ArticlePDF Available

Glútenóþol í görn á Íslandi : faraldsfræði, sjúkdómsmynd og greining

Authors:

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open We undertook an epidemiological study of celiac disease (CD) in Iceland for the period 1962-1991. Twenty-eight patients, two of whom were children met the criteria for inclusion. The median age at diagnosis was 34 years, and the female:male ratio was 3:1. The majority of patients, 24 (86%), were diagnosed during the last of three decades studied. The annual incidence rate during the most recent 10-year period was 1:100,000. The point prevalence at the end of 1991 was 1:9,600. The incidence for children was 0.016:1000. The patients' geographical distribution within Iceland was uneven, with an unexpected preponderance of patients living in the country's north-eastern region. These apparent differences in topographical distribution may represent thoroughness in identification of patients rather than actual regional differences in frequency of the disease. The clinical features of CD are similar to those previously reported. Retrospectively analysed, the mean diagnostic delay was 16 years. The utility rate of small bowel biopsies in patients suspected of CD was low, 0.028 in adults and 0.013 in children. Conclusion: Celiac disease is far less prevalent in Iceland, especially among children, than elsewhere in north-western Europe. The incidence of CD has, however, risen markedly in recent years. Gluten er efni sem finnst í ýmsum korntegundum og getur valdið bólgu í mjógirni, sem stuðlar að vanfrásogi næringarefna. Gerð var faraldsfræðileg rannsókn á glúten-garnameini fyrir 30 ára tímabil, 1962-1991. Tuttugu og átta sjúklingar, þar af tvö börn, uppfylltu inntökuskilyrði. Kynjahlutfall var konur/karlar 3:1, miðgildi aldurs var 34 ár. Enginn sjúklingur greindist fyrsta áratug rannsóknartímabilsins, en langflestir þann síðasta eða 24 (86%). Nýgengi 1982-1991 var 1:100.000 og algengi í árslok 1991 var 1:9600. Tíðni meðal barna var mjög lág eða 0,016:1000 lifandi fædd börn. Algengustu einkenni sjúklinga voru þyngdartap, slappleiki og slen, niðurgangur og blóðleysi. Greiningartöf var að meðaltali 16 ár. Algengi sjúkdómsins er hæst á Norðurlandi eystra. Nytjahlutfall mjógirnissýnatöku með tilliti til þessa sjúkdóms var 0,028 hjá fullorðnum og 0,013 hjá börnum. Við ályktum að: 1) Glúten-garnamein virðist vera fátíður sjúkdómur hér á landi og er algengi lægra en í nágrannalöndunum, 2) tíðni sjúkdómsins fer þó verulega vaxandi, 3) sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur meðal íslenskra barna, 4) dreifing sjúkdómsins eftir landshlutum virðist mismunandi, 5) greining dregst óhóflega, 6) nytjahlutfall mjógirnissýnatöku hjá sjúklingi með meint glútenóþol er mjög lágt á Íslandi.
ResearchGate has not been able to resolve any citations for this publication.
ResearchGate has not been able to resolve any references for this publication.