DataPDF Available

„Það er gaman að horfa á hreindýr...bara ekki sama hvar þau eru“ Viðhorf heimamanna til hreindýra á Hornafirði

Authors:

Abstract and Figures

Veturinn 2011-2012 varð mikið fjölmiðlafár vegna hreindýra á Hornafirði. Hreindýr höfðu þá flækt horn sín í girðingarleifum og varð hætta búin. Í kjölfarið spannst upp mikil samfélagssumræða þar sem bændur voru sakaðir um dýraníð en þeir bentu á að dýrin hefðu alfarið sjálf séð um að eyðileggja girðingarnar og síðar festast í þeim. Einnig birtist i fjölmiðlum að hreindýr á svæðinu hefðu dáið úr hor þá um veturinn. Úr jarðvegi þessarar umræðu spratt áhugi rannsakenda á því að kanna hvert viðhorf Hornfirðinga væri til hreindýra. Markmiðið rannsóknarinnar var því að varpa ljósi á viðhorf Hornfirðinga til hreindýra og hvort viðhorfin væru breytileg eftir búsetu, menntun eða aldri. Niðurstöður eru á þá leið að almennt séð njóta Hornfirðingar þess að horfa á hreindýr í náttúrunni og eru ánægðir með tilvist hreindýra á þessu svæði. Hreindýr hafa í auknum mæli haldið sig til í túnum eða öðru ræktuðu landi á veturna að síðastliðin 5 ár að mati heimamanna, þeir hafa einnig orðið fyrir skemmdum af völdum þeirra t.d. á girðingum og beit á túnum. Meirihluti fólks vill að opinberir aðilar beri þann kostnað sem hlýst af. Mikill meirihluti svarenda töldu að viðhorf sitt til hreindýra hafi ekki breyst síðastliðin 5 ár. Marktækur munur reyndist vera milli dreifbýlis og þéttbýlis er varða ýmsa þætti tengdum hreindýrum, þá reyndist einnig vera munur á viðhorfi eftir menntun.
No caption available
… 
Content may be subject to copyright.
„Það er gaman að horfa á hreindýr...
bara ekki sama hvar þau eru“
Viðhorf heimamanna til hreindýra á Hornafirði
Jóhann Helgi Stefánsson
Sindri Snær Þorsteinsson
Líf- og umhverfisvísindadeild
Háskóli Íslands
2012
„Það er gaman að horfa á hreindýr...
bara ekki sama hvar þau eru“
Viðhorf heimamanna til hreindýra á Hornafirði
Jóhann Helgi Stefánsson
Sindri Snær Þorsteinsson
Leiðbeinendur
Anna Dóra Sæþórsdóttir
Anna Karlsdóttir
Líf- og umhverfisvísindadeild
Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Háskóli Íslands
Reykjavík, desember 2012
„Það er gaman að horfa á hreindýr í náttúrunni...bara ekki sama hvar þau eru Viðhorf
heimamanna til hreindýra á Hornafirði
Höfundarréttur © 2012 Jóhann Helgi Stefánsson & Sindri Snær Þorsteinsson
Öll réttindi áskilin
Líf- og umhverfisvísindadeild
Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Háskóli Íslands
Askja, Sturlugötu 7
101 Reykjavík
Sími: 525 4000
Skráningarupplýsingar:
Jóhann Helgi Stefánsson & Sindri Snær Þorsteinsson, 2012, „Það er gaman að horfa á
hreindýr í náttúrunni...bara ekki sama hvar þau eru Viðhorf heimamanna til hreindýra
á Hornafirð, ritgerð, Líf- og umhverfisvísindadeild, Háskóli Íslands, 25 bls.
Prentun: Háskólaprent ehf.
Reykjavík, desember 2012
Ágrip
Veturinn 2011-2012 varð mikið fjölmiðlafár vegna hreindýra á Hornafirði. Hreindýr höfðu
þá flækt horn sín í girðingarleifum og varð hætta búin. Í kjölfarið spannst upp mikil
samfélagssumræða þar sem bændur voru sakaðir um dýraníð en þeir bentu á að dýrin hefðu
alfarið sjálf séð um að eyðileggja girðingarnar og síðar festast í þeim. Einnig birtist i
fjölmiðlum hreindýr á svæðinu hefðu dáið úr hor þá um veturinn. Úr jarðvegi þessarar
umræðu spratt áhugi rannsakenda á því að kanna hvert viðhorf Hornfirðinga væri til
hreindýra. Markmiðið rannsóknarinnar var því að varpa ljósi á viðhorf Hornfirðinga til
hreindýra og hvort viðhorfin væru breytileg eftir búsetu, menntun eða aldri.
Niðurstöður eru á þá leið almennt séð njóta Hornfirðingar þess horfa á hreindýr í
náttúrunni og eru ánægðir með tilvist hreindýra á þessu svæði. Hreindýr hafa í auknum
mæli haldið sig til í túnum eða öðru ræktuðu landi á veturna síðastliðin 5 ár mati
heimamanna, þeir hafa einnig orðið fyrir skemmdum af völdum þeirra t.d. á girðingum og
beit á túnum. Meirihluti fólks vill að opinberir aðilar beri þann kostnað sem hlýst af. Mikill
meirihluti svarenda töldu að viðhorf sitt til hreindýra hafi ekki breyst síðastliðin 5 ár.
Marktækur munur reyndist vera milli dreifbýlis og þéttbýlis er varða ýmsa þætti tengdum
hreindýrum, þá reyndist einnig vera munur á viðhorfi eftir menntun.
v
Efnisyfirlit
Myndir ................................................................................................................................. vi
Töflur .................................................................................................................................. vii
Þakkir ................................................................................................................................ viii
1 Inngangur ........................................................................................................................ 1
2 Fræðileg umfjöllun ......................................................................................................... 3
2.1 Sambúð heimamanna og villtra dýra ....................................................................... 3
2.2 Hreindýr á svæðum 8 og 9 ...................................................................................... 5
2.3 Aðgerðir stjórnvalda ................................................................................................ 6
3 Framkvæmd rannsóknar ............................................................................................... 8
3.1 Val á þátttakendum og gagnasöfnun ....................................................................... 8
3.2 Spurningalisti........................................................................................................... 8
3.3 Greining gagna ........................................................................................................ 9
4 Niðurstöður .................................................................................................................... 10
4.1 Bakgrunnsupplýsingar svarenda ............................................................................ 10
4.2 Viðhorf heimamanna til þátta er tengjast hreindýrum........................................... 12
5 Umræður og ályktanir .................................................................................................. 18
Heimildir ............................................................................................................................ 21
Viðauki I ............................................................................................................................. 23
Viðauki II ........................................................................................................................... 25
vi
Myndir
Mynd 1. Kort af svæðum 8 & 9 ............................................................................................. 2
Mynd 2. Hlutfall aldurshópa af þýði ................................................................................... 11
Mynd 3. ,,Hreindýr hafa í auknu mæli sést á láglendi eða í túnum og öðru ræktuðu
landi síðastl. 5 ár“ ............................................................................................ 14
Mynd 4. Ástæður aukinnar viðveru hreindýra í túnum og ræktuðu landi að mati
svarenda ........................................................................................................... 14
Mynd 5. Eðli skemmda eftir heindýr ................................................................................... 15
Mynd 6. Hvernig má auka nýtingu hreindýra í ferðaþjónustu? .......................................... 16
vii
Töflur
Tafla 1. Hausttalningar hreindýrastofns á svæðum 8 og 9 ................................................... 6
Tafla 2. Fjöldi í úrtaki samanborið við þýði ....................................................................... 10
Tafla 3. Aldursskipting heildarþýðis & úrtaks .................................................................... 11
Tafla 4. Menntun svarenda .................................................................................................. 11
Tafla 5. Atvinna svarenda .................................................................................................... 12
Tafla 6. ,,Ég nýt þess að horfa á hreindýr í náttúrunni" ..................................................... 13
Tafla 7. ,,Ég er ánægð(ur) með tilvist hreindýra á þessu svæði" ........................................ 13
Tafla 8. ,,Ég þekki til aðila eða hef sjálf(ur) borið fjárhagslegan skaða af
hreindýrum" ...................................................................................................... 15
Tafla 9. Ef skaði hlýst af hreindýrum, finnst þér opinberir aðilar eigi bæta
þann skaða? ...................................................................................................... 15
Tafla 10. Ertu sátt(ur) við núverandi fyrirkomulag skiptingu hreindýraarðs? ................... 16
Tafla 11 ,,Hvernig finnst þér að stofnstærð hreindýra ætti að vera?" ................................ 16
Tafla 12. Finnst þér viðhorf þitt til hreindýra hafa breyst á síðastliðnum 5 árum? ........... 17
viii
Þakkir
Fjölmargir eiga þakkir skilið fyrir veitta þolinmæði og stuðning við gerð þessarar ritgerðar.
Við viljum sérstaklega þakka nokkrum aðilum vegna framlags síns til þess að þessi ritgerð
væri möguleg. Fyrst viljum við þakka leiðbeinendum okkar, þeim Önnu Karlsdóttur og
Önnu Dóru Sæþórsdóttur. Þorvarður Árnason hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á
Hornafirði veitti okkur góð ráð við gerð spurningalistans og yfirlestur, kunnum við honum
miklar þakkir fyrir það. Þökkkum við Snæfríði Grímsdóttur Michelsen fyrir ómetanlega
hjálp við þýðingarvinnu og Sigrúnu Helgu Lund fyrir þá aðstoð sem hún veitti okkur í
tölfræðilegri úrvinnslu niðurstaðna. Einnig viljum við þakka fjölskyldum okkar fyrir þá
miklu hjálp, þolinmæði og stuðning sem þau veittu okkur. Síðast en ekki síst viljum við
þakka hina miklu gestrisni, áhuga og það hlýlega viðmót sem við fengum frá
Hornfirðingum þegar við bárum upp spurningalista.
1
1 Inngangur
Páll Vídalín er talinn vera upphafsmaður þeirra aðgerða að flytja inn hreindýr til auka
búsæld bænda á landinu í lok 17. aldar. Hann lagði til að afla ætti fjár til þessara flutninga
með því að flytja út hesta. Ekkert bólaði þó á að þessum orðum hans yrði komið í verk fyrr
en um miðja átjándu öld. Í millitíðinni hafði þá herjað á landann mikið hallæri sem lýsir sér
best í því að um 60% sauðfjár í landinu drapst (Ólafur E. Friðriksson, 1996).
Í byrjun árs 1751 gaf Danakonungur út tilskipun þess efnis flytja ætti 6 hreindýr
til landsins, 4 kýr og 2 tarfa, á kostnað ríksins. Gekk þetta erfiðlega vegna þess að
ómögulegt var að handsama lifandi dýr í Noregi vegna mikilla snjóa annarsvegar og
berangurslegs svæðis hinsvegar. Það var ekki fyrr en 1771 sem fyrstu hreindýrin komu til
landsins, en þá höfðu geysað áður óþekktir sjúkdómar í sauðfé hér á landi; fjárkláði og
lungnaveiki ofan á það harða árferði sem hafði tíðkast áratugina þar á undan. Frá
Finnmörku í Noregi fengust þau fjórtán dýr er voru flutt til Vestmannaeyja 1771. Þau lifðu
ekki við góð kjör þar og voru nokkur af þessum dýrum fljótlega flutt upp á land, þau sem
eftir voru í Eyjum drápust. Árið 1777 voru 23 dýr flutt á land á Reykjanesskagann og tóku
þau sér bólfestu í Bláfjöllum. Virðist svo vera að þau hafi haft það nokkuð gott þar og
tímgast vel. Hreindýr voru flutt á Norðurland 1784, 30 eða 32 talsins en þeim hafði fjölgað
í 300-400 sex árum seinna. Þremur árum síðar eignuðust Austfirðingar þessa nágranna. Um
það bil 35 dýr voru flutt til Vopnafjarðar og var sleppt upp til fjalla og hafa þau þrifist þar
vel og dreifst um allt Austurland (Ólafur Þorvaldsson, 1960). Nú á tímum afmarkast
útbreiðslusvæði hreindýra af Jökulsá á Fjöllum, Vatnajökli og Suðurveit. Síðasta dýrið sem
sást á Reykjanesskaganum var árið 1930 og á Norðurlandi 1936 (Skarphéðinn G. Þórisson,
2000).
