Rhett, J.M. & Smith, T.P. 2002. Popula-98. tions of the European freshwater pulmonate Physa acuta are not repro-
ductively isolated from American Physa heterostropha or Physa integra.
Invertebrate Biology 121. 226–234.
Semenchenko, V., Laenko, T. & Razlutskij, V. 2008. A new record of the 99. North American gastropod Physella acuta (Draparnaud 1805) from the
Neman River Basin, Belarus. Aquatic Invasions 3. 359–360.
Albrecht, C., Kroll, O., Terrazas, E.M. & Wilke, T. 2009. Invasion of 100. ancient Lake Titicaca by the globally invasive Physa acuta (Gastropoda:
Pulmonata: Hygrophila). Biological Invasions 11. 1821–1826.
Aditya, G. & Raut, S.K. 2002. Predation potential of the water bugs 101. Sphaerodema rusticum on the sewage snails Physa acuta. Memorias Do
Instituto Oswaldo Cruz 97. 531–534.
Hayes, K.R. & Barry, S.C. 2008. Are there any consistent predictors of 102. invasion success? Biological Invasions 10. 483–506.
Nielsen, C., Ravn, H.P., Nentwig, W. & Wade, M. (ritstj.) 2005. The Giant 103. Hogweed Best Practice Manual. Guidelines for the management and
control of an invasive weed in Europe. Forest & Landscape, Hoersholm,
Denmark. 44 bls.
Kristbjörn Egilsson & Guðmundur Guðjónsson 2009. Ágengar tegundir 104. á Laugarnesi, Reykjavík. Óbirt minnisblað til Birgittu Spur, safnstjóra.
Náttúrufræðistofnun Íslands. 18 bls.
Klingenstein, F. 2007. NOBANIS – Invasive Alien Species Fact Sheet 105. Heracleum mantegazzianum. From: Online Database of the North Europe-
an and Baltic Network on Invasive Alien Species – NOBANIS www.
nobanis.org. 14 bls. (skoðað 10.05.2010).
Otte, A. & Franke, R. 1998. The ecology of the Caucasian herbaceous 106. perennial Heracleum mantegazzianum Somm. et Lev. (Giant Hogweed) in
cultural ecosystems of Central Europe. Phytocoenologia 28. 205–232.
Thiele, J. & Otte, A. 2006. Analysis of habitats and communities invaded 107. by Heracleum mantegazzianum Somm. et Lev. (Giant Hogweed) in
Germany. Phytocoenologia 36. 281–320.
Drever, J.C. & Hunter, J.A.A. 1970. Hazards of Giant Hogweed. British 108. Medical Journal 3. 109.
Magnús Jóhannsson 1996. Risahvannir og fleiri eitraðar jurtir. Eru 109. hættulegar jurtir allt í kringum okkur? http://www3.hi.is/~magjoh/
almfr/eitran/risahvan.htm (skoðað 10.10.2010).
Reinhardt, F., Herle, M., Bastiansen, F. & Streit, B. 2003. Economic 110. Impact of the Spread of Alien Species in Germany. Federal Environ-
mental Agency (Umweltbundesamt), Berlin. 229 bls.
Anon. 2010. 111. Oryctolagus cuniculus (mammal). Global Invasive Species
Database. www.invasivespecies.net (skoðað 24.09.2010).
Courchamp, F., Chapuis, J.L. & Pascal, M. 2003. Mammal invaders on 112. islands: impact, control and control impact. Biological Reviews 78.
347–383.
Norbury, G. & Reddiex, B. 2005. European rabbit. Bls. 56–80113. í: The
Handbook of New Zealand Mammals, 2. útg. (ritstj. King, C.M.).
Oxford University Press, Melbourne.
Atkinson, I.A.E. & Atkinson, T.J. 2000. Land vertebrates as invasive 114. species on islands served by the South Pacific Regional Environment
Programme. Bls. 19–84 í: Invasive Species in the Pacific: a technical
review and draft regional strategy (ritstj. G. Sherley). South Pacific
Regional Environment Programme, Samoa.
Guðbjörg Ásta Stefánsdóttir 2008. Stofnvistfræði kanínu (115. Oryctolagus
cuniculus) í Öskjuhlíð og Fossvogskirkjugarði. Ritgerð til meistara-
prófs í líffræði. Háskóli Íslands, Reykjavík. 162 bls.
Henderson, S., Dawson, T.P. & Whittaker, R.J. 2006. Progress in inva-116. sive plants research. Progress in Physical Geography 30. 25–46.
Sax, D.F. & Gaines, S.D. 2008. Species invasions and extinction: The 117. future of native biodiversity on islands. Proceedings of the National
Academy of Sciences of the United States of America 105. 11490–11497.
Reglugerð um kjölfestuvatn nr. 515/2010.118. Sigurgeir Ólafsson, Guðmundur Halldórsson, Helgi Jóhannesson, 119. Magnús Ágústsson & Úlfur Óskarsson 2000. Efldar varnir gegn plöntu-
sjúkdómum og meindýrum. Skýrsla vinnuhóps landbúnaðarráðherra,
Reykjavík. 15 bls.
Ása L. Aradóttir 2009. Landgræðsla, líffræðileg fjölbreytni og náttúru-120. vernd. Náttúrufræðingurinn 78. 21–28.
Magnús H. Jóhannsson & Ása L. Aradóttir 2004. Innlendar tegundir til 121. landgræðslu og landbóta. Bls. 103–107 í: Fræðaþing landbúnaðarins.
Bændasamtök Íslands, Reykjavík.
Arnþór Garðarsson, Borgþór Magnússon, Einar Ó. Þorleifsson, Hlynur 122. Óskarsson, Jóhann Óli Hilmarsson, Níels Árni Lund, Sigurður Þráinsson
& Trausti Baldursson 2006. Endurheimt votlendis 1996–2006. Skýrsla
Votlendisnefndar. Landbúnaðarráðuneytið, Reykjavík. 27 bls.
Sigurður H. Magnússon & Kristín Svavarsdóttir 2007. Áhrif beitarfrið-123. unar á framvindu gróðurs og jarðvegs á lítt grónu landi. Fjölrit Náttúru-
fræðistofnunar 49. 67 bls.
ÞÖK 2010. Reglugerð sett um losun kjölfestuvatns. www.mbl.is, 124. 15.6.2010. Reykjavík.
Jörundur Svavarsson & Pálmi Dungal 2008. Leyndardómar sjávarins 125. við Ísland. Bókaútgáfan Glóð, Reykjavík. 168 bls.
Óskar Sindri Gíslason 2009. Grjótkrabbi (126. Cancer irroratus) við Ísland:
uppruni og lirfuþroskun með samanburði við bogkrabba (Carcinus
maenas) og trjónukrabba (Hyas araneus). Ritgerð til meistaraprófs í
líffræði. Háskóli Íslands, Reykjavík. 53 bls.
Guðmundur Halldórsson 2010. Landnáma sexfætlinganna, námskeiðs-127. gögn seinni hluta, óbirt heimild. Endurmenntun Háskóla Íslands. 36 bls.
Erling Ólafsson 2010. Ryðhumla – 128. Bombus pascuorum (Scopoli, 1763).
Vefur Náttúrufræðistofnunar Íslands, http://www.ni.is/poddur/gar-
dur/poddur/nr/1256 (skoðað 30.09.2010).
Coyer, J.A., Hoarau, G., Skage, M., Stam, W.T. & Olsen, J.L. 2006. Origin 129. of Fucus serratus (Heterokontophyta; Fucaceae) populations in Iceland
and the Faroes: a microsatellite-based assessment. European Journal of
Phycology 41. 235–246.
Agnar Ingólfsson 2008. The invasion of the intertidal canopy-forming 130. alga Fucus serratus L. to southwestern Iceland: Possible community
effects. Estuarine Coastal and Shelf Science 77. 484–490.