Hreindýr eiga sér ekki ýkja langa sögu á svæðinu sunnan Vatnajökuls. Var nokkuð
komið fram á 20. öldina þegar heimamenn urðu þeirra fyrst varir en veturinn 1916 og 1917
urðu Lónsmenn varir við nokkur dýr. Hreindýr fóru ekki sjást að neinu ráði í Lóni fyrr
en í kringum 1970, fyrst upp til fjalla en síðan á veturnar nær byggð. Voru þetta oftast
nokkrar hjarðir m30 til 40 dýrum i hverri hjörð. Árið 1950 sjást þau fyrst í Nesjum en
líkt og í Lóni verða þau ekki algeng á því svæði fyrr en um 1970. Um miðja öldina fundust
hauskúpur af tveimur ungdýrum við Breiðamerkurjökul í Suðursveit en fer ekki neinum
sögum af hreindýraferðum vestan Hornafjarðarfljóta fyrr en veturinn 1978-1979. Ef undan
er skilið eitt dýr er sást á milli Stemmu og Jökulsár á Breiðamerkursandi. Fyrrnefndan
vetur '78-'79 varð fyrst vart við ferðir hreindýra er héldu sig um vorið rétt vestan við fljótin
eða við Svínafellsjökul. Árið 1981 voru svo talin um 100 hreindýr á Mýrum. sögn
Suðursveitunga sáust þar varla hreindýr um 1990 en eftir því sem líða tók á tíunda
áratuginn fór að bera æ meira á þeim (Rannveig Ólafsdóttir og Rannveig Einarsdóttir,
2006). Í dag skiptist veiðisvæði hreindýra upp í 9 svæði og eru svæði 8 og 9 til umfjöllunar
í þessari rannsókn (Mynd 1). Svæði 8 er norðar og nær yfir sveitir Lón og Nes á meðan
svæði 9 nær yfir Mýrar og Suðursveit (Umhverfisstofnun, á.á.).
Grétar Már Þorkelsson (2011, bls 12) skrifaði grein í Bændablaðið um eignaspjöll
hreindýra á Mýrum í Hornafirði. Í grein hans kemur meðal annars fram tjón af völdum
hreindýra árið 2011 á girðingum og ræktarlandi hjá bændum í Flatey nam um 8,5
milljónum króna. Í greininni fjallar hann einnig almennt um fjölgun dýranna á svæðinu og
aukinni dvöl þeirra á láglendi: ,,Hreindýrum hér er fjölga, um það er ég alveg viss og
bændur á svæðinu eru sammála um það. Aukið álag á girðingar og ræktarland hér er af
þeim sökum, það leyfi ég mér fullyrða... “. Þessar umræður vöktu forvitni rannsakenda
sér í lagi vegna þess að þeir hafa töluverða tengingu við svæðið og fengu umræðuna beint í
æð milliliðalaust.
2
Markmið rannsóknarinnar er varpa ljósi á viðhorf Hornfirðinga til hreindýra og
hvort viðhorfin séu breytileg eftir búsetu og aldri. Einnig hvort fólk sem hafi einhverra
hagsmuna að gæta séu með önnur viðhorf en þeir sem hafa enga beina tengingu við
hreindýr. Rannsóknarspurningum sem reynt verður að svara í rannsókninni er eftirfarandi:
Hvert er viðhorf heimamanna á svæðum 8 og 9 til þátta sem tengjast hreindýrum og
áhrifum þeirra á umhverfi manna?
Er munur á viðhorfum mismunandi hagsmunaaðila á Hornafirði til hreindýra á
svæðum 8 og 9 með tilliti til búsetu og aldurs?
Skiptist ritgerðin í nokkra hluta. Fyrst verður farið yfir stöðu þekkingar á
fræðasviðinu. Því næst verður farið yfir þær aðferðir sem rannsakendur studdust við þegar
gagna var aflað. Þá verða niðurstöður rannsóknarinnar kynntar og að lokum munu
rannsakendur koma með umfjöllun & ályktanir sem og túlkun þeirra á rannsókninni.
Mynd 1. Kort af svæðum 8 & 9
3
2 Fræðileg umfjöllun
2.1 Sambúð heimamanna og villtra dýra
Sagan sýnir sambúð mannfólks og villtra ra hefur ekki alltaf gengið áfallalaust fyrir
sig. Rannsókn var gerð í Cypress Hill í Kanada varðandi árekstra á milli bænda og elga,
niðurstöðurnar voru á þá leið þessir árekstrar hafi átt sér stað í yfir 30 ár. Þá hafa
bændur orðið fyrir ýmis konar tjóni af völdum elga t.d. á kornræktarsvæðum, girðingum og
heystöflum. Einnig kom fram í rannsókn þeirra að bændur á svæðinu hafa mjög lítinn vilja
til umbera hinar neikvæðu hliðar í sambýli sínu við elginn (Hegel, Troy M., Gates, C.
Cormack & Eslinger, Dale, 2009).
Røskaft, Händel, Bjerke og Kaltenborn (2007) gerðu rannsókn á meðal almennings
í Noregi þar sem kannað var viðhorf til þeirra rándýra sem friðuð eru og lifa á svæðinu.
Spurt var um viðhorf til fjögurra dýrategunda; jarfa, gaupu, brúnbjarna og úlfa. Hluti af
þeim niðurstöðum sem fengust út úr rannsókninni var að merkjanlegur munur var á
viðhorfum þeirra sem báru fjárhagslegan skaða af þessum dýrum og þeirra sem engin
tengsl hafa við þau. Þá var líka munur á viðhorfum eftir aldri og jafnframt fjarlægð búsetu
frá dýrunum. Einnig var spurt um það hvort fólk myndi telja að fækka ætti stofni dýranna.
Li, Wang, Shi, Wang, Liu og Xu (2010) gerðu ekki ósvipaða rannsókn á meðal
heimamanna á Jiangxi svæðinu í Kína. Í rannsókninni var lagður fram spurningalisti þar
sem reynt var að ná fram viðhorfum heimamanna til villisvína, sem eru friðuð dýr á
svæðinu. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru ekki ósvipaðar og þeirri sem gerð var í
Noregi, þar sem fólk sem hafði einhverra hagsmuna gæta höfðu neikvæðari viðhorf til
villisvína á svæðinu. Jafnframt var einnig merkjanlegur munur eftir aldri og menntun.
Í grein Bandara & Tisdell (2002) er fjallað um mismunandi skoðanir þéttbýlisbúa
og dreifbýlisbúa til asíska fílsins í Sri Lanka. Þar er einnig fjallað almennt um villtar
dýrategundir í heiminum. Þá kemur fram að innan samfélags geta verið mismunandi
skoðanir til dýranna. Meðal annars vegna þess fyrir suma aðila, þá eru dýrin auðlind
sem hægt er græða á en fyrir aðra þá eru þær skaðvaldar. Í rannsókninni voru tekin
viðtöl við annarsvegar dreifbýlisíbúa og hinsvegar þéttbýlisíbúa í Sri Lanka og
viðmælendur spurðir út í viðhorf þeirra til asíska fílsins. Niðurstöður rannsóknarinnar voru
á þá leið dreifbýlisíbúar höfðu almennt neikvæðari viðhorf og vildu fækka í stofninum
vegna ágangs dýrsins á land þeirra. Þá kom einnig fram að fólk í þéttbýlinu hafði almennt
ekki jafn sterkar skoðanir á dýrinu og íbúar dreifbýlis. Niðurstöður þessarar rannsóknar og
einnig þeirra sem gerðar voru í Noregi og Kína sem fjallað var um hér ofan, eru í takti
við það sem kemur fram í grein Messmer (2000). Þar kemur hann inn á munur viðhorfs
almennings til villtra dýra séu ekki mikil á milli dreifbýlis- og þéttbýlisbúa nema þeir hafi
verið í nálægð við dýrin og jafnvel borið skaða af þeim. Sömuleiðis er komið inn á það að
skoða verði viðhorf bænda sérstaklega. Þar sem viðhorf þeirra er venjulega töluvert
öðruvísi en hjá öðrum þegnum samfélagsins. Mun algengara er að þeir hafi neikvæðara
viðhorf til villtra dýra. Þar sem þau geta haft áhrif á uppskeru og skemmt ræktarland, og
því haft áhrif á innkomu fjölskyldunnar. Í sömu grein kemur einnig fram að þeir bændur
sem ekki hafa borið fjárhagslegan skaða af villtum dýrum eru líklegri til að hafa jákvæðara
viðhorf til dýranna.
Í Svíþjóð hafa aðgerðir stjórnvalda miðað því fjölga úlfum þar í landi. Gerð
var viðhorfskönnun þar í landi sem fólst í því að mæla viðhorf mismunandi hópa Svía,
almenna íbúa og veiðimanna. Einnig voru íbúar strjálbýlissvæða spurði sem höfðu úlfa
annarsvegar og svo þá sem bjuggu á úlflausum svæðum, bæði almenningur og veiðimenn.
Meirihluti svarenda úr hópunum sögðu að úlfar ættu heima í Svíþjóð, en þó sagði
4
minnihlutinn úlfar væru mikilvægir fyrir Svíþjóð. Eftir því sem fólk virðist vita meira
um úlfana og vera meira var við þá og gjörðir þeirra, verður það neikvæðara í garð þeirra
og vill síður hafa þá sem nágranna sína. Aftur á móti eftir því sem fólk virðist vita minna
um úlfana því jákvæðari verða viðhorfin. Úlfum fjölgaði mikið í Svíþjóð á seinasta
aldarfjórðungi 20. aldarinnar, þeir voru nánast engir en urðu tæplega 100 um aldamótin.
Þegar þeir voru sjaldgæfir um 1975 var almennt samþykki bæði almennra borgara og
veiðimanna eitthvað þyrfti gera til koma úlfastofninum aftur á koppinn.
Veiðimenn voru þó heldur jákvæðari en almenningur með að koma upp frjálsum úlfastofni
sem yrði leyft stækka óhindrað. þegar úlfarnir eru mættir hefur dæmið snúist við.
Almennir borgar eru í dag mun jákvæðari í garð úlfanna heldur en veiðimenn, minnihluti
veiðimanna vill fjölgun á úlfastofninum á móti meirihluta almennra borgara. Höfundar
fjalla stuttlega um ástæður þessarra breyttra viðhorfa. Helst nefna þeir að fólk hélt að úlfar
myndu ekki geta þrifist í Mið- og Suður-Svíþjóð en raunin var sú að þeim hefur vegnað vel
þar. Annað dæmi nefna þeir ólíkt úlfum hugans þá eiga hinir raunverulegu úlfar það til
að drepa húsdýr (Ericsson & Heberlein, 2002).
Viðhorf og árekstrar heimamanna við villt dýr hafa lítið verið rannsökuð hér á landi,
þó málefnið birtist reglulega í fjölmiðlum. Grétar Már Þorkelsson (2012, bls 9) skrifaði
grein sem birtist í búnaðarblaðinu Freyja. Hún fjallar um ,,óboðna gesti” á túnum og
ökrum. Fjallar hann þar um hinn meinta skaða er bændur verða fyrir af gæsum og álftum á
túnum en einnig víkur hann sögunni að hreindýrum. Þar segir hann frá því að af samtölum
hans við bændur á Hornafirði hafi þeir látið þá skoðun í ljós að þeim finnist atferli
hreindýra vera breytast í þá átt að þau leiti meira niður á láglendið á veturnar og ,,[...]
hangi í túnum yfir veturinn og langt fram eftir vori.“ Hreindýrin héldu sig aðallega á
nýrækt frá sumrinu áður en fóru ekki í eldri tún, endaði þetta með því að sum þeirra létust
úr vannæringu eða rangri fæðusamsetningu. Náttúrufræðistofa Austurlands gerði rannsókn
á skemmdum hreindýra á skógum á Austurlandi. Í þeirri rannsókn kemur fram að hreindýr
virðast aðallega skemma ung tré. Felur eyðilegging þeirra ekki einungis í sér beit á blöðum
og greinum, heldur einnig traðki á græðlingum og þegar þau eru að merkja sér svæði með
nuddi við stofna og krafsi i jörðina. Koma höfundar ekki með neina alhliða lausn á þessu
vandamáli en kemur þetta illa við þá bændur sem vilja stunda skógrækt á jörðum sínum.