Veitch, D. 2009. 131. Felis catus (mammal). IUCN/SSC Invasive Species
Specialist Group (ISSG). www.invasivespecies.net (skoðað 30.09.2010).
Um höfundinn
Menja von Schmalensee (f. 1972) lauk B.Sc.-prófi í líf-
fræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og stundar nú
Ph.D.-nám við sama skóla. Hún starfar einnig sem
sviðsstjóri á Náttúrustofu Vesturlands og hefur gegnt
þeirri stöðu síðan 2003.
Póst- og netfang höfundar/Author’s address
Menja von Schmalensee
Náttúrustofu Vesturlands
Hafnargötu 3
IS-340 Stykkishólmur
menja@nsv.is
... While Iceland's geographic remoteness has limited the number of invasions (Gunnarsson et al., 2015;von Schmalensee, 2010), not much is known about socio-economic impacts of IAS present in Iceland, as nearly all the literature is focused on distribution or ecological effects. This is not surprising considering that IAS research in Iceland involves relatively few active scientists. ...
... In addition, public and governmental awareness of socio-economic effects of IAS seems in general very limited. Observed economic costs were reported only for American mink in relation to general mink control and a three-year experimental eradication project, in both cases paid for by the government and municipalities (Hersteinsson et al., 2012;Robertson et al., 2020;von Schmalensee, 2010). However, despite the general absence of monetary costs, it is known that there are several other IAS present in Iceland affecting socio-economic wellbeing (see Supplementary material File 3 -Detailed expert report). ...
Article
Full-text available
A collective understanding of economic impacts and in particular of monetary costs of biological invasions is lacking for the Nordic region. This paper synthesizes findings from the literature on costs of invasions in the Nordic countries together with expert elicitation. The analysis of cost data has been made possible through the InvaCost database, a globally open repository of monetary costs that allows for the use of temporal, spatial, and taxonomic descriptors facilitating a better understanding of how costs are distributed. The total reported costs of invasive species across the Nordic countries were estimated at $8.35 billion (in 2017 US$ values) with damage costs significantly outweighing management costs. Norway incurred the highest costs ($3.23 billion), followed by Denmark ($2.20 billion), Sweden ($1.45 billion), Finland ($1.11 billion) and Iceland ($25.45 million). Costs from invasions in the Nordics appear to be largely underestimated. We conclude by highlighting such knowledge gaps, including gaps in policies and regulation stemming from expert judgment as well as avenues for an improved understanding of invasion costs and needs for future research.
... At least one invasive alien species in Iceland may be considered a candidate bioindicator and biomonitor, in respect to the above criteria: the American mink Neovison vison, recognised as one of the most harmful non-indigenous species on the island, for which eradication activities have been undertaken (von Schmalensee 2010;Stefansson et al. 2016;von Schmalensee & Stefánsson 2017). It has been proven to be a sensitive and useful indirect bioindicator and biomonitor for assessing and screening for exposure and effects of heavy metals (Capodagli & Parker 2007;Kalisinska et al. 2016), polychlorinated biphenyls (PCBs) (Luxon et al. 2014), polybrominated biphenyls (PBBs) (Bleavins et al. 1981), dioxins/furans (Haynes et al. 2002), and dichlorodiphenyltrichloroethane (DDT)/metabolites (Haynes et al. 2002), as well as, more generally, a sentinel species in environmental monitoring (Nowakowicz-Dębek et al. 2013). ...
... Brzeziński et al. (2014) reported an average content of this element in kidneys and livers of N. vison from Poland (Drawa National Park) of 0.29 and 0.27 mg × kg −1 dry weight, respectively. Ni concentration in livers of animals from the vicinity of Sudbury (Canada), home to the world's largest nickel smelting operation, ranges from 0.43 to 0.7 mg × kg −1 , while in kidneys it ranges from 0.5 to 0.74 mg × kg −1 (all values for wet weight; Wren et al. 1988;von Schmalensee 2010;Parker & Capodagli 2011). ...