Hvort sem það er til fjárs eða einungis út frá fagurfræðilegu sjónarhorni og myndun
skjólbelta (Böðvar Þórisson & Skarphéðinn Smári Þórhallsson, 2002).
Árin 2003 til 2005 var gerð rannsókn á hreindýrum sunnan Vatnajökuls með tilliti til
skógræktar. Í rannsókninni var kannað viðhorf ábúenda og landeigenda, mat þeirra á
skemmdum og þekkingu fyrrnefndu á dreifingu hreindýra á svæðinu. Svarendur töldu sig
sjá breytingar í fjölda hreindýra á svæðinu síðastliðna 2 áratugi. Svarendur töldu almennt
að dýrum hefði fjölgað á svæðinu sérstaklega á vestari hluta svæðisins - Mýrum og
Suðursveit. Ábúendur og landeigendur í Nesjum töldu þó hreindýrum hafi fækkað þar
(Rannveig Einarsdóttir, Rannveig Ólafsdóttir og Heiðdís Björk Gunnarsdóttir, 2010).
Svarendur gefa nokkuð ólíkar skýringar á þessarri breytingu eftir byggðarlögum.
Ábúendur í Lóni telja helst að ástæðuna sé að finna í breyttu gróðurfari til fjalla vegna þess
dýrin væru búnar með sínar lostætu plötur þar s.s. fjallagrös og fléttur. Því myndu þau
leita meira niður á láglendi í þann gróður sem er þar. Nesjamenn telja hreindýrin hafi
sótt í auknu mæli niður á láglendi á veturnar en það er þó mismunandi eftir árum í hversu
miklu mæli það hefur gerst. Eru þeir nokkuð sammála Lónsmönnum ástæðuna
finna í breyttu gróðurfari til fjalla en þeir nefna þó einnig þætti eins og veðráttu. Ólíkt
Lónsmönnum töldu þeir hreindýrum hefðu fækkað síðustu ár en einn svaranda taldi þó
ekki þeim hefði fækkað heldur orðið staðbundnari við ákveðin svæði og því minnkað
hinn almenni ágangur. Suðursveitungar og Mýramenn telja hreindýrum á svæðinu hafi
5
fjölgað mikið á síðustu árum. Skýringuna fyrir þessu leita þeir í offjölgun dýra austan
Hornafjarðarfljóta. Eru þeir einnig sammála um þau leiti mikið meira niður í byggð á
veturnar og Mýramenn telja þar kominn upp staðbundinn stofn í staðinn fyrir þau
flökkudýr sem þvældust milli sveita (Rannveig Einarsdóttir o.fl., 2010).
Skógrækt ábúenda virðist vera nokkuð algeng á svæðinu en 59% svarenda stunda
hana, þó í mismiklu mæli. Rúmur meirihluta svarenda höfðu orðið fyrir einhverju tjóni á
skógræktinni af völdum hreindýra. Þeir segja einnig að tjónið geti verið mjög mismunandi
milli ára, farið frá mjög miklu tjóni niður í ekkert tjón. Viðhorf manna til skemmdanna var
æði mismunandi meðan sumar sögðu það ólíðandi að hreindýrin gætu gengið óheft um
skóganna, sögðu aðrir þetta væri jafn eðlilegur þáttur af ræktinni eins og veðurfar.
Skemmdirnar fólust aðallega í brotnum greinum og skemmdum á trjástofnum. Telja
svarendur að yfirhöfuð séu dýrin ekki að éta plönturnar heldur verði skemmdirnar aðallega
af völdum traðks eða nudds, t.d. horna við plönturnar, þó hafði nokkuð borið á mjúkir
toppar ungplanta væru slitnir upp og étnir. Yfirhöfuð töldu svarendur samhengi væri
milli fjölda hreindýra og umfang skemmdanna. Þó sögðu sumir að það væri þó jafn líklegt
einstaka dýr myndu frekar leita í skógana en önnur og væri þá ekki beint samhengi
þarna á milli. Skemmdir af völdum hreindýra er þó ekki stór hluti af heildar skógræktinni
að mati meirihluta svarenda (Rannveig Einarsdóttir o.fl., 2010).
2.2 Hreindýr á svæðum 8 og 9
Náttúrufræðistofa Austurlands (NA) hefur verið miðstöð rannsókna á hreindýrum hér á
landi. Hefur stofan með Skarphéðinn G. Þórisson líffræðing fremstan í flokki staðið fyrir
vöktun og talningu á hreindýrastofninum. NA hefur einnig gert tillögur til
Umhverfisstofnunar um hver sé æskilegur fjöldi veiddra dýra á hverju veiðitímabili. Í
október árið 2011 voru gerðar talningar á þessum svæðum, þó vantaði inn í þær
sumartalningar. Alls voru talin 706 dýr á þessum tveimur svæðum, 460 á svæði 8 og 246 á
svæði 9. Árið 2010 virtist vera hreindýrum færi fækkandi á þessu svæði, þá voru talin
færri dýr en gert hafði verið ráð fyrir og samanborið við árið á undan. Gefnar voru ýmsar
skýringar á þessu en þó helst að dýrin héldu sig enn hátt upp til þeirra fjalla sem eru
mjög óárennileg til göngu, svo sem Núpar við Hoffell. Tafla 1 sýnir fjölda hreindýra sem
talinn var frá árinu 2007 til 2011. Hafa ber í huga að þessar talningar gefa ekki fullkomna
mynd af fjölda hreindýra, t.d. er reiknað með því að á svæði 9 séu alltaf um 200 dýr. Árin
2009 og 2010 vantaði talningar á svæði átta en það var mat höfunda skýrslunnar að
dýrunum hefði heldur fækkað á þ svæði árið 2010 (Skarphéðinn G. Þórisson & Rán
Þórarinsdóttir,2010;2011;2012).
Vorið 2012 var gerð hreindýratalning á svæðum átta og níu, var hún gerð af Grétari
Má Þorkelssyni og Birni G. Arnarsyni (2012). Í ljós kom að 428 dýr væru á svæði 8 en 240
dýr á svæði 9 - í heildina 668 dýr. Er þessi tala nokkuð í takt við það sem áður var áætlað
en þó voru aðeins færri dýr á svæði 8 og fleiri á svæði 9. Höfundar geta þess þó að 7-10%
fleiri dýr gætu verið á svæðunum. Við þessa talningu taka þeir sérstaklega tillit til þess
fjölda dýra sem hefst við innan túngirðinga en það var rúmlega helmingur þeirra dýra sem
talin voru. Tilgáta höfunda og bænda á svæðinu er sú að hreindýr virðast halda sig meira á
túnum nú en á árum áður. Með þeirri miklu vetrarbeit sem verður við ágöngu þessara gesta
er hægt spyrja sig því hvort bændur beri ekki einhvern kala til hreindýra og hafi þá
jafnvel annað viðmót en hinn almenni íbúi svæðisins?
6
Tafla 1. Hausttalningar hreindýrastofns á svæðum 8 og 9
*Talið af Grétari Má Þorkelssyni og Birni G. Aarnarsyni, 2007-2011 talið af NA.
2.3 Aðgerðir stjórnvalda
Bandara & Tisdell (2002) fjalla um það hversu nauðsynlegt það er fyrir stjórnvöld að vera í
góðu samráði við fólkið sem lifir í návígi við villt dýr. Ef það er gert með góðum árangri er
hægt lágmarka hagsmunarárekstra og þ.a.l. neikvæðara viðhorf til dýranna. Elgir hafa
valdið bændum vandræðum í Kanada rétt eins og hreindýr hér á landi. Til þess að lágmarka
þann skaða er bændur geta goldið fyrir að lifa í nábýli við elginn hafa stjórnvöld brugðið á
það ráð takmarka stofnstærð dýranna með veiðum. Veiðar á villtum dýrum eru ein
algengasta aðferð stjórnvalda til takmarka útbreiðslu þeirra. Þegar kemur
skaðabótum fyrir bændur vegna skemmda elga er það kerfi nokkuð frábrugðið því íslenska
er áður hefur verið fjallað um. Setja stjórnvöld þó það skilyrði að aðeins er bætt ef að
einstaklingarnir hafa gert eitthvað til að verjast frekara tjóni t.d. með háum girðingum.
Höfundar rannsóknarinnar leggja áherslu á stjórnvöld taki tillit til þess munur er á
hagsmunum bænda og almennings. Það þurfi því búa til stjórnunarstefnu sem eykur
ávinning bænda hafa villt dýr á sínum jörðum og tekur á þeim vandamálum sem þau
skapa í sátt við landeigendur (Hegel o.fl., 2009).
Hreindýraveiðar á Íslandi ná aftur til lok 18.aldar. Fyrst um sinn var aðeins leyfilegt
skjóta fyrirfram ákveðinn fjölda ra á ári. Um miðja 19. öld voru síðan öll leyfi á
hreindýrum gefin laus um allan ársins hring. Á þeim tíma fækkaði stofninum á landinu
mikið og var hann næstum útdauður. Árið 1882 voru hreindýr friðuð á ný en þó með
ákveðnum skilyrðum. Leyfilegt var að skjóta dýrin frá 1. janúar til 1.ágúst. Þbar ekki
mikinn árangur, þar sem leyft var að skjóta dýrin á meðan kýrnar voru kefldar og á
burðartímanum (Helgi Valtýsson, 1945). Tímamót urðu í stjórnun hreindýraveiða hér á
landi þegar Helgi Valtýsson var ráðinn til þess að meta stofninn árið 1939. Eftir úttekt hans
á stofninum komst hann að þeirri niðurstöðu að stofninn væri í kringum 100 dýr. Eitt af því
sem hann komst að í talningu sinni var fjöldi tarfa í stofninum væri alltof hár og fækka
þyrfti markvisst törfunum til þess koma stofninum aftur upp. Í kjölfarið á úttekt Helga
var fyrsti hreindýraeftirlistmaðurinn á Íslandi ráðinn - Friðrik Stefánsson bóndi á Hóli í
Fljótsdal. Hlutverk hans var að telja dýrin, fækka törfunum til þess að hjörðin myndi dafna
og fjölga sér eðlilega samkvæmt úttekt Helga. Árangurinn stóð ekki á sér og um miðjan
sjötta áratug síðustu aldar er talið stofninn hafi verið kominn yfir 2000 dýr. Þá voru
veiðarnar gefnar aftur frjálsar, en þó með ákveðnum skilyrðum. Hreindýraeftirlitsmaður
þurfti að samþykkja hver veiddi og skyldi andvirði af sölu afurðanna skiptast á milli þeirra
hreppa er mest urðu fyrir ágangi dýranna (Ólafur Þorvaldsson, 1960).
Árið 1958 var reglunum breytt aftur, þá var heimilt selja veiðileyfi til veiðifélaga
og einstaklinga, hélst það fyrirkomulag óbreytt til ársins 1972. Þá var heimildin um að selja
einstaklingum og veiðifélögum felld úr gildi vegna árekstra á milli bænda og
sportveiðimanna. Í lögunum frá árinu 1972 voru settir hreindýraeftirlitsmenn í hvert
sveitarfélag og var það verkefni þeirra að hafa eftirlit með dýrunum og sjá um veiðar til
þess fylla upp í kvótann. Sveitarfélög fengu þá úthlutað kvóta, og skiptu honum upp á
milli íbúa sveitarfélagsins eftir tilsettum reglum. Þetta hafði í för með sér að hvert heimili í
2007
2008
2009
2010
2011
2012*
240
265
?
?