Article
Full-text available
American mink Neovison vison is one of the most harmful non-indigenous species in Iceland and has been proven to be a useful indirect bioindicator and biomonitor for numerous environmental pollutants. Therefore, the main objective of the study was to determine the total nickel concentration in the spleen of 35 females and 30 males obtained from Brokey archipelago and the south coast of Hvammsfjörður (Dalabyggð, Iceland) using graphite furnace atomic absorption spectroscopy. We also assessed the correlation between nickel concentration and selected anatomical and morphological parameters, hypothesising that invasive alien N. vison is a promising candidate species for biomonitoring the deposition of this trace element. The results indicated a substantial variation in nickel concentration in the spleen tissue of examined animals. For males, the maximum concentration exceeded the average level by more than 16 times, and for females by more than 7 times. The correlation coefficient between morphometric features and the level of nickel concentration in the spleen did not show a significant relationship in any of the tested combinations, for all tested animals or for each sex separately. In conclusion, American mink in Iceland can be considered a promising species for qualitative and quantitative assessment of ecosystems in terms of nickel pollution.
... Valdi þaer skaða á náttúrulegu (upprunalegu) lífríki, heilsufari manna eða fjárhagslegu tjóni er litið svo á að þaer séu ágengar. 28,29 Aðalástaeða þess að framandi tegundir geta valdið tjóni þegar þaer koma inn á ný svaeði er að lífríkið þar hefur ekki þróast með viðkomandi tegund og hefur því engar eða fáar náttúrulegar varnir gegn henni. Einnig getur komið upp sú staða að hin nýja framandi tegund á sér enga eða fáa óvini á nýja útbreiðslusvaeðinu og getur því náð óeðlilega miklum þéttleika og útbreiðslu. ...
Article
Full-text available
Flestir sem fylgjast með fuglalífi hafa eflaust einhvern tímann velt fyrir sér áhrifum katta á fiðraða vini okkar. Það getur verið sársaukafullt að horfa upp á kött nágrannans tæma þrastarhreiðrið í garðinum, sem veitti okkur ómælda ánægju að fylgjast með, eða sjá ketti hverfisins flykkast þangað sem fuglavinir hafa lagt út fuglafræ og annað góðmeti. Ekki er um það deilt að sumir heimiliskettir veiða fugla og önnur smádýr, en hvaða afleiðingar hafa þessar veiðar og er eitthvað hægt að gera til að draga úr þeim, ef menn vilja gera það? Sambúð manna og katta á sér fornar og flóknar rætur. Sennilega eru fá dýr jafn umdeild í nútímasamfélagi og heimiliskötturinn. Hann er elskaður og hataður; sumir vilja ekki heyra á það minnst að fækka köttum eða hindra á einhvern hátt ferðir þeirra, á meðan aðrir vilja eyða öllum villtum heimilisköttum og banna með öllu lausagöngu gælukatta. Hér verður sagt frá köttum og áhugaverðum tengslum þeirra við manninn. Fjallað verður um áhrif katta á lífríki eftir heimshlutum og loks verður framtíð kattahalds skoðað. Er mögulegt að sætta ólík sjónarmið með hliðsjón af bæði náttúruvernd og dýravelferðarsjónarmiðum?
... Vogar. 7,23,24 Stykkish?lmur er ?a? sveitarf?lag ...