460
428
186
187
160
150
179
240
7
sveitinni mátti veiða tiltekinn fjölda hreindýra eða láta annan aðila sjá um veiðina fyrir sig.
Þetta breyttist árið 1992 þegar hreindýraráð var stofnað. Hreindýraráð hafði þá eftirlit með
veiðum og sá um tillögur um veiðikvóta og sölu veiðileyfa og skiptingu arðs af sölu
veiðileyfa og afurða. Sveitarfélög fengu áfram úthlutað kvóta til að dreifa á sína íbúa en ef
þau vildu ekki nýta sér veiðiheimild sína þá var veiðileyfið framselt til Hreindýraráðs sem
gat þá selt það á opnum markaði. Núverandi kerfi á hreindýraveiðum á rætur sínar að rekja
til ársins 2000 en þá voru öll veiðileyfi sett í almenna sölu og Hreindýraráði falið að skipta
arðinum. Það felur í sér að bændur á þeim jörðum þar sem dýr eru felld fá ákveðið
felligjald fyrir hvert veitt dýr á þeirra landi. Þá fer ákveðið hlutfall af hagnaði af sölu
veiðileyfa til koma á móts við skemmdir af völdum hreindýra. Í dag enginn fara á
hreindýraveiðar án þess hafa með sér leiðsögumann sem hefur sótt sér tilskilin réttindi
(Reglugerð um stjórn hreindýraveiða nr. 452/2000). Í dag vinnur Hreindýraráð undir
Umhverfisstofnun sem sér um allt sem v kemur hreindýraveiðum. Hlutverk
Hreindýraráðs í dag er vera til ráðgjafar varðandi verndun, nýtingu og veiðar
hreindýrastofnsins. Meginhlutverk Umhverfisstofnunar er að sjá um sölu veiðileyfa, eftirlit
með veiðum og hreindýrum, gera tillögu um ákveðin veiðikvóta og sjá um að skipta
arðinum af sölu veiðileyfa og afurða felldra dýra til viðkomandi hagsmunaaðila. Þá er það
einnig þannig ef forráðamaður lands heimilar ekki veiðar á sínu landi, þá nýtur hann
ekki arðs af hreindýraveiðum (Reglugerð um stjórn hreindýraveiða nr. 486/2003).
8
3 Framkvæmd rannsóknar
Vinna við rannsóknina hófst í lok ágúst 2012 þegar námskeiðið Námsferð innanlands við
Háskóla Íslands hófst. Í september var hafist handa gerð spurningalista við þ að sanka
að sér fræðilegum heimilidum. Vikuna 8. - 12. október, var farið til Hornafjarðar þar sem
spurningalistunum var dreift en svör fengust frá 236 heimamönnum. Eftir það var hafist
handa við úrvinnslu gagna og skýrsluskrif. Í þessum kafla verður gert grein fyrir
framkvæmd rannsóknarinnar, rannsóknaraðferðum, úrtökuaðferð og hvernig unnið var úr
gögnunum.
3.1 Val á þátttakendum og gagnasöfnun
Í þessari rannsókn var megindlegri rannsóknaraðferð (e. quantitative methods) beitt með
því dreifa spurningalistum til íbúa Hornafjarðar. aðferð var valin vegna þess
markmið rannsóknarinnar var sýna fram á hver viðhorf heimamanna til hreindýra og
næst það best og niðurstöður áreiðanlegastar með því að að ná til sem flestra.
Við val á þátttakendum var stuðst við lagskipt slembiúrtak. Lagskipt slembiúrtak
snýst um að þýðinu er skipt í hópa eða lög. Eftir það er ákveðinn fjöldi einstaklinga valinn
úr hverju lagi með slembiaðferð. Gott dæmi um lög í þýði getur verið karlar eða konur, eða
búseta og aldur. Stundum getur það verið nauðsynlegt að fá tiltekinn fjölda fólks í úrtak úr
hverju lagi, t.d. ef um er að ræða fámenna hópa í þýði. Með rannsókn af þessu tagi er bæði
hægt alhæfa yfir á heildarþýði sem og einstaka hópa (Þórólfur Þórlindsson & Þorlákur
Karlsson, 2003). Í þessari rannsókn var þýðinu skipt í 2 hópa, annars vegar fólk sem býr í
dreifbýlinu og hinsvegar fólk sem býr í þéttbýlinu. Lögðu rannsakendur upp með það að fá
marktækt úrtak úr dreifbýlinu til þess geta borið saman við þéttbýlið. Þýði
rannsóknarinnar var 1.623 manns, 332 í dreifbýli og 1291 í þéttbýli (Ómar Harðarsson,
Hagstofa Íslands, tölvupóstur, 19. nóvember, 2012). Úrtak rannsóknarinnar var 91 í
dreifbýli og 142 í þéttbýli, þ.e. 27,4% af heildarþýði dreifbýlis og 11% úr þéttbýli.
Gagnasöfnun fór fram á Hornafirði vikuna 8-12. október en einnig var hringt í íbúa
Lónssveitar 6. Nóvember vegna þess að ekki vannst tími til að fara þangað í vettvangsferð.
Spurningalisti var lagður fyrir 246 manns á aldrinum 16 ára og upp úr, sjö neituðu að svara
og þrír voru auðir. Svarhlutfall reyndist vera 96%. Við gagnasöfnun var fólk ýmist stöðvað
á fjölförnum stöðum innan Hafnar og beðið um að svara spurningalistanum eða vinnustaðir
og sveitabýli heimsótt. Ástæðan fyrir því að þessi aðferð var notuð er vegna þess að þá eru
minni líkur á úrtaksbjögun í rannsókninni. Ef spurningalistinn hefði verið sendur á heimili
fyrirfram og/eða tölvupóstur verið sendur á handahófskennt úrtak, hefði verið hætta á
einungis fólk sem hafi sterkar skoðanir og áhuga á efninu hefði tekið þátt, þá er svarhlutfall
einungis í kringum 30% við áðurnefndar aðferðir. Ef stuðst hefði verið við eigindlegar
rannsóknaraðferðir hefðu verið notaðar í rannsókninni hefði líka verið hætta á
spyrlaáhrifum þar sem rannsakendur eru tengdir Hornafirði sem er lítið samfélag þar sem
flestir þekkjast (Clifford, French og Valentine, 2010).
3.2 Spurningalisti
Í spurningalistanum voru 27 spurningar og skiptist hann í tvo hluta, annarsvegar
bakgrunnspurningar og hinsvegar spurningar er tengjast hreindýrum á svæðinu. Þar var
m.a. spurt um hvort fólk væri ánægt með tilvist hreindýra á svæðinu og hvort þau hefðu í
auknu mæli sést á láglendi síðastliðin 5 ár. Einnig var spurt út í fyrirkomulag
hreindýraarðs, hver stofnstærð dýranna ætti að vera, hvernig mætti nýta hreindýr í auknu
mæli í ferðaþjónustu o.fl. (Viðauki I). Við gerð spurningalistans var stuðst við x- stiga
Likert kvarða sem lýsir sér í því að þá fá viðmælendur svarmöguleika á ákveðnu bili um
9
það hvort þeir séu t.d. sammála ákveðinni fullyrðingu (Clifford, French og Valentine,
2010). Einnig voru í spurningalistanum lokaðar og hálf opnar spurningar þar sem við átti.
3.3 Greining gagna
Við skráningu gagna voru svör skrifuð í upphafi inn í excel og síðan færð inn í
tölfræðiforritið R þar sem tölfræðileg úrvinnsla fór fram. Þegar gögn voru skráð var
hverjum svarmöguleika í hverri spurningu gefið tölulegt gildi eftir þí hvaða röð þeir
voru gefnir upp til að auðvelda tölfræðilega úrvinnslu. Til dæmis í spurningum sem
hannaðar voru út frá 5-stiga Likert kvarða, þar sem valmöguleikar náðu frá mjög sammála
yfir í mjög ósammála, voru svör sem voru mjög sammála táknuð sem 1 og mjög ósammála
táknuð sem 5. Þegar listar voru skráðir inn í excel hafði hver listi ákveðið númer sem var
einnig merkt á upphaflegu gögnin, til þess auðvelda lagfærslu ef mistök hefðu verið
gerð við skráningu gagnanna.
Þar sem eitt markmið rannsóknarinnar var bera saman viðhorf mismunandi
hagsmunaaðila á Hornafirði til hreindýra, notuðu rannsakendur til þess krosstöflur og
Pearson kí- kvaðrat próf sem og t-próf óháðra úrtaka til að athuga hvort marktækur munur
væri á hópum. Stuðst var við p < 0,05 fyrir tölfræðilega marktækni.
10
4 Niðurstöður
Niðurstöðukafla er skipt í tvennt. Fyrri hlutinn fjallar um bakgrunnsupplýsingar svarenda
og seinni hlutinn um svör þeirra til þátta er tengjast hreindýrum. Ítarlegri niðurstöður
marktektarprófa má finna í Viðauka II.
4.1 Bakgrunnsupplýsingar svarenda
Spurningalisti sem lagður var fyrir var skipt í tvennt, annarsvegar voru spurningar sem
tengdust bakgrunn svarenda og hinsvegar viðhorf þeirra til ákveðinna þátta sem tengjast
hreindýrum eins og áður hefur komið fram. Í heildina fengust svör frá 236 einstaklingum á
aldrinum 16 ára og uppúr. Einn aðili svaraði listanum sem ekki hafði búsetu á Hornafirði
eða í nærsveitum og var hann tekinn út þegar unnið var upp úr gögnum. Óvenju hátt
hlutfall náðist í Suðursveit og Lóni, á meðan aðeins 11% af þýði Hafnar var í úrtakinu
(Tafla 2). Skýrist það að hluta til vegna þess að rannsakendur voru ekki komnir með
þýðistölur í hendurnar áður en farið var á staðinn. Eins og áður hefur komið fram var
einungis spurt á þeim stöðum þar sem hreindýr eru til staðar sem er ástæðan fyrir því
rannsakendur slepptu að leggja lista fyrir íbúa í Öræfum. Þýðistölur eru fengnar frá
Hagstofu Íslands en þær gefa upplýsingar um einstaklinga sem hafa búsetu á
rannsóknarsvæðinu og eru 16 ára og eldri (Ómar Harðarsson, Hagstofa Íslands,
tölvupóstur, 19. nóvember, 2012).
Tafla 2. Fjöldi í úrtaki samanborið við þýði
Lón
Höfn
Nes
Mýrar
Suðursveit
Þýði (16+)*
25
1291
190
61
56
Úrtak
10
140
40
13
25
Hlutfall
40%
11%
21%
21%
45%
*Ómar Harðarson, Hagstofa Íslands, tölvupóstur, 19. nóvember 2012
Meðalaldur úrtaks var 42,5 ár samanborið við 44,9 ár hjá þýðinu. Algengasti
aldurshópur úrtaks var á bilinu 16-25 ára (Tafla 3) sem hluta til rekja til þess
hann er jafnframt fjölmennasti hópur þýðis. Sá hópur er fæst svör fengust frá var
aldurshópurinn 66+ sem rekja til staðsetningu gagnaöflunar en hún fór að mestu leyti
fram á vinnustöðum og á fjölsóttum stöðum innan Hafnar. Tiltöllulega svör fengust frá
fólki á aldrinum 26-35 ára. Kunna rannsakendur engar skýringar á því hversu illa gekk
ná til þess hóps. Hlutfallslega fengust flest svör frá fólki á aldrinum 56-65 eða 23% af þýði.
Eru rannsakendur ekki með neinar handbærar skýringar á því hversu hátt hlutfall þessa
tiltekna aldurshóps er í úrtaki. Ef aldursdreifing er skoðuð eftir búsetu, þ.e. flokkuð í
dreifbýli og þéttbýli (Mynd 2). sjá hlutfall úrtaks af þýði í aldursflokkunum 16-25,
46-55, 56-65 í þéttbýli er nokkuð jöfn. Á meðan aldursflokkarnir 36-45 og 56-65 eru
algengastir í dreifbýli.