Article
Full-text available
A comparison of two eradication methods for the invasive species Lupinus nootkatensis in Iceland: Nootka lupine, Lupinus nootkatensis, was introduced to Iceland for revegetation and afforestation purposes in 1945. Due to its spread and impact on native vegetation, it has been classified as an invasive species. In 2010, the Stykkishólmur municipality in West Iceland began a project of lupine eradication within its boundaries. Simultaneously, an experiment was established to compare the impact of two eradication methods on lupine and other vegetation, cutting and application of herbicide (glyphosate). Hence, the experiment included three treatments; cutting, herbicide application and untreated lupine, a total of 15 plots (each 100 m2) in five replicates. The treatments were applied annually and vegetation measured after one (2011) and five years (2015). In 2015, the cover and density of flowering lupine were significantly lower in treated than untreated plots, but species richness was significantly higher in the treated plots in 2015. Species composition of treated plots changed greatly from 2011 to 2015 while changes in untreated plots were small and more erratic. The cut plots had the highest species richness, the greatest cover of grasses and herbs other than lupine, and the least cover and density of lupine. The herbicide plots had higher proportion of bare ground and much less grass cover than the cut plots. Results from this five-year study suggest that both cutting and application of herbicide can be used to control lupine, but annual cutting gives better results as it interferes less with other vegetation. It should, however, be emphasised that the control of lupine requires a longterm commitment. Útbreiðsla alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) hefur aukist mikið hér á landi síðustu ár og sækir hún í vaxandi mæli inn í gróið land. Vegna þessa er lúpínan flokkuð sem ágeng tegund og hafa nokkur sveitarfélög ráðist í að eyða henni eða hamla útbreiðslu hennar. Samhliða skipulegum slætti lúpínu í Stykkishólmsbæ var lögð þar út tilraun árið 2010 með það að markmiði að bera saman árangur af árlegum slætti og plöntueitri. Tilraunin var gerð í rofnu mólendi sem lúpína hafði lagt undir sig. Tilraunameðferðir voru þrjár, lúpína slegin, eitrað fyrir henni eða látin ómeðhöndluð í 100 m2 stórum reitum, fimm fyrir hverja meðferð. Árlega var lúpína slegin eða eitrað fyrir henni, og gróður mældur 2011 og 2015, einu og fimm árum eftir fyrstu aðgerðir. Árið 2011 hafði lúpína gefið verulega eftir í meðhöndluðum reitum og 2015 var þekja hennar og þéttleiki blómstrandi plantna marktækt minni en í ómeðhöndluðum reitum. Tegundaauðgi jókst marktækt í meðhöndluðum reitum milli mælinga og var árið 2015 meiri í þeim en ómeðhöndluðum reitum. Tegundasamsetning í slegnum og eitruðum reitum breyttist mikið á tímabilinu í samanburði við ómeðhöndlaða reiti. Árið 2015 voru flestar tegundir, mest þekja grasa og blómplantna og minnst af lúpínu í slegnum reitum en í eitruðum reitum var þriðjungur yfirborðs gróðursnauður og þekja grasa marktækt minni en í þeim slegnu. Það er langtímaverkefni að útrýma lúpínu og sýna niðurstöður þessarar tilraunar að til þess má nota bæði slátt og eitrun. Meiri gróðurþekja og fleiri plöntutegundir í slegnum reitum en eitruðum eftir fimm ára aðgerðir sýnir á hinn bóginn að slátturinn skilar betri árangri.
... Little is known about the mink's impact on the native Icelandic fauna but some bird species are thought to have been negatively affected, e.g. the water rail Rallus aquaticus, horned grebe Podiceps auritus and black guillemot Cepphus grylle (von Schmalensee, 2010). In addition to a possible negative effect on natural bird and fish populations, the presence of mink in eider Somateria mollissima colonies can have detrimental financial consequences for farmers harvesting the down. ...
Article
Full-text available
The invasive American mink has been a component of Iceland's fauna since the 1930s. Hunting statistics indicate that until 2003 the population size was increasing, but thereafter decreased rapidly. The Icelandic marine environment has experienced various changes in recent years, including rising sea temperature and sand-eel collapse followed by seabird recruitment failure and population declines. Furthermore the arctic fox population has increased at least six-fold in the last three decades. Mink stomach content analysis in the period 2001–2009 revealed diet changes, and signs of reduced prey availability for this generalist predator, that were most significant in males. The most marked shift in composition was a decrease in consumption of birds. Our findings suggest that climate events, together with competition with increasing numbers of arctic foxes over terrestrial food, contributed to the sharp reduction in the mink population from 2004 and onwards. Despite their generalist behaviour, mink have apparently failed to respond fully to these environmental changes, and this susceptibility may benefit attempts to control their numbers. The results are relevant to the ability of top predators in general to cope with diverse ecosystem alterations triggered by climate change.