11
Tafla 3. Aldursskipting heildarþýðis & úrtaks
16-25
26-35
36-45
46-55
56-65
66+
Þýði (16+)*
347
237
270
281
231
257
Úrtak
60
23
36
36
53
16
Hlutfall
17%
10%
13%
13%
23%
6%
*Ómar Harðarson, Hagstofa Íslands, tölvupóstur, 19. nóvember 2012
Mynd 2. Hlutfall aldurshópa af þýði
Menntun þeirra aðila sem tóku þátt í rannsókninni dreifðist nokkuð jafnt á milli
(Tafla 4). Alls voru 27% sem lokið höfðu grunnskólaprófi og 30% höfðu útskrifast eða eru
að stunda nám í framhaldsskóla. Um 20% stunduðu eða höfðu lokið iðn- eða starfsmenntun
og 22% höfðu útskrifast eða eru að stunda háskólanám.
Tafla 4. Menntun svarenda
Grunnskóli
Framhaldsskóli
Iðn- eða starfsmenntun
Háskólamenntun
Fjöldi
64
70
47
52
Hlutfall
27%
30%
20%
22%
n = 233
Atvinna svarenda reyndist vera býsna fjölbreytt (Tafla 5). Heildarfjöldi svara var
nokkuð hærri en útfylltir spurningalistar en það skýrist með því nokkuð algengt var
fólk starfaði í tveimur eða fleiri greinum. Sérstaklega reyndist það vera algengt meðal
nema og þeirra sem starfa við landbúnað. Þessir tveir fyrnefndu flokkar eru oft
aðalatvinnugrein svarenda en þeir starfa oft í matvælavinnslu (sláturhús) eða við verslun til
að drýgja tekjur sínar.
12
Tafla 5. Atvinna svarenda
Þá voru svarendur spurðir út í hversu mikla útivist þeir myndu stunda. flega 13%
sögðust stunda mjög mikla útivist, 21% mikla útivist, 47% meðal, 14% litla og aðeins 5%
sögðust stunda mjög litla útivist. Þá voru rétt rúmlega 20% svarenda sem stunduðu
skotveiði að einhverju tagi.
4.2 Viðhorf heimamanna til þátta er tengjast
hreindýrum
Hornfirðingar virðast alla jafna njóta þess að horfa á hreindýr í náttúrunni (Tafla 6).
Niðurstaðan var afgerandi, alls voru tæplega 75% sem svöruðu því til að þeir væru
annaðhvort mjög sammála eða sammála fullyrðingunni á meðan einungis rúmlega 7% voru
ósammála henni. Markmiðið með þessari spurningu var reyna að varpa ljósi á gildi
hreindýra sem hluta af náttúru Íslands.
Atvinna
Fjöldi
Landbúnaður
39
Nemar
35
Ferðaþjónusta
31
Matvælavinnsla
19
Verslun
18
Kennari
17
Skrifstofustarf
12
Verktaki/Iðnaður
12
Þjónusta
11
Stjórnunarstarf
10
Sveitarfélagið Hornafjörður
9
Fjármálaþjónusta
7
Ellilífeyrisþegi
5
Atvinnulaus/Heimavinnandi
5
Heilbrigðis- og félagsþjónusta
5
Fræðastarf
5
Samgöngur
4
Sjómaður
4
Alls svarað
248
Ósvarað
7
Alls
255
13
Tafla 6. ,,Ég nýt þess að horfa á hreindýr í náttúrunni"
Mjög sammála
Frekar Sammála
Hlutlaus
Frekar ósammála
Mjög ósammála
Fjöldi
95
78
42
8
9
Hlutfall
40,9 %
33,6%
18,1%
3,4%
3,9%
n = 232
Skoðað var hvaða sess hreindýr skipa í hinu náttúrulega umhverfi Hornafjarðar.
Niðurstaðan er heimamenn eru almennt ánægðir með tilvist hreindýra á svæðinu (Tafla
7). Ekki voru þessi svör ósvipuð og þeim hér að ofan, en athyglisvert er að skoða hversu
hærra hlutfall svarenda eru ekki ánægðir með tilvist hreindýra á svæðinu. Einungis 7,3%
svöruðu því til þeir myndu ekki njóta þess horfa á hreindýr í náttúrunni á meðan
16,8% voru ekki ánægð með tilvist hreindýranna á svæðinu. Reyndist vera marktækur
munur á milli íbúa dreifbýlis og þéttbýlis til þessarar spurningar (t=2,98, p=0,003). Einnig
var marktækur munur á afstöðu fólks eftir þhversu mikla útivist þeir stunda (χ2 = 27,5,
p=1,544*10-5).
Tafla 7. ,,Ég er ánægð(ur) með tilvist hreindýra á þessu svæði"
Mjög sammála
Frekar sammála
Hlutlaus
Frekar ósammála
Mjög ósammála
Fjöldi
81
65
48
16
23
Hlutfall
34,8 %
27,9 %
20,6 %
6,9 %
9,9 %
n = 233
Svarendur voru beðnir um gefa afstöðu til þess hvort þeir teldu að hreindýr
hefðu í auknu mæli sést á láglendi, auk þess að hvort þau hafi haldið meira til í túnum eða
öðru ræktuðu landi síðastliðin 5 ár. Alls voru 233 sem svöruðu fyrri fullyrðingu og allir eða
235 sem svöruðu seinni. Mikill meirihluti heimamanna telja að hreindýr hafi í auknu mæli
sést á láglendinu og á ræktuðu landi, þó heldur færri segjast vera sammála hinu síðarnefnda
(mynd 3). Að vísu eru fleiri sem segjast vera hlutlausir í spurningunni um ræktað land, sem
höfundar telji að skýrist útaf því að fólk viti það ekki og setji því í hlutlaust. Ástæðuna fyrir
þessari fjölgun töldu heimamenn megi rekja til fjölgunar í stofni á svæðinu, þá var
einnig algengt að fólk héldi að þetta stafaði af breyttu veðurfari eða breytingu á gróðurfari
til fjalla/á hálendi. Færri töldu að ástæðuna mætti rekja til mannvirkjagerðar norðan
Vatnajökuls eða vegna aukins ræktarlands á láglendi (mynd 4). Einnig töldu nokkrir
svarendur að ástæðuna mætti rekja til annarra þátta og var helst nefnt að of lítil veiði væri á
svæðinu og meiri svellalög væru á veturna. Alls voru 14 sem merktu í annað og voru
nokkrir einstaklingar sem gátu ekki gefið neinar skýringar á aukningunni.
14
Mynd 3. ,,Hreindýr hafa í auknu mæli sést á láglendi eða í túnum og öðru ræktuðu landi síðastl. 5 ár“
.
Mynd 4. Ástæður aukinnar viðveru hreindýra í túnum og ræktuðu landi að mati svarenda
Kannað var hvort svarendur hefðu eða þekktu einhvern sem hefði borið fjárhagslegan
skaða af hreindýrum og ef svo væri hvers eðlis hann væri (Tafla 8). Þar kom fram
tæplega helmingur voru sammála því og tæplega 20% ósammála. Þó er einnig vert
skoða hlutfall þeirra sem voru hlutlausir en þeir voru rétt rúmlega 30%. Reyndist vera
marktækur munur eftir búsetu (t=5,6416, p<0,05). Við úrvinnslu gagna var hátt hlutfall
þeirra sem voru hlutlausir sem svöruðu einnig spurningunni hvers eðlis skaðinn væri.
Svörum hlutlausra var sleppt þegar unnið var uppúr hvers eðlis skaðinn væri (Mynd 4).
Flestir sögðu að ónýtar girðingar væru aðal skemmdirnar sem yrðu af völdum hreindýra.
Skemmd á túnum og skógrækt var einnig nokkuð algeng og þá var einnig hluti sem nefndi
tjón á ökutækjum.
15
Tafla 8. ,,Ég þekki til aðila eða hef sjálf(ur) borið fjárhagslegan skaða af hreindýrum"
n = 233
Mynd 5. Eðli skemmda eftir heindýr
Svarendur voru beðnir um að gefa upp afstöðu sína til þess hvort að hvort að
opinberir aðilar eigi að bæta skaða þann er hlýst af hreindýrum (Tafla 9). Rúmlega
helmingur heimamanna telja að opinberir aðilar eigi að bæta skaða eftir hreindýr. Tæp 15%
telja að opinberar stofnanir beri ekki skylda til þess og tæp 32% eru hlutlausir i þessu máli.
Marktækur var á afstöðu eftir búsetu (t=4,38, p<0.05).
Tafla 9. Ef skaði hlýst af hreindýrum, finnst þér að opinberir aðilar eigi að bæta þann skaða?
Nei
Hlutlaus
Fjöldi
126
35
74
Hlutfall
53,7%
14,9%
31,5%
n = 233
Ef svarendur töldu að hið opinbera ætti að bæta hugsanlegan skaða voru þeir beðnir
um að svara til um hvaða aðilar þeir töldu að bæri skylda til þess. Afgerandi niðurstaða var
Umhverfisstofnun ætti greiða fyrir skemmdirnar mati svarenda eða um 80%.
Rúmlega 12% sögðu sveitarfélagið bæri skylda til þess á meðan rúmlega 8% nefndu
Vatnajökulsþjóðgarð. Mjög sjaldan sögðu svarendur einungis sveitarfélagið eða
Vatnajökulsþjóðgarður ætti borga heldur voru annar hvor aðilinn nefndur um leið og
Umhverfisstofnun. Hún var hinsvegar oft nefnd sem eini aðilinn sem ætti greiða fyrir
mögulegt tjón af völdum bænda.
Fólk hefur almennt ekki sterkar skoðanir á fyrirkomulagi skiptingar hreindýraarðs
(Tafla 10). Meirihluti svarenda reyndist vera hlutlaus, af þeim sem taka afstöðu eru heldur
fleiri á móti en með. Marktækur mundur reyndist vera á svörum eftir því hvar fólk hefði
búsetu (t=2,3, p<0,05).
Mjög sammála
Frekar sammála
Hlutlaus
Frekar ósammála
Mjög ósammála
Fjöldi
62
53
74
13
31
Hlutfall
26,6%
22,7%
31,8%
5,6%
13,3%
16
Tafla 10. Ertu sátt(ur) við núverandi fyrirkomulag skiptingu hreindýraarðs?
Mjög sammála
Frekar sammála
Hlutlaus
Frekar ósammála
Mjög ósammála
Fjöldi
11
14
158
26
14
Hlutfall
4,7%
10,3%
67,8%
11,2%
6%
n = 233
Svarendur virðast hafa nokkuð skiptar skoðanir þegar kemur að því í hvaða mæli þau
vilji hafa þessa nágranna sína hjá sér en það kom fram í spurningu er lýtur stofnstærð
hreindýra (Tafla 11). Allmörgum Hornfirðingum finnst nóg komið af hreindýrum á
svæðinu en aðeins 9% segja það ætti fjölga þeim, á meðan 29% finnst að það þurfi
að fækka þeim. Álíka margir vilja stofnstærð hreindýra haldist óbreytt eða 26%, rúmur
fimmti hluti Hornfirðinga hefur þó ekki myndað sér skoðun á þessu málefni og 13% segist
ekki vita það.
Tafla 11 ,,Hvernig finnst þér að stofnstærð hreindýra ætti að vera?"
Fjölga dýrum
Óbreytt
stofnstærð
Fækka dýrum
Ekki myndað
mér skoðun
Veit ekki
Fjöldi
22
61
69
52
31
Hlutfall
9,4%
26%
29,4%
22,1%
13,2%
n = 235
Almennt virðist vera nokkur velvilji á svæðinu til nýta hreindýr í auknu mæli í
ferðaþjónustu en rúmlega helmingur svarenda svöruðu því til. Þó voru 31% svarenda sem
höfðu ekki myndað sér skoðun á því og 7% sem töldu að hreindýr ættu ekki heima í
ferðaþjónustu. Af þeim sem eru fylgjandi nýtingu hreindýra í ferðaþjónustu var helst nefnt
ferðir með það að leiðarljósi skoða hreindýr væri álitlegur kostur en 70% svöruðu því.
Þá voru 40% sem töldu auka ætti veiðiferðamennsku í sýslunni og tæplega 30% sem
töldu að auka ætti vægi hreindýra á söfnum eða í húsdýragarði (Mynd 6). Þá voru nokkrir
svarendur sem sögðu auka mætti vægi hreindýra á matseðlum veitingahúsa á svæðinu.
Einnig kom fram Húsdýragarðurinn í Hólmi hafi fengið leyfi til þess að hafa hreindýr
þar í umsjón sinni.
Mynd 6. Hvernig má auka nýtingu hreindýra í ferðaþjónustu?
17
Yfirmarkmiðið rannsóknar var kanna hvert viðhorf Hornfirðinga væri til
hreindýra. Ein af lokaspurningum rannsóknarinnar snerist um þ finna út hvort
heimamenn teldu að viðhorf þeirra til hreindýra hefði breyst á s.l. 5 ár (Tafla 12).
Meirihluti svarenda telur viðhorf sín til hreindýra vera óbreytt en fimmtungur telur sig vera
neikvæðari gagnvart þeim og 11% jákvæðari.
Tafla 12. Finnst þér viðhorf þitt til hreindýra hafa breyst á síðastliðnum 5 árum?
Batnað
Versnað
Óbreytt
Fjöldi
26
50
159
Hlutfall
11,1%
21,3%
67,7%
n = 235
18
5 Umræður og ályktanir
Í þessari ritgerð hefur verið fjallað viðhorf heimamanna til hreindýra á svæðum 8 og 9 á
Hornafirði. Kveikjan þessari rannsókn var umfjöllun fjölmiðla um meinta vanrækslu
bænda er leiddi til dauðra dýra síðastliðin vetur. Mikið var í fréttum síðastliðinn vetur um
hreindýr sem voru að flækjast í lélegum girðingum á Mýrum í Hornafirði. Í frétt frá því 2.
nóvember 2011 var minnst á tuttugu hreindýr hafi flækst í girðingaflækjum og fimm
þeirra látist af völdum þeirra haustmánuði 2011. Samkvæmt girðingalögum er það hlutverk
bænda sjá til þess að girðingar séu í lagi á þeirra landareign, ellegar eigi viðkomandi
sveitarfélag láta laga girðinguna eða fjarlægja hana á kostnað bænda. Bændur eru þó
ekki á eitt sáttir með þetta en í Ríkisútvarpinu var rætt m.a. við Berg Bjarnason bónda í
Viðborðseli á Mýrum: ,,Hreindýrin eru þarna alltaf. Af hverju eru hreindýrin ekki tekin úr
túninu mínu? Ég girti þarna að nýju um 2000, rafmagnsgirðingu - fjóra kílómetra sem var
alveg heil, sex strengir. er hún eins og druslur. Hvað á maður gera?
(Ríkisútvarpið, 2011).
Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós almennt njóta Hornfirðingar að fylgjast
með hreindýrum í náttúrunni og voru ánægðir með tilvist hreindýra á svæðinu. Heimamenn
hafa meira orðið var við hreindýr á láglendi undanfarin 5 ár. Fellur það vel að umfjöllun
Grétars Más Þorkelssonar (2012), þar sem hann sagði skoðun sína sem var á þá leið
hreindýr væru farin að sækja meira í láglendi. Einnig er þetta í takt við niðurstöður
Rannveigar Einarsdóttur o.fl. (2005). Telja Hornfirðingar aðalástæða þess fjölgun í
stofni á svæðinu, sem rímar þó ekki fullkomlega við talningarskýrslur NA sem segja
dýrum á svæði 8 fækka (Skarphéðinn G. Þórisson & Rán
Þórarinsdóttir,2010;2011;2012). Aðrar algengar skýringar á fjölguninni eru breytt veðurfar
og/eða breytt gróðurfar til fjalla, er það svipaðar niðurstöður og Rannveig Einarsdóttir o.fl.
(2005) fengu. Tæplega helmingur svarenda hafa eða þekkja til einhvers sem borið hafa
fjárhagslegan skaða af dýrunum og felast þær skemmdir aðallega í ónýtum girðingum og
skemmd á skógrækt eða túnum. Einnig er hægt fullyrða að heimamenn á Hornafirði séu
hlynntir hreindýraveiðum og telja opinberir aðilar beri skylda til skaða sem hlýst af
dýrunum. Skiptar skoðanir voru á milli heimamanna með hver stofnstærð dýranna ætti
vera en svipað stór hópur sögðu stofnstærðin ætti vera óbreytt eða fækka dýrunum.
Áberandi lítill hópur sagði að fjölga ætti dýrunum eða einungis tæp 10% svarenda.
Þegar borin voru saman mismunandi viðhorf fólks eftir búsetu fólks kom í ljós
marktækur munur væri á nokkrum þáttum tengdum hreindýrum milli þéttbýlis- og
dreifbýlisbúa. Samsvarar það vel við álíkar rannsóknir erlendis (Røskaft o.fl., 2007; Li
o.fl., 2010; Bandara & Tisdell, 2002; Kellert, 1980) þar sem niðurstöður voru áþekkar.
Hafa ber þó í huga að hlutfall úrtaks af þýði var lægra í þéttbýli en í dreifbýli, sem gæti
orsakað skekkju í niðurstöðurnar. Dreifbýlisbúar voru líklegri til þess að vera óánægðir
með tilvist hreindýranna á svæðinu. Þá höfðu íbúar dreifbýlis jafnframt meira orðið fyrir
fjárhagslegu tjóni af hreindýrunum eða þekktu til einhvers sem hafði orðið fyrir slíku.
Einnig voru dreifbýlisbúar með sterkari skoðanir á því hverjir ættu bæta slíkt tjón en
mikill meirihluti svarenda þar töldu hið opinbera ætti bæta slíkt tjón. Er það mjög
áþekkt niðurstöðum rannsóknar Hegel o.fl. (2009) þar sem þeir komust því bændur
hefðu tið umburðarlyndi til fjárhagslegs tjóns af völdum elga. Þá hafði viðhorf
dreifbýlisbúa til hreindýra versnað meira en hjá þéttbýlisbúum. Það kemur heim og saman
við Messmer (2000), þar sem kemur fram þeir íbúar sem hljóta fjárhagslegan skaða af
villtum dýrum eru líklegri til þess hafa neikvæðara viðhorf gagnvart þeim.
Hornfirðingar hafa almennt ekki sterkar skoðanir á úthlutun hreindýraarðs en marktækur
munur var þó á svörum milli dreifbýlis og þéttbýlis, þar sem dreifbýlisbúar höfðu
19
neikvæðari og sterkari skoðanir á málefninu. Stenst það samanburð við niðurstöður
Bandara & Tisdell (2002), þar sem m.a. kom fram að þeir íbúar sem lifa í minni nálægð við
asíska fílinn hefðu almennt ekki jafn sterkar skoðanir til hans og þeir sem lifa nær honum.
Ekki reyndist vera marktækur munur á milli aldurshópa eða starfsgreina á þeim
þáttum sem spurðir voru um er tengjast hreindýrum. Það er ekki í samræmi við niðurstöður
Li o.fl. (2010) sem gerðu rannsókn á viðhorfum til villisvína, þar sem niðurstöður voru á
þá leið munur væri eftir aldri. Marktækur munur var á útivistarfólki samanborið við þá
sem stunda meðal eða litla útivist m.t.t. ánægju með tilvist hreindýra á svæðinu. Þá var
athugað hvort skotveiðimenn hefðu öðruvísi sýn á hlutina en aðrir, m.a. með tilliti til
stofnstærðar á svæðinu. Reyndist það ekki vera, samsvarar það niðurstöðum Ericsson &
Heberlein (2002) sem fengu svipaða útkomu.
Í spurningalista var opin spurning þar sem fólk fékk tækifæri til þess að skrifa
hugrenningar sínar eða skýra svör sín nánar, rúmlega 10% svarenda nýttu sér þann
möguleika. Það sem helst má sjá af þeim ummælum er m.a. að nokkur óánægja virðist ríkja
með hvernig vinnubrögðum er háttað varðandi talningar og skipulagningu veiða á svæðinu.
Nefna 4 aðilar að þeim finnist illa vera staðið að talningum á svæðinu og einn þeirra gefur
þá skýringu talningar séu stundaðar á röngum árstíma. Geta rannsakendur nokkru
tekið undir þetta sjónarmið eftir að hafa skoðað talningarskýrslur aftur í tímann og borið
saman við talningar á öðrum svæðum, t.d. hafa ekki verið gerðar sumartalningar á svæðum
8 og 9 síðastliðin 2 ár. Hreindýraveiðar tengjast óneitanlega stofnstærð hreindýra á
svæðinu. Hornfirðingar virðast vera mjög jákvæðir í garð hreindýraveiða, sannast það á því
gríðarlega jákvæða viðhorfi sem veiðarnar fá sem sést í niðurstöðukaflanum hér á undan.
Ekki virðast þó allir vera á eitt sáttir með hvernig staðið er stjórnun hreindýraveiða á
svæðinu, þar sem nokkrir svarendur minntust á þessi mál eftir hafa lokið gerð
spurningalistans og jafnvel á meðan svarað var. Nefndi einn viðmælandi sem hefur mikla
reynslu af málum tengdum hreindýrum að kvóti á svæði 8 væri orðinn of mikill. Einnig tók
hann fram þeir sem stjórni veiðum hafi ekki nægilega þekkingu á veiðum og ferðum
hreindýra á svæðinu. Sem hafi leitt til þess að hreindýr á veiðanlegum svæðum séu
nánast horfin og haldi sig meira til á svæðum þar sem nánast ómögulegt er nálgast þau
t.d. í Hoffelsnúpum og Skyndidal. Jafnframt nefnir hann svo virðist vera sem enginn
vilji sé hjá þessum aðilum til úrbóta.
Rannsakendur urðu varir við svipaðar skoðanir hjá fleiri aðilum er beintengjast
hreindýraveiðum og búa yfir mikilli reynslu af þeim. Er því hægt að spyrja sig því, þar
sem heimamönnum á svæðinu sem hafa reynslu og jafnvel áratugalanga reynslu af
hreindýraveiðum sem og leiðsögn á þeim, hvort eðlilegt þeir upplifi sig svo mikið
utangarðs. Væri ekki eðlilegra að nýta þá sérþekkingu sem þeir hafa á svæðinu og
dýrunum við málefni sem tengjast hreindýrum? Þannig gæti jafnvel orðið breiðari sátt um
dýrin sem og meiri samhæfing allra aðila í vinnubrögðum.
Annað sjónarmið heyrðist er tengist hreindýraveiðum, var það nokkuð ólíkt því sem
áður var fjallað um. Sneri það að tengslum landeigenda og hreindaraveiða á þeirra jörðum.
Tóku tveir aðilar á þessu málefni í athugasemdum sínum, en þeir hafa ólíkan bakrunn þar
sem annar er uppalinn Hornfirðingur en hinn aðfluttur. mati hins innfædda teljast þau
dýr sem dvelja á jörðum vera hlunnindi þeirrar jarðar og landeigandi eigi að geta gert
tilkall til líkt og með gæsir í ökrum og fiskur í ám. Telur því viðmælandinn breytingar
sem gerðar hafa verið á skipulagninu hreindýraveiða og tekið hefur verið á í undirkaflanum
Aðgerðir stjórnvalda“ ekki vera vel heppnaðar. Í svipaðan streng tekur hinn aðilinn og
nefnir máli sínu til stuðnings hvernig fyrirkomulaginu er háttað í Svíþjóð, en hann þekkir
vel til þar. Samkvæmt honum er þessum málum í Svíþjóð þannnig háttað að landeigendum
er heimilt að veiða eða selja út veiðileyfi á þau dýr sem halda til á þeirra svæði en þó
20
aðeins ákveðinn fjölda sem er ákveðinn af öðrum aðilum útfrá fjölda dýra á svæðinu og
kynjasamsetningu. Telur svarandinn fyrirkomulag að þessum toga myndi fara vel á
svæðinu en þó þyrfti hafa gott eftirlit með veiðunum líkt og er gert með
eftirlitsmönnum hreindýraveiða.