Chapter
This chapter analyses the bird faunas on two Northeast Atlantic island groups, Iceland and the much smaller Faroe Islands. Birds are more mobile than most animal groups. The first Icelandic bird list stems from around 1590 and only mentions about 30 species. The details whereby island communities evolve are subject to general principles of island biogeography; islands generally have fewer species, less competition and greater predation rates. With fossil records hardly existing, the dynamic development of the island bird communities is rather speculative. The history of the immigration and colonization is only known during the last centuries and although the islands have been ice-free for thousands of years new bird species are immigrating. Birds that competed with economic interests were previously violently pursued and slaughtered. Many of the variations in colonization and population sizes are believed to be due to climate change.
Article
Full-text available
Invasive alien species are among the major drivers of biodiversity loss, being destructive to native ecosystems, and human economy and well-being. Despite their severe negative impact, tracking the paths of biological invasions and distribution dynamics of invasive species, as well as assessing the scope and character of their interactions with resident species and ecosystems, can be difficult. An interesting case is the naturalization of the American mink in Iceland, with subsequent intensive culling and accurate registration of the number of mink killed by year and area, providing information on mink’s distributional history. Additionally, the Icelandic ecosystem is relatively simple compared to other areas within the non-native range of the American mink. The species was introduced to Iceland in 1931 for commercial fur farming. Escapees spread and multiplied in the following decades. A bounty system for culling was established early, but was unable to halt population growth and the spread of the species. Hunting statistics seem to reflect actual changes in population size and show that population density kept on increasing for three decades after the mink had colonised all suitable habitats. After 2003, the numbers show a rapid > 60% decrease, probably at least in part caused by climate change influencing the marine food web. The American mink seems to have had a negative impact on some bird and freshwater fish populations. The case of the invasive American mink in Iceland improves our understanding of biological invasions, and aids in organizing eradication programmes or control of the species.
Chapter
This chapter presents the results of the Agricultural University of Iceland vegetation classification, which is based on separating the vegetation into 10 classes. Iceland has the poorest vegetation cover of all countries in Europe, less than 45 %. Heathlands, especially poor heathland (25,000 km2) is the most abundant vegetation, wetlands comprise about 8,000 km2, but deserts of various kinds >40,000 km2. The heathlands reflect the long-lasting grazing of these systems. The wetlands are in many ways a unique blend of aquic, Arctic, and andic soil systems and are especially important ecosystems. Most of the lowland wetlands have been drained for agricultural purposes. Biological soil crusts are essential components of many of Icelandic ecosystems. Icelandic deserts are the largest volcaniclastic deserts on Earth. These soil surfaces are variable but many desert soils dry out easily in spite of ample rainfall in many parts. The deserts shed new light on such terms as ‘desert’ and ‘desertification’. Introduced invasive species are of concern for Icelandic nature.
Article
Full-text available
Ecological restoration centers on the reestablishment of ecological processes and the integrity of degraded ecosystems, but its success also depends on public acceptance and support. In this study, we evaluated the short‐term ecological effects of different restoration treatments in Iceland. Furthermore, we tested the public perception of aesthetic and recreational values of these revegetated areas. Predefined soil and vegetation indicators were measured, and a survey, based on a questionnaire and photographs of the different areas, was used for gauging public perception. Our results indicate that different restoration treatments triggered different succession trajectories. The vegetation composition of areas seeded with grasses seemed to be on a trajectory toward relatively undisturbed reference ecosystems, whereas areas seeded with nonnative lupine seemed to be developing a novel ecosystem. Results of the survey demonstrated that people valued the appearance of revegetated areas higher than that of the eroded control areas, with the exception of areas seeded with lupine. The visual perception of each restoration treatment corresponded well with the ecological factors and revealed both a social and an ecological rationale against the use of lupine in land restoration. The results indicate that the design of restoration projects should be based on both an analysis of sociocultural priorities and an understanding of possible trajectories of ecosystem development associated with the available restoration methods to avoid results that are neither socially acceptable nor ecologically feasible.