Náttúrustofnun Austurland sér um talningar og tillögur veiðikvóta fyrir öll þau
svæði sem hreindýrin dvelja á. Það verður að segjast að þríkji a.m.k. einhver óánægja
með störf þeirra á Hornafirði. Stofnunin er einnig stærsta er kemur rannsóknum á
hreindýrum, urðu höfundar varir við óánægju með þau störf stofnuninar einnig. Einn
svarandinn kemur inná þetta í athugasemdum sínum: Hreindýr á Hornafirði eru alltof
lítið rannsökuð. Hvað rekur þau niður á láglendi? Sækja þau í annan gróður hér en upp á
heiðum? Eru þessi „sunnandýr“ þróast í ákveðinn sér stofn? Og margar fleiri
spurningar sem ég hef ekki vit á að spyrja. En mér finnst við lítið vita um „okkar“
hreindýrahjarðir og faraldsfræði þeirra.“.
Heimamenn virðast vera nokkuð áhyggjufullir yfir ferðum hreindýra yfir
sauðfjárveiki varnarlínur en tveir aðilar nefna það í athugasemdum sínum. Ekki er hægt
segja að mikil ástæða til hafa þessar áhyggjur varðandi þau dýr sem fyrir eru á
svæðinu vegna niðurfellingu sauðfjárvarnarlínu milli Nesja og Mýra. En ef aðkomudýr
hafa verið í auknu mæli sækja á svæði 8 og 9 vegna framkvæmda norðan Vatnajökuls
eins og margir viðmælendur telja, gæti verið ástæða fyrir þeim áhyggjum. Bóndi í
Suðursveit telur til mynda hreindýr ættu alls ekki koma vestur fyrir
Hornafjarðarfljót, þar sem hann trúir því tæplega hreindýr geti ekki verið smitberar
sjúkdóma sem geta hrjáð jórturdýr.
Við undirbúning vettvangsferðar var talað við Hjalta Þór Vignisson bæjarstjóra
Sveitarfélagsins Hornafjarðar um hreindýr á svæðinu, sagði hann rannsakendum m.a. frá
því að til stæði gera rannsókn á beitarþoli í sveitarfélaginu vegna áskorun fjölda bænda
á Mýrum eftir að dýr létust úr hor síðastliðin vetur. Einn svarenda kemur inn á þetta í
athugasemdum sínum: „Stofnstæ hreindýra á svæðinu er of stór miðað við landgæði.
Samanber síðastl. vetur er mörg hreindýr drápust úr hor. Ef þetta væru skepnur hjá
bændum væru þeir kærðir vegna dýraníðs“. Vonir standa til að sú rannsókn muni auka við
þekkingu á því hversu mikinn fjölda svæði 8 og 9 geta borið af dýrum. Einn svarenda sagði
að hann hafi talið hátt á þriðja hundrað dýr á akri Flateyjar á Mýrum. Sýnir þetta einna best
að mati rannsakenda að nauðsynlegt sé að telja betur á svæðinu, þar sem rannsakendur telja
það afar ólíklegt að öll þau dýr sem fyrirfinnast á svæði 9 haldi sig á einum og sama stað.
Hafa rannsakendur komist að því að ef fólk verði fyrir eða þekki einhvern sem hefur orðið
fyrir tjóni af völdum hreindýra, eru meiri líkur á að viðhorf einstaklingsins breytist til hins
verra. Telja rannsakendur það hættuleg þróun, sérstaklega ef slæmt viðhorf verður
ríkjandi í samfélaginu, þar sem það getur að mati þeirra t.d. orðið til þess að fólk skeyti
síður um hvort dýr séu skotin utan hefðbundins veiðitíma og aukið tómlæti um velferð
þeirra.
Einn svarendi kom svo að orði sem rannsakendum þykir endurspegla innihald og
niðurstöður rannsóknar: Það er gaman horfa á hreindýr í náttúrunni...en ekki sama
hvar þau eru“. Hvar eiga hreindýr þá ekki vera? Það er ein af þeim spurningum sem
aðilar er koma hreindýrastjórnun þurfa svara. Bandara & Tisdell (2002) sögðu
nauðsynlegt væri fyrir stjórnvöld að vera í góðu samráði við fólkið sem lifir í návígi við
villt dýr. Ef það væri gert með góðum árangri væri hægt lágmarka hagsmunarárekstra
og þ.a.l. neikvæðara viðhorf til dýranna. Megin niðurstöður rannsóknar þessarar er að fólk
sem lifir í dreifbýli og þ.a.l. í meira návígi við hreindýr virðast hafa neikvæðara viðhorf
gagnvart þeim. Rannsakendur telja þó með örlitlum úrbótum á núverandi stjórnun
hægt að lágmarka áreksturinn þannig að allir aðila ganga sáttir frá borði.
21
Heimildir
Bandara, R. and Tisdell, C. (2002). Comparison of rural and urban attitudes to the
conservation of Asian elephants in Sri Lanka: empirical evidence. Biological
Conservation, 110, 327342.
Böðvar Þórisson & Skarphéðinn Smári Þórhallsson (2002). Skógrækt á Fljótsdalshéraði og
ágangur hreindýra í ungskógum. Egilsstaðir. Náttúrustofa Austurlands.
Clifford, Nicholas., French, Shaun & Valentine, Gill. (2010). Key methods in geography.
London: Sage.
Ericsson, G. and Heberlein, T.A. (2002). Attitudes of hunters, locals, and the general
public in Sweden now that the wolves are back. Biological Conservation, 111, 149159.
Grétar Már Þorkelsson (2011, 10. nóvember). 8,5 milljóna króna tjón hjá Flateyjarbændum
vegna hreindýra. Bændablaðið, bls. 12.
Grétar Már Þorkelsson (2012). Fóðuröflun í kapp við óboðna gesti. Búnaðarblaðið Freyja,
2(3). 6-9.
Grétar Már Þorkelsson & Björn G. Arnarsson (2012). Talning Hreindýra á svæði 8 og 9,
Austur Skaftafellssýslu. Birt fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð.
Hegel, Troy M., Gates, C. Cormack & Eslinger, Dale (2009). The geography of conflict
between elk and agricultural valuesin the Cypress Hills, Canada. Journal of
EnviromentalManagement, 90(1). 222-235.
Helgi Valtýsson (1945). Á hreindýraslóðum: öræfatöfrar Íslands. Akureyri: Norðri.
Li, Lanlan., Wang, Jing., Shi, Jianbin., Wang, Yuru., Liu, Wuhua & Xu, Xiangrong (2010).
Factors influencing local people’s attitudes towards wild boar in Taohongling National
Nature Reserve of Jiangxi Province, China. Procedia Environmental Sciences 2(1). 1846-
1856.
Messmer, T. A. (2000). The emergence of human-wildlife conflict management: Turning
challenges into opportunities. International Biodeterioration & Biodegradation, 45, 97-
102.
Morgunblaðið (2012). Hreindýr drepast úr hor. Skoðað 29. ágúst 2012 á
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/04/14/hreindyr_ad_drepast_ur_hor/
Ólafur E. Friðriksson (1996). Skotveiðar í íslenskri náttúru. Reykjavík: Iðunn.
Ólafur Þorvaldsson (1960). Hreindýr á Íslandi. Reykjavík: Menningarsjóður.
22
Rannveig Einarsdóttir, Rannveig Ólafsdóttir & Heiðdís Björk Gunnarsdóttir (2005).
Skógrækt og hreindýr sunnan Vatnajökuls: Stofnstærð og dreifing hreindýra ásamt
samningsbundnum skógræktarsvæðum Suðurlandsskóga í Austur-Skaftafellssýslu. Selfoss
og Höfn: Suðurlandsskógar og Háskólasetrið á Hornafirði.
Rannveig Ólafsdóttir og Rannveig Einarsdóttir (2006). Hreindýr eða meindýr? Um
dreifingu hreindýra suður fyrir Vatnajökul og sambúð þeirra við vaxandi skógrækt á
Suðausturlandi. Skaftfellingur, 18, 21-31.
Reglugerð um stjórn hreindýraveiðar nr. 452/2000.
Reglugerð um stjórn hreindýraveiðar nr. 486/2003.
Ríkisútvarpið (2011). Enn drepast hreindýr í girðingum. Skoðað 1. nóvember 2012 á
http://www.ruv.is/frett/enn-drepast-hreindyr-i-girdingum
Røskaft, Eivin., Händel, Barbara., Bjerke, Tore & Kaltenborn, Bjørn. (2007). Human
attitudes towards large carnivores in Norway. Wildlife biology 13(2). 172-185.
Skarphéðinn G. Þórisson & Rán Þórarinsdóttir (2010). Vöktun Náttúrustofu Austurlands
2009 og tillaga um ágangssvæði og veiðikvóta 2010. Egilsstaðir. Náttúrustofa Austurlands.
Skarphéðinn G. Þórisson & Rán Þórarinsdóttir (2011). Tillaga um veiðikvóta og
ágangssvæði 2011 og vöktun Náttúrustofu Austurlands 2010. Egilsstaðir. Náttúrustofa
Austurlands.
Skarphéðinn G. Þórisson & Rán Þórarinsdóttir (2012). Vöktun Náttúrustofu Austurlands
2011 og tillaga um veiðikvóta og ágangssvæði 2012. Egilsstaðir. Náttúrustofa Austurlands.
Skarphéðinn G. Þórisson (2000). Hreindýr: Saga þeirra og nýting til 1954. Múlaþing
byggðasögurit Austurlands. 27(1), 40-53.
Umhverfisstofnun (á.á.). Hreindýr. Skoðað 3. nóvember 2012 á
http://www.ust.is/einstaklingar/veidi/hreindyr/
Þórólfur Þórlindsson & Þorlákur Karlsson (2003). Um Úrtök og úrtaksaðferðir. Í Sigríði
Halldórsdóttur & Kristjáni Kristjánssyni (ritstj.). Handbók í aðferðafræði í
heilbrigðisvísindum (bls. 51-66). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.
23
Viðauki I
Spurningalisti sem lagður var fyrir heimamenn á Hornafirði vikuna 8-12. október 2012:
Hreindýr á Hornafirði Spurningalisti
Við erum tveir nemar við Háskóla Íslands í landfræði og ferðamálafræði. Við erum að vinna rannsókn í
námskeiði sem ber nafnið Námsferð Innanlands. Markmið okkar með rannsókn þessari er að kanna hvert
viðhorf ykkar heimamanna sé til hreindýra á svæðum 8 & 9 sem ná yfir Suðursveit, Mýrar, Nes og Lón.
Könnunin er nafnlaus og farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Bakgrunnsspurningar
Aldur? _______
Hvar hefur þú búsetu?
[ ] Höfn [ ] Lón [ ] Nes [ ] Nesjahverfi [ ] Mýrum [ ] Suðursveit [ ] Annarsstaðar
Ertu uppalin(n) á Hornafirði?
[ ] Já [ ] Nei, hvar? ________________________________________
Við hvað starfar þú?
________________________________________
Ertu með einhvern búrekstur?
[ ] Já [ ] Nei
Ef svo er hvernig? Má merkja i fleiri en 1 kross
[ ] Sauðfé [ ] Kýr [ ] Alifuglar [ ] Svín [ ] Kartöflur [ ] Skógrækt [ ] Hestar [ ] Annað
Starfarðu í ferðaþjónustu?
[ ] Já [ ] Nei
Ef svo er, hvers konar ferðaþjónustu? Má merkja í fleiri en 1 kross
[ ] Gisting [ ] Veitingahús [ ] Skipulagðar ferðir [ ] Leiðsögn ferðamanna
[ ] Annað:________________________________________
Hver er menntun þín? (Ef þú ert í námi merktu þá við það sem þú stundar núna)
[ ] Grunnskóli [ ] Framhaldsskóli [ ] Iðn- eða starfsmenntun [ ] Háskólamenntun
Stundar þú skotveiði?