Article
Full-text available
Biodiversity is fundamental to ecosystem services, the lifeblood of evolution, and provides valuable resources necessary for human well-being. Due to the direct and indirect consequences of human activities, the present rate of species extinction is 100–10.000 times greater than what can be considered natural. One of the main drivers of species extinction is the presence of alien invasive species in natural ecosystems. Humans have imported species into new areas to a growing extent, and at least 100–550 thousand alien species are now found worldwide. Some of them have a considerable negative impact on ecosystems and natural processes, in agriculture as well as on the infrastructure of human society. The economic damage associated with invasive alien species amounts to more than 5% of the world GNP. It is difficult to predict which alien species become invasive, but factors that add to the likelihood involve propagule pressure, climate matching and level of species specialization. One of the most important factors to observe when trying to predict the possible invasiveness of a new alien species is its invasiveness in similar surroundings elsewhere. To facilitate information flow on this subject, vast international open databanks on invasive species have been developed. When an invasive species has been detected, immediate reaction, such as population control or eradication, is very important. There are many examples of successful eradication programs, but measures have to be taken to fulfil all necessary requirements in order for such programs to succeed. The number of invasive species worldwide is expected to grow. Governmental, public and scientific awareness of the problem is therefore imperative.
Article
Full-text available
Heracleum mantegazzianum Somm. et Lev. (Giant Hogweed) is a herbaceous perennial from the subalpine zone of the western Caucasus Mountains. It was first introduced to Central Europe around 1850 as a horticultural plant, and has subsequently attained a wide distribution through wildling spread (ergasiophygophyte). Heracleum has firmly established itself in Artemisietea phytosociological communities (nitrophytic herbaceous perennial communities), on fresh to moist sites with good to very good nutrient levels, in lowland to submontane zones (epecophyte and agriophyte). These sites include those formerly used agriculturally or horticulturally, eutrophied forest or copse edge ecotones, as well as extensively or no longer managed road or railway verges. These are all sites where nutrient levels have been greatly altered or where eutrophication has occurred, through anthropogenic influence. The documentation of the phenological development of a Heracleum stand on a river floodplain site, near the city of Giessen in the lowland zone of Central Hesse, has shown that the species is at least biennial, usually however triennial to perennial. Heracleum mantegazzianum spreads exclusively in a generative fashion by seeds, individually contained within fruiting bodies (mericarps), which are almost always found within a 250 cm radius around the senesced mother plant (passive autochory). The diaspores germinate predominantly in early spring (flowering period of Tussilago farfara), germination being possible only after the maturation of the embryo during a two to three month cold period. By the end of the growth period, only a few individuals have developed from the several thousand germinated seedlings, namely those which have accumulated sufficient nutrient reserves in the roots. This enables Heracleum mantegazzianum to develop a new vegetative body quickly and independently of weather conditions during the following growth period. Heracleum mantegazzianum has the property of being able to draw the vegetation point in the hypocotyl up to 10 cm into the soil by vertical contraction of the central tap-root. This property facilitates rapid sprouting in spring. Heracleum belongs to those perennial species with a juvenile phase, flowering and bearing fruit only once before senescing. This senescence is caused by the depletion of nutrient and energy reserves, the reproductive organs competing with the vegetative organs for the remaining nutrients. During the flowering and seed ripening phase, the vegetative structures shrivel up and the energy of the carbohydrates in the roots is exhausted. Regenerative growth is possible during the vegetative growth phase, because the plant is able to draw on considerable nutrient reserves in the roots. The regenerative capacity during the generative growth phase is restricted however; only those plants disturbed before full flowering are able to develop new inflorescences with lesser flower and seed quantities.
Article
Full-text available
It has long been speculated that Physa acuta, a pulmonate snail widespread and invasive in fresh waters of the old world, may have originated in North America. But the identification of a new-world cognate has been complicated by the confused systematics and taxonomy of the Physidae in America. More than 40 species of physids are currently recognized in the United States, many with variable and overlapping morphology. We have previously established that premating reproductive isolation is negligible among physid snails. Here we report the results from no-choice crosses each involving 2 populations of the widespread American species Physa heterostropha and Physa integra, both with each other and with P. acuta, designed to compare measures of reproductive success between species and between populations within species. Samples of P. acuta were collected from France and Ireland, P. heterostropha from eastern Pennsylvania and South Carolina, and P. integra from southern Indiana and northern Michigan. The 6 intrapopulation controls varied quite significantly in their survival, age at first reproduction, parental fecundity, F1 viability, and F1 fertility under our culture conditions. Measures of survival and reproduction in the 6 interpopulation crosses were generally intermediate, but in no case significantly worse than the more poorly performing control. Thus we were unable to detect evidence of reproductive isolation among our 6 populations of snails from 2 continents. All should be referred to the oldest available nomen, P. acuta.
Article
Full-text available
Contrary to traditional thinking, Bombus jonellus (Kirby) is not the only bumble bee in Iceland. An ecological study of the species in 1979 revealed the presence of B. hortorum (L.), B. lucorum (L.) and B. jonellus. B. hortorum was found in the Rekjavik area in habitats supporting introduced flowers, and was unrepresented prior to 1959 in collections dating back to 1913. B. hortorum has probably become established since the 1950's, and B. lucorum may also be a recent introduction.
Article
Full-text available
This paper identifies the historical precedents and recent advances in descriptive and analytical aspects of invasive plant ecology. The paper takes a global perspective that focuses primarily on natural and semi-natural systems. The dynamics of plant invasions depend on the unique combination of species and recipient environments in light of short-lived, but highly influential, stochastic events. Spreading from the original point of establishment can be virtually instantaneous or follow a prolonged timelag. Range extension proceeds according to a variety of patterns dependent on the interplay between dispersal modes and landscape characteristics. The impacts of plant invasions are all-encompassing: biodiversity loss, economic impacts and aesthetic impacts occasioned by the loss of traditional cultural or natural landscapes. From the conservation perspective, costs are incalculable, but undoubtedly high. The impacts of invasive plants on natural ecosystems occur across all levels of biotic organization and, in the worst case, result in global extinctions and modification of fundamental ecosystem properties that make restoration practically impossible. Plant invasions occur across all habitat types and have spawned complementary theories, which are briefly presented within particular contexts.
Article
Full-text available
Capsule Colonies were larger and breeding success lower in mink-inhabited areas. Aims To examine the impact of mink on dense aggregations of ground-breeding seabirds on islands previously isolated from mammalian predators. Methods We compare 1990-93 tern breeding data with records before and after mink arrival. Results In the early 1990s, terns showed no preference for mink-free islands. The breeding behaviour and success of tern colonies in mink-inhabited areas did not significantly differ from that in mink-free areas. However, colonies were larger and breeding success lower in mink-inhabited areas compared to mink-free areas, trends which might reflect longer term mink impact. Conclusions As mink spread south there seems to be a gradual increase in tern colony size affecting Lewis, then Harris and, recently, the Sound of Harris.
Article
(1) Anthriscus sylvestris is a monocarpic perennial herb which can dominate nutrient-rich moderately disturbed grasslands such as on road verges and river dikes (i.e. man-made banks), where its abundance can cause an increased susceptibility to soil erosion on sloping ground. Its life cycle was analysed to examine the possible causes of this dominance and to seek feasible control strategy. (2) Clonal propagation was found to be far more important for population growth than sexual reproduction. The balance between the two could be influenced by different management regimes because mowing at the onset of flowering suppressed clonal propagation. (3) The usual management regime for road verges and river dikes in The Netherlands of mowing in late June will have stimulated vegetative spread and enhanced the problems caused by dominance of this species.