[ ] Já Alla [ ] Já - Einungis fuglaveiði [ ] Já - Einungis á landspendýrum (Tófa, minkur og/eða hreindýr) [ ] Nei
Ef svo er, hefur þú farið á hreindýraveiðar?
[ ] Já, á síðustu 5 árum [ ] Já, lengra en 5 ár síðan [ ] Nei, en stefni á það [ ] Nei, hef ekki löngun til
Ertu með réttindi til leiðsagnar á hreindýraveiðum?
[ ] Já [ ] Nei
Stundar þú útivist?
[ ] Mjög mikla [ ] Mikla [ ] Meðal [ ] Litla [ ] Mjög litla
Spurningar um hreindýr
Hversu sammála ertu eftirfarandi fullyrðingum:
24
„Ég nýt þess að horfa á hreindýr í náttúrunni.“
[ ] Mjög sammála [ ] Frekar sammála [ ] Hlutlaus [ ] Frekar ósammála [ ] Mjög ósammála
,,Ég er ánægð(ur) með tilvist hreindýra á þessu svæði.“
[ ] Mjög sammála [ ] Frekar sammála [ ] Hlutlaus [ ] Frekar ósammála [ ] Mjög ósammála
„Hreindýr hafa í auknu mæli sést á láglendi á veturnar síðastliðin 5 ár.“
[ ] Mjög sammála [ ] Frekar sammála [ ] Hlutlaus [ ] Frekar ósammála [ ] Mjög ósammála
„Hreindýr hafa haldið sig í auknu mæli í túnum eða öðru ræktuðu landi síðastliðin 5 ár.“
[ ] Mjög sammála [ ] Frekar sammála [ ] Hlutlaus [ ] Frekar ósammála [ ] Mjög ósammála
Ef þú ert sammála fullyrðingunni hér að ofan, hver telur þú vera helstu ástæðuna fyrir þessari aukningu? - Má
merkja í fleiri en einn kross
[ ] Aukið ræktarland [ ] Breytt veðurfar [ ] Breytt gróðurfar til fjalla/ á hálendi [ ] Fjölgun í stofni á svæðinu [ ]
Mannvirkjagerð norðan Vatnjajökuls [ ] Annað:________________________________________
„Ég þekki til aðila eða hef sjálf(ur) borið fjárhagslegan skaða af hreindýrum.“
[ ] Mjög sammála [ ] Frekar sammála [ ] Hlutlaus [ ] Frekar ósammála [ ] Mjög ósammála
Ef þú ert sammála fullyrðingunni hér að ofan, hvers eðlis er þá skaðinn? (Má setja fleiri en 1 kross)
[ ] Ónýtar girðingar [ ] Skemmd á skógrækt [ ] Beit á túnum [ ] Tjón á ökutæki
[ ] Annað: ________________________________________
„Hreindýraveiðar eiga EKKI rétt á sér.“
[ ] Mjög sammála [ ] Frekar sammála [ ] Hlutlaus [ ] Frekar ósammála [ ] Mjög ósammála
Ef skaði hlýst af hreindýrum, finnst þér að opinberir aðilar eigi að bæta þann skaða?
[ ] Já [ ] Nei [ ] Hlutlaus
Ef svo er, hvaða opinberir aðilar eiga að bera þann kostnað? Má merkja í fleiri en 1 kross
[ ] Umhverfisstofnun [ ] Vatnajökulsþjóðgarður [ ] Sveitarfélag
[ ] Annað: ________________________________________
Ertu sátt(ur) við núverandi fyrirkomulag skiptingu hreindýraarðs?
[ ] Mjög sátt(ur) [ ] Frekar sátt(ur) [ ] Hlutlaus [ ] Frekar ósátt(ur) [ ] Mjög ósátt(ur)
Hvernig finnst þér að stofnstærð hreindýra ætti að vera?
[ ] Fjölga ætti dýrum í stofninum [ ] Halda stofnstærðinni óbreyttri [ ] Fækka ætti dýrum í stofninum
[ ] Hef ekki ekki myndað mér skoðun á því [ ] Veit ekki
Finnst þér viðhorf þitt til hreindýra hafa breyst á síðastliðnum 5 árum?
[ ] Já - batnað [ ] Já - versnað [ ] Haldist óbreytt
Hvernig ætti að nýta hreindýr til ferðaþjónustu? Má merkja í fleiri en 1 kross
[ ] Auka vægi hreindýra á söfnum eða húsdýragörðum [ ] Hreindýraferðir s.b.r. Norðurljósaferðir [ ] Aukin
veiðiferðamennska [ ] Ætti ekki að nýta hreindýr í ferðamennsku [ ] Hef ekki myndað mér skoðun
[ ] Annað: ________________________________________
Ef þú hefur einhverju við að bæta sem tengist hreindýrum á Hornafirði eða vilt skýra út svar þitt nánar.
Vinsamlegast skrifaðu í þennan kassa hér að neðan.
Þakka þér fyrir þátttökuna!
25
Viðauki II
Á neðanverðum töflum eru niðurstöður úr þeim tölfræðiprófum sem reyndust vera
marktæk þegar unnið var í niðurstöðukafla ritgerðar.
T-próf meðaltal tveggja hópa Ég er ánægð(ur) með tilvist hreindýra á svæðinu.
Búseta
Meðaltal (sd)
n
T-gildi
P-gildi
Dreifbýli
2,83 (1,41)
91
5,37
2,838*10-7
Þéttbýli
1,91 (1,03)
140
T-próf meðaltal tveggja hópa Ég þekki til aðila eða hef sjálf(ur) borið fjárhagslegan
skaða af hreindýrum.
Búseta
Meðaltal (sd)
n
T-gildi
P-gildi
Dreifbýli
2,92 (1,31)
91
5,6416
5,28*10-8
Þéttbýli
2,022 (1,1)
140
T-próf meðaltal tveggja hópa Ef skaði hlýst af hreindýrum, finnst þér að opinberir aðilar eigi að bæta
þann skaða?
Búseta
Meðaltal (sd)
n
T-gildi
P-gildi
Dreifbýli
1,48 (0,799)
91
4,38
1,839*10-5
Þéttbýli
1,98 (0,91)
142
T-próf meðaltal tveggja hópa Ertu sátt(ur) með núverandi fyrirkomulag skiptingu hreindýraarðs?
Búseta
Meðaltal (sd)
n
T-gildi
P-gildi
Dreifbýli
3,2 (1,05)
91
2,3
0,023
Þéttbýli
2,92 (0,58)
140
-kvaðrat marktektarpróf Ég er ánægð(ur) með tilvist hreindýra á svæðinu m.t.t. hversu mikla útivist
svarendur stunduðu
Útivist
Sammála
Hlutlaus
Ósammála
Frítala
Gildi
P gildi
Mjög mikla/mikla
57
6
16
Meðal
73
23
13
Mjög litla/enga
15
19
10
4
27,5
1,544*10-5
Alls
145
48
39
ResearchGate has not been able to resolve any citations for this publication.
Article
Full-text available
With the increase in wildlife populations in response to protection, human–wildlife conflicts also have increased. In the past, rural residents, especially agricultural producers, and forestry owners bore the brunt of wildlife damage. More recently, urban residents and other wildlife stakeholders are increasingly experiencing wildlife damage. The phrases ‘animal damage control’, ‘problem wildlife management’, and ‘wildlife damage management’ have been traditionally used to describe actions taken to reduce economic losses to agricultural produce caused by wildlife. More recently, the phrase ‘human–wildlife conflict management’ is being applied to these and other situations that involve any negative interactions between humans and wildlife. These conflicts can be either real or perceived, economic or aesthetic, social or political. Human–wildlife conflicts also may encompass damages to the individual that result from federal, state, or local wildlife legislation, regulations, or policies that are designed to protect or conserve wildlife, public benefits, and individual property rights. In this paper, I discuss the emergence of the field of human–wildlife conflict management and identify how public and private wildlife conservation agencies and organizations can turn these new challenges into opportunities to increase public support for professional management.
Article
Full-text available
There has been little study of economic and general attitudes towards the conservation of the Asian elephant. This paper reports and analyses results from surveys conducted in Sri Lanka of attitudes of urban dwellers and farmers towards nature conservation in general and the elephant conservation in particular. The analyses are based on urban and a rural sample. Contingent valuation techniques are used as survey instruments. Multivariate logit regression analysis is used to analyse the respondents’ attitudes towards conservation of elephants. It is found that, although some variations occurred between the samples, the majority of the respondents (both rural and urban) have positive attitudes towards nature conservation in general. However, marked differences in attitudes toward elephant conservation are evident between these two samples: the majority of urban respondents were in favour of elephant conservation; rural respondents expressed a mixture of positive and negative attitudes. Overall, considerable unrecorded and as yet unutilised economic support for conservation of wild elephants exists in Sri Lanka.
Article
The wolf population in Scandinavia has increased from functionally extinct to about 100 wolves since the 1970s. In 2001 we surveyed four groups of Swedes to analyze the relationship between experience, knowledge, and people's attitude toward wolves. Although all groups support the right of wolves to exist, Swedes who live in areas where wolves have been restored have more negative attitudes than the general public. Attitudes toward wolves are not strong among the general public, thus changes are possible. Experience with wolf predation leads to more negative attitudes toward wolves. Hunters in areas with wolves have the most accurate knowledge about wolves but at the same time the most negative attitudes. But within all four groups as knowledge increases attitudes become more positive. Still, the most knowledgeable local hunters have less favorable attitudes than the least knowledgeable members of the general public. High proportions of the population do not care about wolves which makes it difficult to reach them with information, but does make them susceptible to rapid changes if wolves become a media topic. With the restoration of wolves, hunters, the strongest supporters of wolves in the 1970s, are now less supportive than the general public.
Fóðuröflun í kapp við óboðna gesti
  • Grétar Már Þorkelsson
Grétar Már Þorkelsson (2012). Fóðuröflun í kapp við óboðna gesti. Búnaðarblaðið Freyja, 2(3). 6-9.
Hreindýr eða meindýr? Um dreifingu hreindýra suður fyrir Vatnajökul og sambúð þeirra við vaxandi skógraekt á Suðausturlandi
Rannveig Ólafsdóttir og Rannveig Einarsdóttir (2006). Hreindýr eða meindýr? Um dreifingu hreindýra suður fyrir Vatnajökul og sambúð þeirra við vaxandi skógraekt á Suðausturlandi. Skaftfellingur, 18, 21-31.
Skotveiðar í íslenskri náttúru
  • E Ólafur
  • Friðriksson
Ólafur E. Friðriksson (1996). Skotveiðar í íslenskri náttúru. Reykjavík: Iðunn.
Skoðað 3. nóvember 2012 á http
  • Hreindýr
Hreindýr. Skoðað 3. nóvember 2012 á http://www.ust.is/einstaklingar/veidi/hreindyr/
10. nóvember). 8,5 milljóna króna tjón hjá Flateyjarbaendum vegna hreindýra
  • Grétar Már Þorkelsson
Grétar Már Þorkelsson (2011, 10. nóvember). 8,5 milljóna króna tjón hjá Flateyjarbaendum vegna hreindýra. Baendablaðið, bls. 12.
Hreindýr drepast úr hor. Skoðað 29. ágúst 2012 á http://www.mbl.is/frettir/innlent
Morgunblaðið (2012). Hreindýr drepast úr hor. Skoðað 29. ágúst 2012 á http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/04/14/hreindyr_ad_drepast_ur_hor/
Stofnstaerð og dreifing hreindýra ásamt samningsbundnum skógraektarsvaeðum Suðurlandsskóga í Austur-Skaftafellssýslu
  • Skógraekt Og Hreindýr Sunnan
  • Vatnajökuls
Skógraekt og hreindýr sunnan Vatnajökuls: Stofnstaerð og dreifing hreindýra ásamt samningsbundnum skógraektarsvaeðum Suðurlandsskóga í Austur-Skaftafellssýslu. Selfoss og Höfn: Suðurlandsskógar og Háskólasetrið á Hornafirði.